Auglýsingablaðið

957. TBL 20. september 2018 kl. 09:43 - 09:43 Eldri-fundur

Frá félagi aldraðra
Fyrsta samvera vetrarins verður í Félagsborg þriðjudaginn 25. sept. kl. 13.00.
Þá ræðum við vetrarstarfið og eru allar tillögur um nýbreytni vel þegnar til viðbótar við þetta hefðbundna s.s. útskurð, postulínsmálun, glervinnu, prjón og hekl, tafl og spil. Hvetjum við alla 60+ til að mæta og ræða málin yfir kaffibolla. Munum að nú styttist í handverkssýningu og kaffisölu félagsins. Íþróttatímar hafa verið fastsettir, á mánudögum kl. 10:30-12:30 og fimmtudögum kl. 12:30-14:00. Fyrsti tíminn verður mánud. 24. sept.
Mætum hress og glöð. 
Stjórnin.                                                Geymið auglýsinguna.

 Reyniviðarganga að hausti
Þriðjudaginn 25. september næstkomandi munu Sigurður Arnarson frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Guðrún Björgvinsdóttir verkstjóri Lystigarðsins ganga með okkur um Lystigarðinn og fjalla um ýmsar reynitegundir og skoða haustliti í þeim. Safnast saman við suðurinngang í garðinn kl. 18:00. Boðið verður upp á ketilkaffi að göngu lokinni.


Aðalfundur Foreldrafélags Hrafnagilsskóla (FFH) verður haldinn þriðjudaginn 25. september 2018 kl. 20:30 í stofum 5. og 6. bekkja í Hrafnagilsskóla.
Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum mun Þorgeir Rúnar Finnsson, persónuverndarfulltrúi, kynna ný persónuverndarlög. Veitingar á boðstólum.
Við hvetjum foreldra barna í Hrafnagilsskóla til að mæta. Stjórnin.


Kæru sveitungar
Næstu daga munu nemendur í 10. bekk fara um sveitina og bjóða eldhús- og klósettpappír til sölu. Krakkarnir verða einnig að selja bækurnar Lífið í Kristnesþorpi og Í fjarlægð eftir Brynjar Karl Óttarsson.
Ef þið verðið ekki heima þegar 10. bekkingarnir koma en hafið áhuga á að styrkja þá er hægt að hafa samband við Nönnu ritara í síma 464-8100. Allur ágóði af sölunni rennur í ferðasjóð bekkjarins. 😊
Á gámasvæði Eyjafjarðarsveitar við Hrafnagilsskóla er staðsettur flösku- og dósagámur 10. bekkjar og eru allar dósir/flöskur sem settar eru í hann vel þegnar. Nemendur geta einnig tekið við slíkum gjöfum í söluferðinni.
Með fyrirfram þökkum og von um góðar móttökur, nemendur í 10. bekk.

 Píanóstillingar
Leifur Magnússon verður á Norðurlandi 23.–28. september við píanóstillingar. Ef einhvern vantar að láta stilla píanóið sitt þá er hægt að hafa samband við hann í síma 898-8027.

 Kæru sveitungar; vetraropnun kaffihúss HÆLISINS verður á laugardögum og sunnudögum frá kl. 14:00-18:00. Einnig tek ég á móti hópum eftir samkomulagi. Fylgist endilega með á facbook síðunni HÆLIÐ setur um sögu berklanna. Kær kveðja María Páls sími 863-6428.

 Viðbót við vetrardagskrá Umf. Samherja 2018-2019
Á mánudögum: 
Frísbígolf byrjar 24. september, verður á mánudögum milli kl. 17:00-18:00 í íþróttahúsinu. Þjálfari verður Mikael Máni Freysson.
Hvetjum svo alla fullorðna að nýta sér dagskrána, allar greinar eru byrjaðar á fullu og hægt að hoppa inn í tíma í öllum greinum, nema blakinu.
Allar skráningar fara fram á staðnum.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Samherja: http://www.samherjar.is/

 Zumbað er byrjað aftur !!! Vúhúúú
Nú erum við byrjuð á fullu aftur !! Á mánudagskvöldum kl. 21:00 – 22:00 dillum við okkur og dönsum svo svitinn sprettur í zumba í íþróttahúsinu á Hrafnagili. Arna Benný Harðardóttir zumba fitnesskennari og Kolbrún Sveinsdóttir zumbakennari skipta milli sín tímunum í vetur, það er því von á splunkunýjum dönsum, fjöri og góðri stemningu. Frábærir tímar sem taka vel á rassi, lærum, kvið og liðka mjaðmir.
Hvet alla sem áhuga hafa að mæta í íþróttahúsið, hvort sem þeir vilja bara prófa eitt skipti eða vera með í allan vetur. 😉
Sú breyting varð á í ár að Zumbatímarnir eru nú komnir inn í tímatöflu umf. Samherja og falla undir gjaldskrá félagsins, 15.000 kr. fyrir önnina, óháð fjölda greina sem stundaðar eru. Ég hvet ykkur því sérstaklega til að nýta ykkur það, því það er heill hellingur í boði fyrir fullorðna sem og börn.
Hlökkum til að sjá ykkur, fullorðna og unglinga, í dansstuði 💃 🕺

 Dansnámskeið fyrir byrjendur !
Dansnámskeið byrjaði í Laugarborg þriðjud. 18. sept. kl. 20:00-21:20. Ef þið viljið bætast í hópinn þá endilega hafið samband sem fyrst og ég mun finna tíma til að kenna ykkur það sem fram fór í fyrsta tímanum.
Kenndir verða dansar sem gera ykkur dansfær á næsta balli/blóti eins t.d. gömlu dansarnir, Jive, Cha cha, vals og fl.
Ef ykkur hefur langað að fara á námskeið í langan tíma en ekki haft ykkur í að fara þá er tíminn núna 😊 Dansinn er holl og góð hreyfing fyrir sál og líkama og rannsóknir hafa sýnt að dansinn lengir lífið, betra verður það nú ekki. Til að fara af stað með námskeið þarf minnst sex danspör, en ég tek það fram að einstaklingar geta líka skráð sig.
Nánari upplýsingar og innritun fer fram í síma 891-6276 eða sendið mér póst á elindans@simnet.is. Elín Halldórsdóttir danskennari.

 Snyrtistofan Sveitsæla - Afmælistilboð í september !!!
Í tilefni af eins árs afmæli snyrtistofunnar Sveitasælu í september verð ég með 20% tilboð á öllum snyrtingum, fyrir utan litun og plokkun.
Opið mánu- og miðvikudaga kl. 12:00-18:00, þriðju- og fimmtudaga kl. 14:00-16:00 og föstudaga kl. 9:00-14:00. Sjá nánar á Facebook-síðunni: Snyrtistofan Sveitasæla, undir liðnum Þjónustur.

 Minni á hágæðavörurnar frá Comfort Zone og gjafabréfin.
Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari og þá er um að gera að tala inná hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri. Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

Getum við bætt efni síðunnar?