Auglýsingablaðið

920. TBL 05. janúar 2018 kl. 13:19 - 13:19 Eldri-fundur

Íþrótta- og tómstundastyrkur barna 2018
Reglum um íþrótta- og hreyfistyrk var breytt á 183. fundi íþrótta- og tómstundanefndar þannig að styrkurinn heitir nú íþrótta- og tómstundastyrkur og tekur því einnig til tómstunda barna á aldrinum 6-17 ára. Breytingin tekur gildi frá 1.1.2018. Jafnframt var styrkurinn fyrir árið 2018 hækkaður í 15.000 kr.  Ákveðið hefur verið að falla frá fyrirkomulagi með íþróttaávísanir.

Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda á skrifstofu:
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
2. Staðfestingu á greiðslu.
3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.Kæru eldri borgarar Eyjafjarðarsveitar
Í tilefni af heilsueflandi samfélagi vill Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar bjóða ykkur að nýta íþróttasalinn ykkur til heilsueflingar - að kostnaðarlausu.

Salurinn er laus á eftirfarandi tímum:

  mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur laugardagur sunnudagur
kl. 07:-09:45 07:00-08:00 07:00-08:00 07:00-08:00 07:00-08:00 Best að hringja og  athuga með tíma.
kl. 12:00-15:00   10:00-11:15 12:00-16:30   Velkomin ef laust er í salnum.
kl.     16:00-17:00   16:00-17:00    

*Birt með fyrirvara um breytingar

Verið velkomin í hlýjuna þar sem þið getið gengið, styrkt ykkur og jafnvel kíkt í sund að því loknu.
Hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar.Frá félagi aldraðra í Eyjafirði
Ágætu félagar. Nú byrjum við nýja árið af fullum krafti. Fyrsta samvera ársins, í Félagsborg, verður þriðjudaginn 9. janúar 2018, kl. 13:00. Sjáumst heil og hress.
Þessi starfsemi er fyrir 60 ára og eldri og við hvetjum alla, á þessum aldri, að koma og kynna sér hvað við erum að gera.
StjórninBóndadagsgleði 2018
Minnum á hina árlegu Bóndadagsgleði sem er á dagskrá í sjötta sinn þann
19. janúar næstkomandi. Að venju fer skemmtunin fram í félagsheimili okkar Funaborg og opnar húsið kl. 20:00.
Stundvíslega kl. 20:30 verður fögnuðurinn settur með borðhaldi og skemmtiatriðum.
Miðaverði er stillt í hóf, 7.000 kr. og innifalið er allur matur sem þú getur í þig látið.
Hljómsveit leikur fyrir dansi og drykk.
Miðar verða seldir og afhentir milli mjalta í Gullbrekku miðvikudaginn 17. janúar.
Aldurstakmark er 16 ára á árinu og tekið er við miðapöntunum og fyrirspurnum hverslags hjá: Þórólfi í síma 848-4672 eða skilaboðum á facebook, Reyni í síma 866-0921 og Lilju í síma 867-8104. Takmarkað húsrými og miðafjöldi eftir því.
- Allir velkomnir – Alltaf uppselt - tryggið ykkur miða í tíma.
Skemmtinefndin sjálfumglaða.

 


Reiðskólinn í Ysta-Gerði hefur opnað fyrir skráningu vorönn 2018
Vorönnin 2018 er 10 skipti frá 9. janúar – 21. mars (frí sprengidag og öskudag).
Kennt er í reiðskemmunni í Ysta-Gerði, Eyjafjarðarsveit. Kennari er Sara Arnbro, menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.
Kennt verður á þriðjudögum og miðvikudögum. 8 mismunandi tímasetningar verða í boði. Árgangur 2014 og eldri. Verð á vorönn: 35.000 kr. Skipt í þrjár greiðslur. Innifalið er hestar, reiðtygi, öryggisvesti, hjálmar og kennsla.
Foreldrar eru velkomnir inn á kaffistofu á meðan, ávallt heitt á könnunni.

Þriðjudögum          eða      miðvikudögum:
1: kl. 17:00 börn               5: kl. 17:00 börn
2: kl. 17:45 börn               6: kl. 17:45 börn
3: kl. 18:30 unglingar        7: kl. 18:30 unglingar
4: kl. 19:15 fullorðnir         8: kl. 19:15 fullorðnir

Skráningin er bindandi. Sími: 845-2298, netfang: sara_arnbro@hotmail.com
Tökum líka minni hópa í 1 eða 2 klukkutíma reiðtúra!ZUMBA - DANSGLEÐI - ZUMBA
Vilt þú bætast í hópinn fram á vor????
Nú er tækifærið ef þú sást eftir því að hafa ekki skráð þig í haust í zumba því við ætlum að bjóða ykkur að bætast í hópinn í fyrsta tíma á nýju ári.
Við byrjum hress mánudagskvöldið 8. janúar kl. 21:00 – 22:00 og höldum út stuðinu á mánudagskvöldum fram til 30. apríl (16 tímar).
Kostnaður er 13.000 kr.
Kennarar eru eins og fyrr Arna Benný Harðardóttir zumbakennari og Brynja Unnarsdóttir dans fitness kennari.
Skráning og frekari upplýsingar eru hjá Söru Maríu í netfangið: saraogtorir@gmail.com.
Ekki vera feimin að bætast í hópinn, því þetta er svo ótrúlega gaman 🙂

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?