Auglýsingablaðið

905. TBL 20. september 2017 kl. 11:04 - 11:04 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
502. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 28. september og hefst hann kl. 15:00. 
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.


Lausaganga búfjár – umferðaröryggi – girðingarmál
Til þeirra sem málið varðar:
Ábyrgðarmenn búfjár eiga nú að hafa tryggar vörslur á fé sínu. Ef fólk kýs að búa með fé, er heppilegt gera ráðstafanir til að búfénaður fari ekki á akveginn. Hætta samfara lausagöngu búfjár á vegum nú í ljósaskiptunum er raunveruleg. Stefnum að því að fyrirbyggja slys. Veldur hver á heldur.
Sveitarstjóri

 

Hreyfistyrkir
Á 181. fundi íþrótta- og tómstundanefndar þann 5. september sl. var samþykkt að breyta fyrirkomulagi íþrótta- og hreyfistyrks þannig að framvegis verði heimilt að framvísa ávísunum einnig hjá Umf. Samherjum og Hestamannafélaginu Funa. Fyrirkomulagið tekur gildi strax.
Bókunina má lesa í heild á heimasíðu Eyjafjaðarsveitar.

 

Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Ágætu sveitungar 60 ára og eldri. Nú skellum við okkur í vetrarstarfið, hægt og rólega, þannig að næsta þriðjudag 26. september kl. 13:00 er fyrsti fundur haustsins í Félagsborg. Þá leggjum við línurnar fyrir veturinn, en hefðbundið vetrarstarf hefst svo þriðjudaginn 3. október kl 13:00-17:00. Nú er bara að drífa sig í Félagsborg næsta þriðjudag og kynna sér starfsemina. Sjáumst sem flest og tökum þátt í gefandi starfi með skemmtilegu fólki.
Stjórnin

Stofnfundur Hollvina Hælisins verður haldinn fimmtudaginn 21. september kl. 20:00 í Verk-Smiðjunni Glerárgötu 34. Tilgangur samtakanna er að styðja og styrkja uppbyggingu HÆLISINS, seturs um sögu berklanna á Kristnesi. Allir hjartanlega velkomnir. Léttar veitingar í boði.

 

Húsnæði óskast
Því miður þarf ég að fara úr íbúð á Kristnesi í janúar 2018. Þess vegna er ég að leita að annarri íbúð til langtíma leigu. Þar sem ég vinn á Akureyri er ég að leita að íbúð annað hvort á Akureyri eða í nágrenninu. Mér hefur liðið mjög vel hér í sveitinni.
Ég er 42 ára, einstæð og vinn sem verkefnisstjóri á Markaðsstofu Norðurlands.
Ég væri afar þakklát ef þú gætir hjálpað mér að finna nýjan samastað!
Christiane: 857-6018 eða christiane.stadler@gmx.de

 

Húsnæði til leigu
Til leigu er íbúðarhúsið að Lækjarbrekku, Eyjafjarðarsveit.
Íbúðarhúsið er tæplega 150 m2 á einni hæð. 6 herbergja, þar af 4 svefnherbergi.
Íbúðin er laus. Frekari upplýsingar hjá Óttar í síma 865-4540 eða á netfanginu benellinova@hotmail.com

Getum við bætt efni síðunnar?