Auglýsingablaðið

970. TBL 19. desember 2018 kl. 10:43 - 10:43 Eldri-fundur

Jólakveðjur
Sendum öllum íbúum Eyjafjarðarsveitar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári.
Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu sem er að líða.
Sveitarstjórn og starfsfólk á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar


Við óskum sveitungum öllum gleðilegra jóla
og farsældar á komandi ári.
Hjartans þakkir fyrir árið sem er að líða.
Jólakveðjur,
starfsfólk Hrafnagilsskóla


Kæru félagar í Félagi aldraðra Eyjafjarðarsveit
Nú erum við komin í jólafrí, frá félagsstarfinu. Síðasti dagur var 11. des.
En hittumst aftur hress og kát á nýju ári, 7. janúar í íþróttahúsinu kl. 10:30 og 8. janúar í Félagsborg.
Væri gaman að sjá ný andlit í þennan skemmtilega félagsskap.
Njótið jóla og áramóta.
Kv. stjórnin.


Messur um hátíðar

Aðfangadagur – Hátíðarmessa í Grundarkirkju kl. 22:00
Jóladagur – Messa á Hólum kl. 11:00
Jóladagur – Messa í Kaupangskirkju kl. 13:30
Annar í jólum – Messa í Möðruvallakirkju kl. 11:00
Gamlársdagur – Messa í Munkaþverárkirkju kl. 11:00
Við óskum sveitungum gleðilegra jóla og heill um alla framtíð, Hannes og Svana.


Skötuhlaðborð á Þorláksmessu

Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi býður til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag frá kl. 11:00–14:00. Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemmning.
Verð á mann er kr. 3.000.-. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála.
Komið, gleðjist og styrkið góð málefni.
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi.


Auglýsingablaðið
Auglýsingablaðið kemur næst út föstudaginn 28. desember.
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00, fimmtudaginn 27. des. í síma 463-0600 eða í tölvupósti á esveit@esveit.is.


Opnunartímar gámasvæðis yfir jól og áramót
Föstudagur 21. desember – opið kl. 13:00-17:00
Laugardagur 22. desember - opið kl. 13:00-17:00
Þriðjudagur 25. desember – lokað
Föstudagur 28. desember – opið kl. 13:00-17:00
Laugardagur 29. desember – opið kl. 13:00-17:00
Þriðjudagur 1. janúar – lokað


Handverkshátíðin auglýsir eftir framkvæmdarstjóra

Handverkshátíðin leitar eftir áhugasömum aðila til að gegna stöðu framkvæmdarstjóra. Leitað er eftir aðila sem hefur mikinn áhuga á málefnum Handverkshátíðarinnar og hefur áhuga á að taka verkefnið að sér til lengri tíma.
Nánari upplýsingar á www.esveit.is/handverkshatid eða á tölvupóstinum handverk@esveit.is.


Opnunartími skrifstofu um hátíðirnar
Opið verður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þann 27. og 28. des. kl. 10:00-14:00. Lokað miðvikudaginn 2. janúar 2019. Opið verður frá og með 3. janúar á auglýstum opnunartíma skrifstofu kl. 10:00-14:00.


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar, Hrafnagilsskóla
Senn líður að jólum og þá fer bókasafnið í jólafrí. Síðasti opnunardagur fyrir jól er fimmtudaginn 20. desember. Þá er opið eins og venjulega frá kl. 10:30 – 12:30 og 16:00 – 19:00.
Föstudaginn 28. desember er opið frá kl. 16:00 – 19:00
Við opnum síðan aftur fimmtudaginn 3. janúar og þá er opið eins og venjulega.


Helgi og Beate eru með vagninn sinn, jólatré, greinar, handverk og allskonar fyrir utan Flóru í Hafnarstrætinu alla daga til jóla kl. 13:00-18:00 (lengur á Þollllák).


Jólatrésskemmtun Hjálparinnar í Funaborg 2018

Jólatrésskemmtun Hjálparinnar verður haldin laugardaginn 29. desember kl. 13:30 í Funaborg á Melgerðismelum.
Dansað verður í kringum jólatré, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka. Hjálparkonur bjóða uppá gómsætar veitingar, kökur og kruðerí 😊
Allir hjartanlega velkomnir. Jólakveðjur, Kvenfélagið Hjálpin.


Snyrtistofan Sveitasæla – Gefðu gjafabréf í dekur!

Örfáir tímar lausir fram að jólum!!!
Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook.

Comfort Zone gjafapakkningar fyrir jólin.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Lína Langsokkur í Freyvangsleikhúsinu!
Aukasýning 26. des. kl. 14:00
12. sýning 27. des. kl. 17:00- UPPSELT
Aukasýning 27. des. kl. 20:00 - UPPSELT
13. sýning 12. jan. kl. 14:00
14. sýning 13. jan. kl. 14:00
15. sýning 19. jan. kl. 14:00
16. sýning 20. jan. kl. 14:00

Miðasala í síma 857-5598 og á tix.is. Nánari upplýsingar á Freyvangur.is.


Valli og Tumi týndust 10. desember s.l. sunnan við Miðbrautina, neðan við Munkaþverá.

Valli er ljós labrador og Tumi er cavalier, svartur, brúnn og hvítur. Mikil leit hefur staðið yfir af þeim félögum og búið að leita víða. Vinsamlega hafið samband við Ómar Örn í síma 849-8315 ef einhver hefur orðið var við Valla og Tuma eða veit eitthvað um afdrif þeirra því þeirra er sárt saknað.

Getum við bætt efni síðunnar?