Auglýsingablaðið

880. TBL 30. mars 2017 kl. 11:52 - 11:52 Eldri-fundur

Fundur um fjallskil og girðingarmál
Haldinn verður fundur 5. apríl kl. 20:00 í Félagsborg um fjallskil og girðingarmál í Öngulsstaðadeild, þ.m.t. framtíð varnargirðingar milli Rútsstaða og Bringu, sem og girðingarmál almennt í sveitarfélaginu. Allir velkomnir.
Fjallskilanefnd


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla
Gott úrval bóka og tímarita til að lesa og skoða a staðnum eða fá lánað með sér heim.
Opnunartímar á næstunni:
Í næstu viku, 3.-7. apríl, er opið eins og venjulega.
Í dimbilvikunni, 10.-14. apríl er safnið lokað.
Safnið opnar aftur þriðjudaginn 18. apríl.
Á sumardaginn fyrsta, 20. apríl er lokað.

Venjulegur opnunartími safnsins:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um innganga Íþróttamiðstöðvar og niður á neðri hæð.


Tilmæli frá Veiðifélagi Eyjafjarðarár
Veiðifélag Eyjafjarðarár mælist til þess að efnistaka úr og við Eyjafjarðará fari ekki fram á veiðitíma árinnar, sem er frá 1. apríl til 15. maí og síðan frá 21. júní til 30. september.


Frá Saurbæjarkirkju
Aðalsafnaðarfundur Saurbæjarsóknar verður haldinn í Gullbrekku 2. apríl kl. 11.00.
Venjulega aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin


Aðalsafnaðarfundur Hólasóknar
Verður haldinn að Villingadal (hjá Ingu) föstudaginn 31. mars kl. 20:00.
Venjulega aðlafundarstörf.
Sóknarnefndin


Æskan og hesturinn
Í lok apríl verður stórsýningin Æskan og hesturinn á Sauðárkróki. Hestamannafélagið Funi ætlar að setja saman atriði fyrir börn og unglinga sem hafa áhuga á að fara. Þjálfari er Sara Arnbro. Skráning sem fyrst: 845-2298.


Húsnæði óskast
Par með 1 barn á grunnskólaaldri óskar eftir húsnæði til langtímaleigu frá og með 1. maí. Róleg, reglusöm og bæði með fastar tekjur.
Sími: 693-7211, email: ulfhildur.ornolfs@gmail
 

Frá Freyvangsleikhúsinu – Páskar og Minningarsýning
Þökkum öllum sveitungum nær og fjær fyrir góðar viðtökur á gamanleikritinu Góðverkin kalla. Uppselt er á allar sýningar fram að páskum. Örvæntið ei því oft losna sæti með skömmum fyrirvara eða fækkar í hópum sem eiga bókaða miða. Það sakar því ekki að slá á þráðinn.

Sýningar um páskana verða á skírdag 13. apríl og laugardaginn 15. apríl.

Minningarsýning, sem áður hét Stjána-sýning, verður laugardaginn 22. apríl nk. kl. 20:00. Heiti sýningarinnar var breytt í fyrra að ósk ættingja Stjána, sem fannst rétt að heiðra minningu fleiri genginna félaga með þessari sýningu. Innkoman af henni rennur í sérstakan sjóð Freyvangsleikhússins, sem er ætlaður til að styðja félaga til leiklistarnáms eða til annarrar uppbyggingar félagsins.

Miðasala: freyvangur@gmail.com – s: 857 5598 – tix.is
Hlökkum til að sjá ykkur nú sem endranær.

Getum við bætt efni síðunnar?