Auglýsingablaðið

955. TBL 06. september 2018 kl. 11:06 - 11:06 Eldri-fundur Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit vill ráða starfsfólk - framtíðarstarf.

Um er að ræða 100% stöður leikskólakennara/leiðbeinanda.

Leikskólakennari, leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum óskast til starf í leikskólann Krummakot.

Leikskólinn er í Hrafnagilshverfi, aðeins tíu kílómetra sunnan Akureyrar. Á Krummakoti eru 60 dásamleg börn sem eru á aldrinum 1 - 6 ára. Svæðið í kringum skólann er sannkölluð náttúruperla, útikennslusvæðið stórt og gönguleiðir víða. Við leggjum áherslu á jákvæðan aga, söguaðferð (story line) og útikennslu. Starfsmannahópurinn á Krummakoti er öflugur og stendur þétt saman.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi:

  • Leyfisbréf sem leikskólakennari, uppeldismenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Metnaður og áhugi til að þróa gott skólastarf.
  • Lipurð í samskiptum.
  • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar veitir Erna Káradóttir leikskólastjóri í síma 464-8120, netfang erna@krummi.is.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá og upplýsingar um meðmælendur. Umsóknir skal senda til leikskólastjóra á netfangið erna@krummi.is.


Frá Kirkjukór Laugalandsprestakalls
Vetrarstarf Kirkjukórs Laugalandsprestakalls er að hefjast.
Kórinn æfir í Laugarborg á mánudagskvöldum í vetur og verður fyrsta æfing þann 10. september. Við fögnum hverri nýrri söngrödd sem vill slást í hópinn.
Verið velkomin.


Karlakór Eyjafjarðar auglýsir eftir söngmönnum í allar raddir

Í boði er metnaðarfull tónlistarsköpun og öflugt félagsstarf.
Kórinn byrjar vetrarstarf sitt miðvikudaginn 12. sept. nk. kl. 19:30 í Laugarborg. Æfingar verða einu sinni í viku á miðvikudögum frá kl. 19:30 – 22:00. Nýtt og fjölbreytt lagaval.
Áhugasamir hafið samband við söngstjórann Guðlaug Viktorsson S: 898-0525 eða Valgeir Anton Þórisson S: 862-4003.
Lifandi og skemmtilegur félagsskapur. Hlökkum til að fá nýjar raddir í kórinn!
Karlakór Eyjafjarðar.


  

Bændadagur í Eyjafjarðará – 11. september 2018
Veiðireglur eru:
Sleppa verður ÖLLUM veiddum bleikjum á veiðisvæðum 3, 4 og 5.
Heimilt er að hirða 1 bleikju undir 50 cm á vakt á svæðum 0, 1 og 2.
Heimilt er að hirða 2 urriða/sjóbirtinga á stöng á vakt á öllum svæðum.
Nánari upplýsingar veitir Rósberg í síma 820-1107.


Freyvangsleikhúsið – Aðalfundur
Aðalfundur Freyvangsleikhússins verður haldinn miðvikudaginn 12. september kl. 20:00 í Freyvangi.
Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar: Tvær tillögur að breytingum á lögum félagsins. Í fyrsta lagi í 4. gr. um hvenær halda skuli aðalfund en lagt er til að þau ákvæði verði felld niður og þess í stað sett að aðalfund skuli halda að hausti, eigi síðar en 16. september. Í öðru lagi breytingar á 5. gr. er varða kosningu í stjórn félagsins sem fela í sér að annað árið verði formaður og tveir stjórnarmenn kosnir en hitt árið tveir stjórnarmenn.
3. Önnur mál.
Allir velkomnir.
Einnig viljum við minna á að prufur fyrir leiksýningu vetrarins, Lína langsokkur, verða í Freyvangi helgina 15.-16. september.
Nánari upplýsingar á freyvangur.is og facebook-síðu félagsins.


Húsnæði til leigu
5 herbergja einbýlishús til leigu í Hrafnagilskverfi. Laust frá og með 1. október. Upplýsingar í síma 897-6036, Ármann.


Magnaður september hjá Inspiration Iceland í Knarrarbergi

DAGSKRÁ
11.+18.+25. september kl. 17:30 þriðjudagur - Frítt í Inside Gló Yoga.
6.+13.+20.+27. september kl. 17:30 fimmtudagur - Frítt í Inside GLó Yoga.
7.+14.+21.+28. september kl. 17:30 til kl. 22:00 - Frítt í Vellíðunarstofu.

Allan september: 50% afsláttur af nuddi og nálastungum.
Bókaðu nuddið þitt á netinu, afsláttarkóði: 092018.
https://www.inspiration-iceland.com/is/joga


Dansnámskeið fyrir byrjendur !
Dansnámskeið verður í Laugarborg og hefst þriðjudaginn 11. september kl. 20:00-21:20. Kenndir verða dansar sem gera ykkur dansfær á næsta balli/blóti eins t.d. gömlu dansarnir, jive, cha cha, vals og fl.
Ef ykkur hefur langað að fara á námskeið í langan tíma en ekki haft ykkur í að fara þá er tíminn núna 😊 Dansinn er holl og góð hreyfing fyrir sál og líkama og rannsóknir hafa sýnt að dansinn lengir lífið, betra verður það nú ekki. Til að fara af stað með námskeið þarf minnst sex danspör, en ég tek það fram að einstaklingar geta líka skráð sig. Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276.
Elín Halldórsdóttir danskennari.


Snyrtistofan Sveitsæla - Afmælistilboð í september !!!

Í tilefni af eins árs afmæli snyrtistofunnar Sveitasælu í september verð ég með 20% tilboð á öllum snyrtingum, fyrir utan litun og plokkun.
Opið mánu- og miðvikudaga kl. 12:00-18:00, þriðju- og fimmtudaga kl. 14:00-16:00 og föstudaga kl. 9:00-14:00.

Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni, Lamb Inn Öngulsstöðum. Hægt að sjá þær meðferðir sem í boði eru inn á Facebook síðunni: Snyrtistofan Sveitasæla, undir liðnum Þjónustur.


Minni á hágæðavörurnar frá Comfort Zone og gjafabréfin. Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

Getum við bætt efni síðunnar?