Auglýsingablaðið

922. TBL 17. janúar 2018 kl. 11:30 - 11:30 Eldri-fundur

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í heimaþjónustu
Heimaþjónusta er margvísleg aðstoð við heimili, fjölskyldur og einstaklinga og felur m.a. í sér aðstoð við þrif og önnur heimilisstörf, félagslegan stuðning og aðstoð við eigin umsjá. Markmið heimaþjónustu er að efla notandann til sjálfsbjargar og sjálfræðis og gera honum kleift að búa sem lengst á eigin heimili við sem eðlilegastar aðstæður.
Leitað er eftir einstaklingi sem hefur góða þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum, er stundvís og heiðarlegur. Bílpróf er skilyrði og viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða.
Til greina kemur að ráða í allt að 60% stöðugildi. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Gott ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Laun eru skv. gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar 2018.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.


Fræðslukvöld um kvíða barna og unglinga
Fræðslukvöldið verður haldið í Hrafnagilsskóla fimmtudaginn þann 18. janúar 2018 og stendur frá kl. 20:00 til 22:00.
Foreldrafélag Hrafnagilsskóla og foreldrafélag Krummakots standa fyrir fræðslukvöldi þar sem Elísa Guðnadóttir sálfræðingur á Sálstofunni (www.salstofan.is) mun fjalla um eðli og birtingarmynd kvíða hjá börnum og helstu viðhaldandi þætti. Kynntar verða hagnýtar og einfaldar leiðir sem foreldrar og aðstandendur geta nýtt sér til að fyrirbyggja kvíða og kvíðahegðun, draga úr kvíðahegðun og ýta undir hugrekkishegðun, þátttöku og sjálfstæði. Fræðslan getur nýst öllum foreldrum og forráðamönnum, hvort sem þeir eiga barn sem glímir við núverandi kvíðavanda eða ekki. Allir velkomnir.


Þorrablót Eyjafjarðarsveitar
27. janúar 2018
Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla. Húsið verður opnað kl. 19:30 og hefst borðhald stundvíslega kl. 20:30.
Að óbreyttum sið mæta gestir með trogin sín full af vel og illa lyktandi kræsingum! Glös verða á staðnum en gestir þurfa að hafa með sér annan borðbúnað.
Kaffi verður í boði eftir borðhald.
Vandræðaskáldin sjá um veislustjórn og Móðurskipið leikur fyrir dansi.
Miðapantanir verða dagana 18. - 19. janúar frá kl. 20:00-22:00 hjá Katrínu í síma 666-2412, Jóhanni í síma 840-4837 og Svanhildi í síma 463-1560/864-3085.
Hægt verður að nálgast miðana og greiða dagana 22.-23. janúar frá kl. 20:00-22:00 í anddyri íþróttahúss Hrafnagilsskóla.
Miðaverð er kr. 5.000,- ATH! enginn posi.
Ósóttir miðar verða seldir öðrum.
Aldurstakmark: Árgangur 2001.
Hlökkum til að sjá ykkur! Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar 2018.


Tónleikar Karlakórs Eyjafjarðar í Hamraborg, Hofi 21. apríl 2018
Karlakór Eyjafjarðar ætlar að taka fyrir lög sem vinsæl voru í flutningi hljómsveita Ingimars og Finns Eydals í Sjallanum á Akureyri. Klæða á lögin nýjum búningi og útsetja þau að nýju fyrir karlakór, ýmist með eða án hljómsveitar. Heiðursgestir tónleikanna verða þau Helena Eyjólfsdóttir (ekkja Finns) landsþekkt söngkona í hljómsveitum Ingimars og Finns Eydals og Grímur Sigurðsson sem var lengi í hljómsveit Ingimars Eydals. Við bjóðum síðan ungum listamönnum þeim Hauki Gröndal klarinett- og saxafónleikara og Söru Blandon söngkonu að bætast í hópinn og setja sitt mark á flutninginn.
Eftir tónleikana ætlum við að slá upp dansleik í Hömrum og endurvekja gömlu Sjallastemminguna, þar munu að mestu leiti sömu tónlistarmenn halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Eins og hér að ofan greinir er von á skemmtilegum tónleikum. Hægt er að tryggja sér miða í forsölu fyrir 22. janúar með því að hafa samband í netfangið sverting@simnet.is.
Miðaverð á tónleika………..………...kr. 6.900
Miðaverð á dansleik…………………..kr. 2.900
Miðaverða tónleika og dansleik …kr. 9.000

Árshátíð unglingastigs
Árshátíð unglingastigs verður haldin í Laugarborg föstudaginn 19. janúar n.k. Hún hefst kl. 20:00 og stendur til kl. 23:30. Ekið er heim að balli loknu.
Nemendur í 8., 9. og 10. bekk sýna stytta útgáfu af Gauragangi og kennarar á unglingastigi leikstýra. Auk þess að leika, syngja, spila og dansa á sýningunni sjá nemendur um búninga, förðun, leikmynd, leikskrá og alla tæknivinnu.
Verð aðgöngumiða er 700 kr. fyrir nemendur á grunnskólaaldri og 1.400 kr. fyrir þá sem eldri eru. Veitingar á hlaðborði eru innifaldar í miðaverðinu. Athugið að ekki er posi á staðnum.
Allir eru hjartanlega velkomnir. Nemendur á unglingastigi.

Snyrtistofan Sveitasæla
Verið tímanlega að panta snyrtingu fyrir blótið.
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rótvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 Milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun svo hafa samband við fyrsta tækifæri. Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Reiðnámskeið og gisting fyrir börn

Reiðnámskeið verða haldin á Melgerðismelum og gist á Guesthouse Uppsalir.
Námskeiðin henta bæði byrjendum og lengra komnum (8 ára og eldri).
Farið verður í: Umhirðu og þarfir hestsins, reiðtygi, kennsla og leikir í reiðhöllinni, útreiðatúr, Trec æfingar og leikfimi á hesti (Voltigieren).
Öryggisvesti, hjálmar, reiðtygi og hross verða á staðnum.
Allur matur og gisting innifalið. Á laugardagskvöldið er pizzaveisla.
Mæting: laugardag kl. 10:00 á Melgerðismela
Sótt: sunnudag kl. 15:00 á Melgerðismela
Námskeiðshelgar:
Janúar 20.-21. Verð: 18.000 á barn
Febrúar 10.-11. Verð: 18.000 á barn
Upplýsingar í síma 894-6076 eða email : guesthouse-uppsalir@simnet.is

Getum við bætt efni síðunnar?