Auglýsingablaðið

953. TBL 24. ágúst 2018 kl. 09:19 - 09:19 Eldri-fundur

Göngur og réttardagar 2018

Gangnadagar
1. göngur í Öngulsstaðadeild sunnan Fiskilækjar verði föstudaginn 31. ágúst og laugardaginn 1. september. Norðan Fiskilækjar og í Hrafnagils- og Saurbæjardeild verður gengið 8.-9. september.
2. göngur verði tveim vikum síðar þ.e. 14.-15. september og 21.-22. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 5. október. Stóðréttir verði 6. október.
Ef efni eru til eftirleitar skal miðað við að þær verði farnar eigi síðar en 21. október.
Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. Óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.
Ekki má flytja sauðfé yfir varnarlínur nema með sérstöku leyfi.

Réttardagar
Þverárrétt sunnudagur 2. sept. kl. 10:00.
Möðruvallarétt sunnudagur 9. sept. þegar komið er að.
Hraungerðisrétt laugardagur 8. sept. þegar komið er að.
Vatnsendarétt sunnudagur 9. sept.
Vallarétt sunnudagur 9. sept. kl. 10:30.
Í aukaréttum þegar komið er að.

Gangnaseðlar
Gangnaseðlar hafa verið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is. Þar er hægt að nálgast þá og prenta út. Þeir sem óska eftir að fá gangnaseðla senda á pappír geta haft samband við skrifstofu í síma 463-0600. Seðlarnir verða ekki sendir á pappír nema til þeirra sem óska eftir því.

Fjallskilanefnd


Kynningarkvöld fyrir foreldra barna í Hrafnagilsskóla
Ungmennafélagið Samherjar og Foreldrafélag Hrafnagilsskóla standa að sameiginlegu kynningarkvöldi miðvikudaginn 29. ágúst kl 20:30 í Hrafnagilsskóla.
Störf félaganna verða kynnt og farið yfir dagskrá komandi vetrar. Léttar veitingar í boði.
Stjórnirnar


Frá Félagi aldraðra í Eyjafirði
Haustferð Félags aldraðra í Eyjafirði verður farin þriðjudaginn 4. september nk.
Farið verður um Öxarfjörð, Sléttu og Þistilfjörð. Viðkomustaðir eru m.a. Fjallalamb Kópaskeri, en þar verður borðuð súpa, Byggðasafn Norður-Þingeyinga, Snartar-stöðum, Heimskautsgerðið Raufarhöfn, Forystufjársetrið Svalbarði og fleira. Kvöld¬verður verður snæddur í Heiðarbæ, Reykjahverfi. Leiðsögumenn verða Karl S. Björns¬son, bóndi í Hafrafellstungu og Stefán Eggertsson í Laxárdal. Lagt verður af stað frá Félagsborg kl. 9:00 en bíllinn fer frá Skautahöllinni kl. 8:45.
Þátttaka tilkynnist til Reynis í síma 862-2164, Ólafs í síma 894-3230 eða Jófríðar í síma 846-5128, fyrir 28. ágúst. Kostnaður er krónur 16.000 á mann og leggist inn á reikning 302-26-1038, kt. 251041-4079.
Ferðanefndin

 Vetraropnun er hafin
Opið virka daga frá kl 6:30 – 21:00
og um helgar frá 10:00 – 17:00
Minnum á facebook síðuna - Íþróttamiðstöðin Hrafnagilshverfi


Magnaður september hjà Inspiration Iceland í Knarrarbergi
DAGSKRÁ
4.+11.+18.+25. september kl. 17:30 þriðjudagur - Frítt í Inside Gló Yoga.
6.+13.+20.+27. september kl. 17:30 fimmtudagur - Frítt í Inside GLó Yoga.
7.+14.+21.+28. september kl. 17:30 til kl. 22:00 - Frítt í Vellíðunarstofu.

Allan september: 50% afsláttur af nuddi og nálastungum.
Bókaðu nuddið þitt á netinu, afsláttarkóði: 092018.
https://www.inspiration-iceland.com/is/joga


Sveppaganga á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur verður leiðsögumaður í sveppagöngu fimmtudaginn 23. september kl. 17.30. Gengið verður um Laugalandsskóg á Þelamörk.
Hægt er að leggja á bílastæðinu upp í skóginum og ganga þaðan upp á samkomusvæðið þar sem Gyða mun sýna nokkra sveppi áður en göngumenn halda út í skóginn og skoða og tína sveppi. Eftir tínslu er safnast aftur saman á samkomusvæðinu og matsveppir hreinsaðir og steiktir í smjöri, eldaðir í rjóma og bornir fram á brauðsneið ásamt með ketilkaffi. Stefnt að því að göngunni ljúki áður en aldimmt verður í skóginum
Takið með ykkur körfu, hníf og sveppakver ef þið eigið og stækkunargler. Klæðnaður og skófatnaður miðist við veður og göngur í skógi. Allir velkomnir.


Atvinna
Vantar starfsmann í mötuneyti Hrafnagilsskóla. Starfshlutfall 50%.
Nánari upplýsingar í síma 897-4792 (Valdi kokkur).


 Snyrtistofan Sveitsæla
Er með opið mánudaga og miðvikudaga 12.00-18.00, þriðjudaga og fimmtudaga 14.00-16.00 (stutt opnun þessa tvo daga sökum danskennslu) og föstudaga 9.00-14.00. Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni, Lamb Inn Öngulsstöðum.
 Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. Þær vörur eru án parabena, mineral olíu, silikons, litarefna, dýraafurða og MIT (rotvarnarefnis).
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9.00-17.00 á daginn. Eftir kl. 17.00 og um helgar svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari

Ég hef opnað kaffihúsahluta HÆLISINS seturs um sögu berklanna á Kristnesi! Velkomin alla daga milli kl 14 og 18 út september. Eftir það verður opið um helgar eða eftir pöntun, ef hópar vilja koma.
Þið getið fylgst með á facebook; Hælið setur um sögu berklanna.
Hlakka til að sjá ykkur :) María Pálsdóttir

Getum við bætt efni síðunnar?