Auglýsingablaðið

967. TBL 29. nóvember 2018 kl. 10:58 - 10:58 Eldri-fundur

 Félagsfundur í kvöld, fimmtudaginn 29. nóv.
Almennur félagsfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg fimmtudagskvöldið 29. nóvember, klukkan 20:30. 
Hvetjum félagsmenn til að mæta.
Stjórn Funa.

 Danssýning í Hrafnagilsskóla
Senn lýkur danskennslu hjá nemendum í 5.-10. bekk í Hrafnagilsskóla. Af því tilefni verður danssýning í íþróttahúsi skólans föstudaginn 30. nóvember kl. 13:10. Þar sýna nemendur hvað þeir hafa lært undanfarnar vikur hjá Elín Halldórsdóttur danskennara.
Allir hjartanlega velkomnir.

 Fullveldishátíð í Laugarborg
Kæru sveitungar. 1. des. hátíðin verður á laugardagskvöldið!
Tónlist, upplestur, leiklist og skemmtun góð í boði. Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri stígur á stokk og flytur atriði úr Bugsý Malóne. Tónlistaratriði frá söngkonum innansveitar og öðru góðu tónlistarfólki. Upplestur úr nýútgefinni ljóðabók Þorbjargar Jónasdóttur Hefurðu séð sandspóann – örsöguljóð frá ómunatíð.
Herlegheitunum stjórnar Einar Mikael, betur þekktur sem smíðakennari og töframaður með meiru.
Kvenfélagið Aldan-Voröld selur gómsætar veitingar gegn vægu gjaldi, 500 kr.
Aðgangseyrir er 1.000.- kr. Húsið opnar kl. 19:30. Dagskráin hefst kl. 20:00.
Allir hjartanlega velkomir. Vinsamlegast athugið að enginn posi er á staðnum.
Menningarmálanefndin

 Jólasýning með Einari Mikael í Laugarborg 2. desember
Jólasýning Einars Mikaels er ný sýning sem er troðfull af ótrúlegum töfrabrögðum og mögnuðum sjónhverfingum. Einar leyfir áhorfendum að taka virkan þátt í sýningunni og velur hann oftar en ekki unga áhorfendur úr sal til að aðstoða hann í töfrabrögðunum.
Sýningin byrjar kl. 19:30.
Miðaverð er 1.500 kr. Miðarnir eru seldir við hurð.

 Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur verður haldinn í Félagsborg laugardaginn 8. desember, kl. 10:00-12:00.
Fundarefni: Álfar og tröll í Eyjafjarðarsveit en auk þess getur ýmislegt annað skotið upp kollinum.
Allir eru alltaf velkomnir á fundi um menningararfinn.
Fundarstjóri

 Hæ ÞÚ í baklandi K-listans! 
K-listinn boðar til fundar með baklandi sínu í Félagsborg 4. des. nk. klukkan 20:00. ALLIR sem láta málefni listans sig varða VELKOMNIR, nefndarfólk tilnefnt af listanum er sérstaklega hvatt til að mæta. Ásta, Siggi, Sigga, Eiður

 Kvenfélagið Iðunn boðar til jólafundar í Laugarborg fimmtud. 6. des. og hefst hann kl. 19:30. Boðið verður upp á sparilegan jólagraut, hugvekju og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Munið eftir pakka í pakkaleikinn. Nánari upplýsingar hjá formanni í síma 863-6912 eða senda fyrirspurn á netfangið sigridurasny@gmail.com.

 Öðruvísi jólagjafir
Dyngjan-listhús er með opið flesta daga fram að miðjum des. Það er þó betra að hringja áður til að vera viss í síma 899-8770. Öðruvísi jólagjafir eru m.a. ýmiskonar listmunir og handverk en einnig er hægt að gefa námskeið. Held námskeið fyrir börn, unglinga, fullorðna, fjölskyldur og hópa. Hafið samband til að fá upplýsingar um námskeiðin. Þið sjáið fullt af myndum og öðrum upplýsingum á www.facebook.com/dyngjanlisthus/
Velkomin í Dyngjuna-listhús.

 Jólatré úr Reykhúsaskógi
Falleg jólatré til sölu, að eigin vali eða valin að ósk kaupenda. Trén verða keyrð heim í vikunni fyrir jól.
Áhugasamir hafi samband með tölvupósti anna.gudmundsd@gmail.com eða í síma 848-1888.
Anna og Páll í Reykhúsum.

 Snyrtistofan Sveitasæla – Verið tímanlega að panta jólasnyrtinguna!!!
Allar helstu snyrtimeðferðir í boði í notalegu umhverfi í sveitinni, Lamb Inn Öngulsstöðum. Er með opið mán. og mið. 12:00-18:00, þri. 14:00-16:00, fim. 10:00-16:00 og fös. 9:00-14:00. Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inn á Facebook.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Gjafabréf til sölu, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali.
Tilvalin gjöf við öll tækifæri. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari og þá er um að gera að tala inn á hann og ég mun hafa samband við fyrsta tækifæri.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 Lína Langsokkur í Freyvangsleikhúsinu!
6. sýning 1. des. kl. 14:00 - UPPSELT
7. sýning 2. des. kl. 14:00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS
8. sýning 8. des. kl. 14:00
9. sýning 9. des. kl. 14:00
Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is
Nánari upplýsingar á Freyvangur.is

Getum við bætt efni síðunnar?