Auglýsingablaðið

913. TBL 15. nóvember 2017 kl. 11:39 - 11:39 Eldri-fundur

Kæru sveitungar
Fimmtudaginn 16. nóvember verður Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Hátíðin hefst kl. 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Nemendur flytja atriði í tali og tónum sem tengjast þema dagsins sem að þessu sinni er rapp, rímur og ljóð. Tónlistaratriði verður frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar og nemendur 7. bekkjar minnast Steins Steinarrs og flytja brot af kveðskap hans.

Nemendur í 10. bekk standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá. Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis
1.-10. bekkur 700 kr.
Þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.400 kr.

Einnig munu nemendur 10. bekkjar selja fallegar gjafapakkningar sem innihalda;
• matarsalt með grenibarri
• baðsalt með grenibarri
• umhverfisvæna bambus-tannbursta fyrir börn og fullorðna
• kaffi og sælgæti

Ágóðinn rennur í ferðasjóð bekkjarins.

Athugið að enginn posi er á staðnum.
Allir hjartanlega velkomnir.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla.

 


Félag aldraðra auglýsir
Jólahlaðborð á Lamb Inn sunnudagskvöldið 26. nóvember kl. 19:30.
Eigum notalega kvöldstund saman og munum eftir litlu jólapökkunum.
Nánari upplýsingar og pantanir (fyrir 22. nóvember) hjá:
Þuríði 463-1155 / 867-4464 eða Völu 463-1215 / 864-0049.

 


Vantar leikskrár
Í tilefni afmælis Freyvangs og leikstarfsemi í húsinu hef ég safnað saman leikskrám til viðbótar þeim sem ég á. Nú vantar aðeins 3 leikskrár til að hægt sé að setja á Héraðsskjalasafnið skrár yfir allar uppfærslur í Freyvangi frá vígslu hússins.

Þær sem vantar eru:

Memento Mori, sýnt haustið 2009
Bannað Börnum, sýnt haustið 2010
NÝVIRKI, sýnt haustið 2011

Ef einhver á þessar skrár eða einhverja þeirra og er tilbúinn að láta þær af hendi er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að hafa samband.
Með bestu kveðjum,
Emilía á Syðra-Hóli, s: 899-4935 eða sholl@simnet.is.

 


Freyvangur - afmælishátíð í nóvember
Hvað er klassískara en klæðskiptingur á Saumastofu? Kannski Prímadonna í dulargervi? Glaumur og gleði mun ríkja áfram í Freyvangi, sýningar í nóvember. Miðapantanir/upplýsingar í síma 857-5598/ freyvangur@gmail.com og á freyvangur.is.
Sjáumst – Freyvangsleikhúsið.

 

Snyrtistofan Sveitasæla - er á Lamb inn, Öngulsstöðum
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali.
Tilvalin gjöf við öll tækifæri.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 


Neglur í sveitinni 😊
Hæhæ. Ég útskrifaðist sem naglafræðingur í maí og er með aðstöðu heima hjá mér á Möðruvöllum. Geri aðallega gelneglur, er með allskonar liti og skraut líka og verður núna sérstakt jólatilboð 5.000 kr. til 1. janúar. Hægt er að panta tíma í síma 866-2051 og einnig hægt að finna mig á facebook.
Kveðja Helga Rut. 😊

 


Volare – fjölbreytt úrval af húð-, hár- og snyrtivörum
Gestgjafar í nóvember og desember fá veglegan aukaglaðning og góð tilboð eru í gangi á kynningum. 😊 Hafðu samband og fáðu tíma 😊
Einnig er hægt að panta vörur utan kynninga.
Bókanir og pantanir í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.

 


Nennirðu ekki að þrífa hnakkinn þinn og bera á hann?
Heppnin er með þér því næstu helgi ætlum við unglingarnir í Funa að bjóðast til að sækja skítug reiðtygi og skila þeim hreinum og fínum til eigenda sinna aftur gegn vægu gjaldi. Peningurinn mun svo nýtast okkur í fræðsluferð sem við hyggjumst fara næstu mánaðamót en við ætlum að leggja land undir fót og heimsækja Svíþjóð.
Verð fyrir 1 sóttan hnakk ásamt beisli og nasamúl er 5.000 kr.
Biðji sami aðili okkur fyrir öðrum hnakki er rukkað 4.000 kr fyrir hann (nasamúll og beisli innifalið).
Fyrir fleiri hnakka umfram það er rukkað 3.000 kr. á hnakk (nasamúll og beisli innifalið).
Fyrir stök beisli eða nasamúla er rukkað 500 kr/stk.
Heyrið í Önnu Sonju í síma 846-1087/463-1262 fyrir helgina ef þið viljið nýta ykkur þjónustuna og styrkja okkur í leiðinni :)
Með von um góðar viðtökur!
Unglingarnir í Funa.

 


Jóla Mat-leikar á Lamb Inn 1. des.
Við verðum á jólalegum nótum á Mat-leikum 1. desember. Þórhildur Örvarsdóttir gaf út jóladiskinn Hátíð fyrir síðustu jól og fékk hann frábærar viðtökur. Auk þess að velja með okkur matseðilinn ætlar Hilda ásamt Eyþóri Inga undirleikara sínum að flytja lög af disknum ásamt fleiri hugljúfum jólatónum. Þarna verður jólastemmningin eins og hún gerist best. Miðaverð kr. 4.900.- Miðapantanir í síma 463 1500 eða í gegn um viðburðadagatal okkar á www.lambinn.is.
Jólin byrja á Lamb Inn 1. desember.

Getum við bætt efni síðunnar?