Auglýsingablaðið

980. TBL 05. mars 2019 kl. 13:23 - 13:23 Eldri-fundur

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2019 eru aðgengilegir á island.is. Kröfur hafa verið stofnaðar í heimabanka og eru reikningar aðgengilegir í rafrænum skjölum.

Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Vegna vetrarleyfis í skólanum er bókasafnið lokað 6., 7. og 8. mars. Mánudaginn 11. mars opnum við aftur eins og venjulega:
Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugar-innganga og niður á neðri hæð.

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Fundur marsmánaðar verður í Félagsborg laugardaginn 9. mars kl. 10:00–12:00.
Umræðuefni greni og grenjaskyttur en ekki er ólíklegt að eitthvað annað beri einnig á góma.
Allir velkomnir.
Fundarstjórn


Kvenfélagið Iðunn
Iðunnarkvöld verður í fundarherberginu í Laugarborg miðvikudagskvöldið 13. mars, kl. 20:00.
Nýjar konur ávallt velkomnar.
Iðunnarkonur


Ungmennafélagið Samherjar
boðar til aðalfundar 18. mars kl. 20:00 í Félagsborg, hefðbundin aðalfundarstörf. Málefni sem félagar óska eftir að taka fyrir á aðalfundi ber að tilkynna stjórnarmanni 2 dögum fyrir aðalfund.
Við hvetjum alla áhugasama sveitunga um íþrótta- og æskulýðsstörf sveitarinnar að mæta. Tveir stjórnarmenn munu láta af störfum og tveir varamenn. Þeir sem vilja kynna sér stjórnarstörf félagsins og/eða bjóða sig fram eru beðnir um að hafa samband við formann í síma 693-6524 eða samherjar@samherjar.is. Einnig má kynna framboð á aðalfundi.
Með kveðju, stjórn Umf. Samherja.


Jóga á Jódísarstöðum!
Liðkandi - styrkjandi og slakandi KUNDALINI YOGA tímar á fimmtudögum kl. 17:30-18:45. Örfá pláss laus. Verð: 1.800 kr. stakur tími/14.400 kr. 10 tímar. Velkomin/n í frían prufutíma.
Dásamlegir YOGA NIDRA djúpslökunartímar á fimmtudögum kl. 20:00-21:00. Verð: 1.500 kr. stakur tími/11.000 kr. 10 tímar. Velkomin í frían prufutíma. Hvar: Jódísarstöðum 4, Eyjafjarðarsveit. Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com eða í síma 898-3306. Tilvalið fyrir saumaklúbba og vinahópa að koma í Yoga Nidra tíma. Hámark 10 í hóp.
Vertu velkomin/n! Kv. Þóra Kundalini- og Yoga Nidra kennari.


Dekraðu við sjálfan þig !!!
Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone. 
Er með opið mánudaga kl. 16:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari 

Getum við bætt efni síðunnar?