Auglýsingablaðið

891. TBL 15. júní 2017 kl. 09:16 - 09:16 Eldri-fundur

Kvennahlaupið 2017
Kvennahlaupið fer fram sunnudaginn 18. júní kl. 11.00. Upphitun hefst stundvíslega kl. 10.30 fyrir framan Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Í boði verður að hlaupa 2,5 og 5 km. Hlaupið verður á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum því allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum. Skráning í hlaupið hefst í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 15. júní. Verð á bolum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri. 

Vonumst til að sem flestar konur og karlar taki daginn frá og hlaupi með okkur.
Frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.

 

Kæru kvenfélagskonur í Öldunni/Voröld!
Sumarferðin verður farin sunnudaginn 18. júní n.k. Lagt verður af stað frá Leirunesti kl. 9:00 og heimkoma áætluð um kl. 22:00. Vinsamlegast fylgist vel með á Fésbókarsíðunni okkar þar sem hægt verður að skrá sig eða hringið í Þóru í s: 898-3306/462-5211.
Sjáumst hressar 🚐
Ferðanefndin

 

Ágætu sveitungar
Í tilefni þess að við erum að opna ferðaþjónustu, Hafdals gistiheimili á Stekkjarlæk (Varðgjár landi) er ykkur boðið á opið hús sunnud. 18. júní frá kl. 15:00 – 18:00.
Daiva og Þórarinn

 

Bændadagar í Eyjafjarðará sumarið 2017, þar sem landeigendur og fjölskyldur þeirra hafa heimild til að veiða fyrir sínu landi eru; 11/7, 8/8 og 12/9.
Veiðireglur eru:
Sleppa verður ÖLLUM veiddum bleikjum á veiðisvæðum 3, 4 og 5.
Heimilt er að hirða 1 bleikju undir 50 cm. á vakt á svæðum 0, 1 og 2.
Heimilt að hirða 2 urriða/sjóbirtinga á stöng á vakt á öllum svæðum.

 

Umsjónarmaður eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða umsjónarmann Eignasjóðs Eyjafjarðarsveitar. Starfið felst í almennri umsjón fasteigna sveitarfélagsins og umhverfis, eftirliti með ástandi eigna og gerð fjárhagsáætlana.

Umsjónarmaður eignasjóðs sinnir viðhaldsáætlanagerð, auk annarra verkefna, svo sem viðhaldi gatna, lagna og fleira sem til fellur og heyri undir verkefni eignasjóðs. Umsjónarmaður eignasjóðs sinnir einnig minniháttar framkvæmdum og viðhaldi á vegum sveitarfélagsins. Umsjónarmaður leitar eftir tilboðum og semur við verktaka um stærri verk og hefur eftirlit með framkvæmd verkefna. Umsjónarmaður starfar með öðrum starfmönnum eignasjóðs og hefur samskipti við notendur fasteigna og forstöðumenn þeirra. Umsjónarmaður situr fundi framkvæmdaráðs. Næsti yfirmaður umsjónarmanns er sveitarstjóri. Skilyrði er að viðkomandi hafi bílpróf og geti unnið utan venjulegs dagvinnutíma í tilfallandi tilvikum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Umsækjandi skal vera húsasmiður eða með aðra menntun á sviði bygginga sem nýtist í starfi. Viðkomandi þarf að vera sjálfstæður í starfi, heilsuhraustur, duglegur, skapgóður og tilbúinn að takast á við margvísleg verkefni. Við mat á umsóknum verður auk þess horft til reynslu umsækjanda af áætlanagerð og verkumsjón. Gert er ráð fyrir að umsækjandi búi yfir tölvu- og snjallsímakunnáttu.

Um laun fer samkvæmt kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknir um starfið, ásamt ferilskrá og tilvísun til tveggja meðmælenda skal senda á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri, eða á netfang skrifstofustjóra, stefan@esveit.is merkt „Eignasjóður 1706013“ í efnislínu (e. subject).

Umsóknir skulu hafa borist á skrifstofu eða í tölvupósti eigi síðar en 28. júní 2017.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Stefán Árnason, skrifstofustjóri í síma 463-0600.

Getum við bætt efni síðunnar?