Auglýsingablaðið

965. TBL 15. nóvember 2018 kl. 11:34 - 11:34 Eldri-fundur


 Hernámsárin, skemmtun-kaffihús-bíó-dansiball
Kæru sveitungar. Föstudaginn 16. nóvember verður dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur í Hrafnagilsskóla. Í tilefni af 30 ára afmæli Tónlistarskóla Eyjafjarðar vinna fjórir skólar saman á þemadögum og sýna afraksturinn þennan dag. Skólarnir þrír auk Hrafnagilsskóla eru Þelamerkurskóli, Grenivíkurskóli og Tónlistarskóli Eyjafjarðar. Hátíðin hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00.

Nemendur flytja í tali og tónum atriði sem tengjast þema dagsins sem að þessu sinni er ,,Hernámsárin – tímabilið 1939 – 1945“. Nemendur í 7. bekk hefja formlegan undirbúning fyrir Stóru upplestrarkeppnina með því að lesa upp ljóð. 

Eftir fyrsta hluta dagskrárinnar verða opnuð þrjú kaffihús á miðstigsgangi þar sem boðið verður upp á lifandi tónlist, kaffi, djús og bakkelsi í anda þessa tímabils. Einnig verður opinn bíósalur, hárgreiðslu- og snyrtistofa og fleira má sjá sem tengist tímabilinu. Að lokum hittast allir aftur inni í íþróttasal þar sem nemendur og kennarar Tónlistarskólans spila tónlist frá þessum tíma og nemendur sýna dansspor. Endað verður á því að frumflytja lagið ,,Allt það sem niðar“ eftir Daníel Þorsteinsson og Hjörleif Hjartarson en það var samið í tilefni afmælisins.

Ágóði af sölu kaffihúsanna fer í ferðasjóð grunnskólanna þriggja, auk þess verða nemendur 10. bekkjar í Hrafnagilsskóla með sölubás þar sem m.a. verða seldar gjafavörur frá Laufabrauðssetrinu og sælgæti.

Athugið að enginn posi er á staðnum.

Allir eru velkomnir og við hvetjum sveitunga til að heimsækja okkur í skólann þennan dag.
Nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla

 Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar
Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Eyjafjarðarsveitar fyrir árin 2019-2022. Því er auglýst eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Eyjafjarðarsveit um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar.
Þeir aðilar sem vilja koma með erindi, umsóknir, tillögur og/eða ábendingar er bent á að senda þær á esveit@esveit.is í síðasta lagi 25. nóvember 2018.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar


Félag aldraðra í Eyjafirði auglýsir
JÓLAHLAÐBORÐ sunnudagskvöldið 25. nóv. kl. 19.00 að Brúnum. Tökum kvöldið frá og eigum saman notalega kvöldstund yfir kræsingum Hugrúnar og Einars, verð kr. 5.900. Hver og einn kemur með lítinn jólapakka.
Þátttökulisti liggur frammi í Félagsborg – einnig má tilkynna þátttöku fyrir 22. nóv. til Þuríðar s. 463-1155 / 867-4464 eða til Völu s. 463-1215 / 864-0049.
Skemmtinefnd

 Starf í heimaþjónustu – kvöldvinna
Auglýst er eftir starfsmanni í heimaþjónustu til að sinna aðstoð við einstakling á kvöldin. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu í síma 463-0600.
Umsóknir sendist á esveit@esveit.is.

 Hælið
Heitt súkkulaði og huggulegt á HÆLINU. Opið 14-18 allar helgar. Hjartanlega velkomin ❤


Kæru sveitungar mig langar að bjóða ykkur á sölusýningu
Þar verða alls kyns hlutir og fatnaður eftir mig.
Þessi herlegheit verða haldin á heimili mínu að Vallartröð 1. dagana 17. og 18. nóv. Húsið verður opnað kl. 14:00 og verður opið til kl. ca. 20:00.
Hlakka til að sjá sem flesta. Hjartans kveðjur, Þrúða.
Ps. Ég hanna undir nafninu EGOMANIAC.

 Djúpslökun og Gong
Hjartanlega velkomin í kyrrð, slökun og gongnæringu á sunnudag 18. nóvember kl. 17:00–18:15 á Vökulandi Eyjafjarðarsveit (gengið inn að vestan, jarðhæð).
Jóga nidra djúpslökun er öflug og forn djúpslökun sem gerð er liggjandi og við erum leidd á stað á mörkum svefns og vöku. Djúpslökun hefur reynst vel til að vinna gegn streitutengdum einkennum eins og svefnleysi, of háum blóðþrýstingi, kvíða og þunglyndi, höfuðverkjum, einkennum breytingarskeiðs og ýmis konar bólgutengdum einkennum í líkamanum.
Gong slökun er tónheilun sem endurnærir taugakerfið og opnar fyrir innri kyrrð.
Kennari: Sólveig Bennýjar og Haraldsdóttir. Verð: 1.500. – Nánari upplýsingar og skráning hjá: solveighar@gmail.com eða í síma 663-0498.

 Lína Langsokkur frumsýnir í Freyvangsleikhúsinu!
Frumsýning 16. nóv. kl. 20:00 - Uppselt
2. sýning 17. nóv. kl. 14:00 - Örfá sæti laus
3. sýning 18. nóv. kl. 14:00 - Uppselt
4. sýning 24. nóv. kl. 14:00
5. sýning 25. nóv. kl. 14:00
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is
Nánari upplýsingar á freyvangur.is

Getum við bætt efni síðunnar?