Auglýsingablaðið

898. TBL 02. ágúst 2017 kl. 10:10 - 10:10 Eldri-fundur

Framhaldsskólaakstur – endurbirting frá 29. júní s.l.
Á 498. fundi sveitarstjórnar var framhaldsskólaakstur næsta vetur tekinn til umfjöllunar og var eftirfarandi bókað:
„Skrifstofan hefur auglýst eftir þeim sem hyggjast nýta sér akstur í framhaldsskóla næsta vetur. Vegna þess hve þátttakan er lítil þá sér sveitarfélagið sér ekki fært að bjóða upp á þennan akstur næsta skólaár.“
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Frá Félagi aldraðra
Haustferð félagsins verður farin miðvikudaginn 30. ágúst n.k. Fyrirhugað er að fara í Laugafell. Félagar taki með sér nesti, sameiginlegur kvöldverður í lok dags. Kostnaður er áætlaður kr. 12.000. Farið verður frá Félagsborg kl. 9:00.
Nánar auglýst síðar.
Nefndin


Bændadagur í Eyjafjarðará fyrir ágúst 2017
Þar sem landeigendur og fjölskyldur þeirra hafa heimild til að veiða fyrir sínu landi er 8. ágúst.
Veiðireglur eru:
Sleppa verður ÖLLUM veiddum bleikjum á veiðisvæðum 3, 4 og 5
Heimilt er að hirða 1 bleikju undir 50 cm. á vakt á svæðum 0, 1 og 2.
Heimilt að hirða 2 urriða/sjóbirtinga á stöng á vakt á öllum svæðum.


Sýningin UR BJÖRK
Sunnudaginn 30. júlí opnaði sænska farandsýningin UR BJÖRK,
eða úr birki, í Hrafnagilsskóla. Að sýningunni standa 22 handverksmenn og -konur sem skiptu á milli sín heilu birkitré og fengu það hlutverk að nýta allt efnið með frjálsum huga og höndum. Það tók hópinn 6 mánuði að vinna alla þessa 400 muni og það skal tekið fram að allt var nýtt af þessu tiltekna tré sem var 30 cm í þvermál og 25 m hátt. Sænski heimilisiðnaðarráðunauturinn Knut Östgård er einn af aðstandendum sýningarinnar en Knut er sérstakur gestur á Handverkshátíðinni í ár.

Sýningin er fengin hingað í tengslum við Handverkshátíðina og verður opin frá 30. júlí til 13. ágúst kl. 12:00-18:00. Miðaverð er 500 kr. fyrir fullorðna eða armband sem gildir á Handverkshátíðina, 1.000 kr.

UR BJÖRK er virkilega falleg og stórbrotin sýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.


Húsnæði óskast
Einstæð móðir með 12 ára dreng og gamlan, rólegan hund, leitar að húsnæði. Endilega hafið samband í síma 867-4351, Inga.

 

Veitingasala Umf. Samherja og Dalbjargar á Handverkshátíð
Nú er tæp vika í Handverkshátíð og skráningar á vaktir í fullum gangi.
Inn á heimasíðu ungmennafélagsins, www.samherjar.is, er hægt að smella á hnapp sem opnar skráningarsíðuna fyrir vaktirnar.

Einnig er hægt að hafa samband við Óskar í síma 8692363 eða á oskar@melgerdi.is

Kökubakstur:
Skúffukökur og gulrótarkökur eru vel þegnar frá heimilum í sveitinni. Afhending í skólaeldhús eftir kl. 16:00, miðvikudaginn 9. ágúst.

Eldhús:
Þrískiptar vaktir alla dagana (fim-sun).
Æskilegt 5 á hverja vakt.
09:00 – 13:00
12:00 – 16:00
15:00 – 20:00
Veitingasala:
Tvískiptar vaktir alla dagana (fim-sun).
Æskilegt 13 á hverja vakt.
10:30 – 15:00
15:00 – 19:30

Krakkar sem eru að byrja í 8. bekk eru gjaldgengir í veitingasölu.

Krakkar:
Krakkarnir sjá um að vakta innganga og ferja brauð milli eldhúss og veitingasölu.
Vaktaskipti á heila tímanum, róterað á milli vaktstöðva sem eru 6 talsins
11:00 – 19:00.

Æskilegt er að sem flestir krakkar taki þátt en ekki þarf að vera allan daginn.
Við minnum á að þetta er mikilvægasta fjáröflun félaganna og forsenda þess að hægt sé að halda uppi jafn öflugu starfi og raunin er í dag. Æfingagjöld ungmennafélagsins eru einnig afar lág vegna þess hversu vel hefur tekist til með þessa fjáröflun.

Sjáumst á Handverkshátíð 2017
Stjórn Umf. Samherja

 

Getum við bætt efni síðunnar?