Auglýsingablaðið

962. TBL 24. október 2018 kl. 10:32 - 10:32 Eldri-fundur

 Atvinna
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða konu til starfa.
Um hlutastarf er að ræða, eingöngu kvöldvaktir á mánudögum.
Í starfinu felst m.a. afgreiðsla, þrif, baðvarsla í kvennaklefa og gæsla í sundlaug.
Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. 
Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is
Umsóknarfrestur er til og með miðvikudagsins 31. október. 
Nánari upplýsingar gefur Erna Lind í síma 895-9611.


Kvenfélagið Aldan Voröld
Félagsfundur verður 25. október kl. 20:00 í Félagsborg.
Spennandi og mikilvæg umræðuefni. Áríðandi að sem flestar mæti.
Stjórnin


Helgi og hljóðfæraleikararnir halda tónleika á Kaffi kú, föstudagskvöldið 26. október kl. 21:00. Tvöþúsund kall inn í pinnstífum seðlum TAKK.


 
Málverkasýning - H E I M F E R Ð. Sýningaropnun 26. október kl. 18:00

Föstudaginn 26. október kl. 18:00 opnar málverkasýningin H E I M F E R Ð, í kaffihúsinu og listagalleríinu Brúnum í Eyjafjarðarsveit, eftir myndlistarkonuna D. Brynju Harðardóttur Tveiten.
Sýningin stendur til 26. nóvember og er opin um helgar,
kl. 13:00-18:00 á opnunartíma gallerís og kaffihúss.
Myndin er af málverkinu "Píanó í þokunni".

Málverkasýningin H E I M F E R Ð er ferðalag sem hefur staðið yfir í tvö ár. Öll verkin eru unnin með olíu. Myndbygging er einföld og flæðir milli birtu, myrkurs, kyrrðar og óróleika.

 Dagbjört Brynja Harðardóttir Tveiten (1971) lærði myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og Örebro konstskola í Svíþjóð. Þetta er fjórða málverkasýning hennar en að auki hefur hún haldið þrjár ljósmyndasýningar. Nánari upplýsingar hjá Brynju, gsm: 661-7704, brynjalilla@gmail.com og á Facebook: „H E I M F E R Г.


 Námskeiðsferð til Svíþjóðar 17.- 27. maí 2019
Kynningarfundur laugardaginn 27. okt kl. 13:00 í Laugalandi, gamla skólaeldhúsinu.

Knut Östgård, sænski Handverkshátíðarvinur okkar, hefur boðið okkur í heimsókn.
Farið verður út 17. maí.
18. maí verður farið á Handverkssýningu í Borås.
19.-21. maí er körfunámskeið úr efnivið sem vex á Íslandi.
22. maí skoðunarferðir til handverksfólks, en Norræna félagið og Handverkshópurinn á staðnum mun taka á móti okkur.
23.-26. maí er Rekofestival á Nääs, en það er stór og vönduð handverkshátíð með sýningum, námskeiðum og fyrirlestrum.
Sjá nánar um s.l. Rekofestival: http://www.slojdochbyggnadsvard.se/reko


Getum við bætt efni síðunnar?