Auglýsingablaðið

936. TBL 25. apríl 2018 kl. 14:00 - 14:00 Eldri-fundur

Sveitarstjórnarfundur
515. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 3. maí og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 

Auglýsingablaðið næstu tvær vikur
Næstu tvö auglýsingablöð verða miðvikudaginn 2. maí og þriðjudaginn 8. maí.
Auglýsingar þurfa því að berast fyrir kl. 10:00 sem hér segir:
Mánudaginn 30. apríl fyrir blaðið sem dreift verður 2. maí.
Mánudaginn 7. maí fyrir blaðið sem dreift verður 8. maí.
Vinsamlega sendið auglýsingar á esveit@esveit.is.
Skrifstofan

 

Sveitarstjórnarkosningar í Eyjafjarðarsveit 2018 - móttaka framboðslista
Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur við framboðslistum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga á skrifstofu sveitarfélagsins að Skólatröð 9 efri hæð laugardaginn 5. maí 2018 milli kl. 10:00 og 12:00. Um fjölda frambjóðenda, meðmælenda og önnur formsatriði við framlagningu lista vísast til laga um kosningu sveitarstjórna, sjá kosning.is Ef enginn fullgildur framboðslisti berst verður kosning óbundin. Ef aðeins einn fullgildur framboðslisti berst er framboðsfrestur framlengdur um tvo sólarhringa. Komi ekki fram nýr framboðslisti innan þess tíma verður framkominn framboðslisti sjálfkjörinn.
Kjörstjórn Eyjafjarðarsveitar: Emilía Baldursdóttir, Níels Helgason, Ólafur Vagnsson.

 

Ullarsöfnun
Tekið verður á móti ull í Eyjafjarðarsveit laugardaginn 28. apríl n.k. frá kl. 10:00-12:00 á Melgerðismelum og á Svertingsstöðum frá kl. 13:00-14:30.
Ullin þarf að vera merkt, vigtuð og skráð áður en komið er með hana á staðinn. Athugið að þetta er síðasta ferð í ullarsöfnun.
Upplýsingar veita Rúnar Jóhannsson s. 847-6616 / Birgir í Gullbrekku s. 845-0029.

 

Aðalfundur fjárræktarfélaganna
Aðalfundur fjárræktarfélaganna verður haldinn í Félagsborg þann 25. apríl kl. 20:00. Eyþór Einarsson ráðunautur hjá RML kemur og fer yfir skýrsluhaldið.
Félagar úr Hrafnagilsfélaginu eru velkomnir á fundinn.
Fjárræktarfélagið Freyr og Fjárræktarfélag Öngulsstaðahrepps.

 

Helgi og hljóðfæraleikararnir í Freyvangi
Það er löngu orðið tímabært að Helgi og hljóðfæraleikararnir haldi tónleika í sinni heimasveit, enda alkunna að þessi hljómsveit er langbest á heimavelli. Þess vegna var ákveðið á síðasta miðstjórnarfundi hljómsveitarinnar að halda tónleika í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit laugardagskvöldið 28. apríl, kl. 21:00. Þar var einnig samþykkt samhljóða að fá einhverja til að hita upp (eins og til dæmis hugarró) og að fá öfluga reykvél að láni. Þá var naumlega felld tillaga um að fá Óttar Guðmundsson geðlækni til að halda erindi um það af hverju Andrés önd væri aldrei í buxunum. Þá var samþykkt með tæpum meirihluta að hafa gjörning á dagskránni.
Miðar seldir við inngang verð 2500 kall. Húsið opnar kl. 20:00.

 

 Vortónleikar Sálubótar 2018
Þorgeirskirkju laugardaginn 28. apríl kl. 17:00.
Laugarborg mánudaginn 30. apríl kl. 20:30.
Stjórnandi: Jaan Alavere
Einsöngur: Jan Alavere
Undirleikur: Jaan Alavere, Pétur Ingólfsson og Þórgnýr Valþórsson.
Miðaverð 2.500 kr. frítt fyrir 14 ára og yngri.

 


Snyrtistofan Sveitasæla
– er á Lamb Inn, Öngulsstöðum 3 😊
Verið tímanlega að panta snyrtingu fyrir ferminguna.
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rótvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali.
Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og danskennari.

 

Búnaðarfélag Eyjafjarðarsveitar
Hér er tækjalisti Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar með staðsetningu og gjaldi.

Tæki á Ytri-Tjörnum. Benjamín s: 463-1191 eða 899-3585:
NC tankur 16.000
8 tn tankur 12.000
Vendiplógur 3 sk 16.000
Plógur 4skeri 10.000
Plógur 2skeri 5.000
Akurvalti 14.000
Vatnsvalti 6.000
Kílplógur 10.000
Malarvagn 20.000
Steypuhræra 2.000

Tæki á Torfum. Þórir s: 862-6832:
Haugsuga 16.000
6 tn tankur 10.000
Vendiplógur 4 skeri 20.000
Plógur 4 skeri 10.000
Akurvalti 14.000
Flagjafni 8.000
Fjaðraherfi 16.000
Vinnupallar 5.000
Snittklúbbur 2.000

Viljum svo ítreka að tækjunum sé skilað hreinum og smurðum að notkun lokinni og að umsjónarmönnum sé gerð grein fyrir hver notkunin var.

Getum við bætt efni síðunnar?