Auglýsingablaðið

941. TBL 30. maí 2018 kl. 14:29 - 14:29 Eldri-fundur

Sleppingar
Samkvæmt 7. gr. samþykktar um búfjárhald nr. 581/2013 hefst beitartímabil á sameiginlegt beitarland 10. júní ár hvert en lýkur um göngur á haustin vegna beitar sauðfjár, hefst 20. júní ár hvert en lýkur 1. október sama ár vegna beitar nautgripa, og hefst 20. júní ár hvert og lýkur 10. janúar á næsta ári vegna beitar hrossa. Ekki er tilefni til að víkja frá þessum ákvæðum.
Áhersla er lögð á að fjallsgirðingar skulu fjár- og gripheldar fyrir 10. júní og séu það til 10. janúar ár hvert sbr. 5.gr. samþykktar 581/2013.
Mælst er til þess að fullorðnum hrútum sé ekki sleppt á afrétt.Ungmennafélagið Samherjar - fótbolti í sumar
Æfingar í fótbolta hefjast mánudaginn 4. júní. Æfingar verða á mánudögum og miðvikudögum, 10 ára og yngri kl. 15:00-16:00 og 11 ára og eldri kl. 16:00-17:00. Þjálfari verður Orri Sigurjónsson. Skráningar á staðnum.Skólaslit Hrafnagilsskóla
Skólaslit Hrafnagilsskóla fara fram í íþróttahúsinu þriðjudagskvöldið 5. júní kl. 20:00. Fólk er beðið að huga að því hvort skólabækur eða bókasafnsbækur hafi gleymst heima og koma þeim til skila. Einnig eru þeir sem eiga eftir og ætla að skila UNICEF-áheitum hvattir til að skila þeim til ritara.
Óskilamunir verða til sýnis og eru allir hvattir til að kíkja á þá.
SkólastjóriKæru sveitungar
Sjómannadagurinn verður haldin hátíðlegur á Smámunasafni Sverris Hermannssonar.
Kvenfélagið Hjálpin verður með glæsilegt kaffihlaðborð, kr. 2.000.- fyrir manninn, á kaffistofu safnsins milli kl. 14:00 og 17:00.
Á sama tíma verður einnig boðið uppá leiðsögn um Saurbæjarkirkju.
Verið hjartanlega velkomin, stúlkurnar á Smámunasafninu.

 

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar Hrafnagilsskóla – sumarlokun!
Fimmtudaginn 31. maí er opið í síðasta sinn á þessu vori. Ennþá er smá tækifæri til að ná sér í spennandi glæpasögu, góða ævisögu, bók um garðrækt eða hvað sem hugurinn girnist. Bækur sem teknar eru að láni núna geta hæglega verið í láni þar til við opnum aftur í byrjun september.

 

Fjölskylda Gunnars Egilson, sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri og var jarðsunginn þann 23. maí sl., vill þakka auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa.
Kærleikskveðja
Auður Birna Egilson og fjölskylda

 

Kvennahlaup ÍSÍ 2018
Kvennahlaupið fer fram laugardaginn 2. júní kl. 11.00.
Upphitun hefst stundvíslega kl. 10.30 fyrir framan Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar. Í boði verður að hlaupa 2,5 og 5 km.
Hlaupið verður á yfir 100 stöðum hérlendis og erlendis. Hreyfing er lykillinn að góðri heilsu og nærir líkama og sál. Við hvetjum því allar konur til að mæta í Kvennahlaupið og njóta þess að hreyfa sig, hver á sínum hraða og forsendum.
Skráning í hlaupið hefst í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar fimmtudaginn 31. maí. Verð á bolum er 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri og 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri.
Vonumst til að sem flestar konur og karlar taki daginn frá og hlaupi með okkur.
Frítt í sund fyrir þátttakendur að hlaupi loknu.


Eru fótsnyrtingar bara fyrir konur ?
Nei, fótsnyrtingar eru líka fyrir karlmenn þó þeir séu oft tregari að mæta vegna fordóma um að þetta sé eitthvað pjatt. Í fótsnyrtingu er sigg fjarlægt, neglur klipptar og pússaðar niður með sérstökum fótabor. Ef þú átt erfitt með að beygja þig og snyrta á þér fæturnar eða ert með þykkar neglur sem erfitt er að klippa, þá er ég með réttu klippurnar og tilbúin að gera verkið fyrir þig. í lok fótsnyrtingar fær kúnninn dásamlegt fótanudd með hágæða fótakremi sem mýkir húðina og gefur henni næringu. Ég hvet alla þá sem ekki hafa farið í fótsnyrtingu að prufa að koma og ég þori að lofa vellíðan á líkama og sál á eftir. 10% afsláttur af fótsnyrtingum í júní 😄 
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni.

 Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rótvarnarefnis).

Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali.
Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.

Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.

Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennariOpnum veitingastaðinn frá og með næsta föstudegi.
Opnum kl. 18:30 alla daga í sumar. Sími 463-1500.
Verið hjartanlega velkomin í sveitina.

 

Til leigu í sumarsláttinn
Höfum öflugan Kubota sláttutraktor, 4x4 og með veltigrind, til leigu í sumarsláttinn.
Hafið samband við Jóhannes Geir í síma 892-8827.Volare – vörur fyrir húð og hár!
Í sumar verður engin vara mánaðarins, en gestgjafi hefur alltaf möguleika á frábærum gjöfum og geggjuðum afslætti fyrir sig og sína gesti 😉
Bókaðu kynningu og eigðu skemmtilega kvöldstund 😄
Nánari upplýsingar og/eða pantanir í síma 866-2796 eða í skilaboðum á facebook; Hrönn Volare.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?