Auglýsingablaðið

889. TBL 30. maí 2017 kl. 11:14 - 11:14 Eldri-fundur

Skólaslit Hrafnagilsskóla
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu fimmtudaginn 1. júní kl. 20:00. Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara. Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir til að kíkja á þá.
Skólastjóri

Grunnskólakennari
Óskum eftir að ráða grunnskólakennara að Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Ráðningin er tímabundin í eitt ár. Um er að ræða 80-100% kennarastöðu á yngsta stigi og ráðið er frá 1. ágúst 2017. Hrafnagilsskóli er grunnskóli í dreifbýli u.þ.b. 12 km. fyrir innan Akureyri og eru u.þ.b. 150 nemendur í skólanum. Uppeldisstefna Hrafnagilsskóla er Jákvæður agi og áhersla er lögð á teymisvinnu.

Í starfinu felst:
Umsjón með bekk á yngsta stigi.
Leitað er eftir kennara sem:
• Hefur kennaramenntun.
• Sýnt hefur árangur í starfi.
• Lagar kennslu- og starfshætti markvisst að þörfum nemenda.
• Sýnir metnað fyrir hönd nemenda.
• Er í góðri samvinnu við foreldra og allt starfsfólk.
• Er fær og lipur í samskiptum.
• Býr yfir frumkvæði og skipulagsfærni og sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hefur reynslu/þekkingu á lestrarkennsluaðferðum.

Umsóknarfrestur er til 2. júní 2017.
Nánari upplýsingar veitir Hrund Hlöðversdóttir skólastjóri í símum 464-8100 og 699-4209 eða á netfangið hrund@krummi.is.
Heimasíða Hrafnagilsskóla er www.krummi.is

 

Ferming á hvítasunnudag

Kl. 11:00 fermast í Grundarkirkju:             Kl.13:30 í Munkaþverárkirkju fermast:
Aldís Vaka Sindradóttir, Punkti                        Katrín Björk Gunnarsdóttir, Sómatúni 17, Ak.
Arndís Erla Örvarsdóttir, Kristnesi 11               Kolbeinn Þór Finnsson, Steinahlíð 1d, Ak.
Áslaug María Stephensen, Hjallatröð 1            Viktor Logi Pálmason, Hólakoti
Barði Þór Atlason, Meltröð 2
Einar Svanberg Einarsson, Sunnutröð 1
Garðar Karl Ólafsson, Laugartröð 7
Gottskálk Leó Geirþrúðarson, Vallartröð 1
Hreiðar Hreiðarsson, Þrastalundi
Marta María Kristjánsdóttir, Heiðarlundi 6c, Ak.
Mikael Gestsson, Skák
Ragnhildur Sól Guðmundsdóttir, Spítalavegi 15, Ak.
Sindri Snær Stefánsson, Litla-Garði
Stefán Daði Karelsson, Birkigrund 49, Kóp.
Steinar Kári Orrason, Garðsá
Þórdís Anna Hreiðarsdóttir,Þrastalundi

 

Frá félagi aldraðra
Minnum á ferðina í Borgarfjörð dagana 6.-9. júní – enn eru laus sæti.
Brottför frá Félagsborg kl. 9:00. Greiðsla fyrir ferðina kr. 70.000 leggist inn á reikning 302-26-1038, kt. 251041-4079, fyrir 2. júní.
Nefndin


Vinnuskólinn
Eyjafjarðarsveit býður unglingum fæddum 2001, 2002 og 2003 vinnu við umhverfisverkefni á komandi sumri. Starfið hefst 12. júní.
Umsækjendur þurfa að skila inn umsóknum fyrir 6. júní á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar eða á netfangið esveit@esveit.is. Í umsókninni þarf að koma fram nafn, kennitala og launareikningur umsækjanda, nafn forráðamanns og sími.
Skrifstofan


Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar - Lokað vegna viðhalds!
Opnum aftur laugardaginn 3. júní kl. 10:00.
Sjáumst hress :-)
Kveðja frá starfsfólki Íþróttamiðstöðvar

 

Kvenfélagið Hjálpin
-boðar til vorfundar 6. júní kl. 20:00 í salnum á Hrísum. Hópur 2 sér um veitingar að þessu sinni. Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar. Nýjar konur ávallt velkomnar.
StjórninGirðingarvinna!
Tökum að okkur girðingarvinnu og viðhald á gömlum girðingum.
Víðir Sveinn 899-9821 og Óli Valur 864-6484.

Silva – Syðra-Laugalandi efra - Sumaropnun 2017
Bjóðum upp á morgunverð milli kl. 8:00-10:00 alla daga.
Kvöldopnun alla daga frá kl. 17:00 - 21:00
Ýmsar vörur til sölu s.s. brauð, salöt, sælgæti og drykkir.
Heimtökumatur í boði alla daga.
Tökum einnig á móti hópum á öðrum tímum þegar pantað er fyrirfram.
Gott að panta borð í síma 851-1360 eða á silva@silva.is
Kíkið á heimasíðuna eða Silva hráfæði á facebookReiðskólinn í Ysta-Gerði – Reiðnámskeið sumarið 2017
Á reiðnámskeiðunum hjá okkur í Ysta-Gerði bjóðum við upp á reiðkennslu í litlum hópum. Kennarinn er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Kennslan fer fram í gerði og úti í náttúrunni. Við lærum að undirbúa hestinn fyrir reið og gerum skemmtilegar æfingar til að bæta jafnvægi og stjórnun. Fyrir lengra komna verða gangtegundirnar betur kynntar. ATH! Einungis 5 komast að í hvern hóp!
5.-8. júní árgangur 2010 og eldri. 10.-13. júlí árgangar 2010-2013.
19.-22. júní árgangur 2010 og eldri. 17.-20. júlí árgangar 2010-2013.
Öll námskeiðin eru kl. 9:00-12:00. Verð: 22.000 kr.
*Íþrótta- og hreyfistyrksávísanir frá Eyjafjarðarsveit ganga upp í námskeiðsgjald.
Skráning: sara_arnbro@hotmail.com

Getum við bætt efni síðunnar?