Auglýsingablaðið

886. TBL 10. maí 2017 kl. 13:34 - 13:34 Eldri-fundur

Spilda til leigu
Landspildan Grísará 4 er til leigu til eins árs í senn. Spildan er um 4 ha. Landið leigist til slægju en ekki til beitar. Áhugasamir sendi inn umsókn á esveit@esveit.is til og með 18. maí.
Skrifstofan

Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Lokað vegna viðhalds!
Íþróttamiðstöðin verður lokuð vegna viðhalds dagana 22. maí – 2. júní.
Opnum aftur laugardaginn 3. júní kl. 10:00.
Sjáumst hress, kveðja frá starfsfólki Íþróttamiðstöðvar.

Malbikun í Hrafnagilshverfi
Ágætu íbúar, á næstu vikum verður malbikað í Hrafnagilshverfi þannig að tæki og tól verða á staðnum. Fyrir þá sem hafa hug á að láta malbika hjá sér er tilvalið að hafa samband við Kraftfag ehf í síma 896-5332.

Karlakór Eyjafjarðar - Vortónleikar 2017
Vortónleikar Karlakórs Eyjafjarðar verða haldnir í Laugarborg föstudaginn 12. maí kl. 20.30 og Glerárkirkju laugardaginn 13. maí kl. 16.00. Stjórnandi: Guðlaugur Viktorsson, meðleikari: Valmar Valjaots, píanó, fiðla og harmonika. Hljómsveit: Brynleifur Hallsson, gítar, Eiríkur Bóasson, bassi, Árni Ketill Friðriksson, trommur.
Einsöngur/tvísöngur: Engilbert Ingvarsson, Stefán Markússon og Þór Sigurðsson.
Miðasala er við innganginn. Aðgangseyrir 3.000 kr. (ATH. getum ekki tekið við kortum).

Kæru kvenfélagskonur í Iðunni
Við boðum til vorfundar, laugardaginn 13. maí nk. kl. 11:00
Staðsetning: Smámunasafn Sverris Hermannssonar.
Venjuleg vorfundarstörf og veitingar í boði 2. flokks í lok fundar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar
Nýjar konur velkomnar.
Stjórnin

Orlofsferðir húsmæðra 2017-2018
19.-21. maí verður farið með rútu til Borgarfjarðar. Gist á Hótel Bifröst. Skoðunarferðir um Borgarfjörð.
Grímseyjarferð með Ambassador 22. júní farið kl. 18:00 frá Akureyri og komið til baka um kl. 00:30. Hvala- og lundaskoðun farið yfir heimskautsbaug. Borðað í félagsheimili Grímseyjar áður en farið er til baka.
Helgarferð á Löngumýri 3.-5. nóv. Prjónanámskeið, harðangur o.fl.
Vorferð til Cardiff 26. apríl - 1. maí 2018. Flogið verður með Icelandair frá Akureyri.
Nánari upplýsingar um ferðirnar verður að finna á heimasíðu orlofsins www.orlofey.is, netfang: orlofey@gmail.com. Sími 692-9210.

Takk fyrir ljóðakvöld
Kvæðamannafélagið Gefjun kann Jóhannesi Geir og Ragnheiði á Öngulsstöðum miklar þakkir fyrir að hýsa af höfðingsskap kynningu á ljóðabók Ingibjargar Bjarnadóttur fimmtudagskvöldið 27. apríl sl.
Kærar þakkir, Hadda.

Þægir hestar óskast
Òskum eftir þægum hestum til láns og jafnvel til kaups. Aldur skiptir ekki máli. Hestaleigan Kátur hugsar ávallt vel um hestana og munu þeir vera notaðir ì stuttar ferðir og/eða reiðnámskeið fyrir börn.
Baldur og Inga Bára s: 695-7218.

Brúnn hestur týndur
Ég sakna brúns hest sem sleppt var í Sölvadal sl haust. Brúnn 9 vetra geldingur. Dökkbrúnn ekki mikið fax. Frekar styggur í hrossahóp og fer því ekki mikið fyrir. Örmerki í hestinum er 968000005366378.
Ef einhver hefur upplýsingar um brúnan hest í óskilum sem gæti verið minn, vinsamlegast látið vita í síma 8213250 eða netfang halldorlind@gmail.com.
Með fyrirfram þökk, Halldór Lind.

Húsnæði óskast
Fjölskylda óskar eftir húsnæði á Hrafnagili eða nágrenni.
Sími: 846-9903, email: candymccorn@gmail.com.

Vorverkin á Kaffi Kú
Opið alla daga frá kl. 10:00-18:00.
9. maí Frítt í fjósið 21. maí Brunchdagur!
12. maí Rokkhádegi 22. maí Hænurnar flytja í Garð
13. maí Pub quiz 23. maí Frítt í fjósið
14. maí Brunchdagur! 24. maí Sælkerakvöld
16. maí Frítt í fjósið 25. maí Fjölskyldudagur
19. maí Rokkhádegi 28. maí Brunchdagur!
20. maí Fjölskyldudagur 30. maí Frítt í fjósið
Fylgist með dagskránni á fb.me/KaffiKu og á Snapchat: Kaffiku.

Kæru sveitungar
Eftir 18. sýningar á Góðverkin kalla hafa góðgerðarfélög og hópar lokið störfum á Gjaldeyri. Sjúkrahúsið er nú fullbúið og allir sjúklingar útskrifaðir. Takk kærlega fyrir hláturinn og komuna. Hlökkum til að skemmta ykkur og okkur næsta vetur. Þá fögnum við afmæli leiklistar í Freyvangi með afmælisdagskrá.
Með kveðju úr Freyvangsleikhúsinu.

 

Getum við bætt efni síðunnar?