Auglýsingablaðið

983. TBL 27. mars 2019 kl. 11:38 - 11:38 Eldri-fundur

Frá Félagi eldri borgara Eyjafjarðarsveit
Fimmtudaginn 4. apríl kl. 13:00 hittumst við í Félagsborg. Þaðan förum við í Tónlistarskóla Eyjafjarðar í boði Maríu Gunnarsdóttur og hlýðum á söng nemenda o.fl. Þar á eftir kl. 14:00 kemur Hugrún Hjörleifsdóttir og flytur erindi um Evrópu-verkefni sem hún er að vinna að um málefni eldri borgara.
Kaffisopi í boði félagsins. Mætum sem flest.
Stjórnin.


Sumarferð Félags eldri borgara!
Ferðin er fyrirhuguð 1.-4. júní. Fyrsta daginn verður ekið alla leið til Hafnar í Hornafirði og gist þar í 2 nætur. Þaðan er svo farið í Skaftafell, Þórbergssetur, Flatey, Smyrlabjörg, Skógey, Hoffell o.fl. Síðustu nóttina verður gist í Berunesi í Berufirði og þá skoðað m.a. steinasafn Petru á Stöðvarfirði, safnið á Fáskrúðsfirði o.fl. Síðast er svo kvöldverðarhlaðborð að Narfastöðum í Reykjadal. Kostnaður áætlaður 80.000-85.000 kr., eftir fjölda farþega. Þátttaka tilkynnist til Ólafs í síma 894-3230, Jófríðar í síma 846-5128 eða Reynis í síma 862-2164, fyrir 1. maí.
Nefndin.


Jóga á Jódísarstöðum!
Liðkandi - styrkjandi og slakandi KUNDALINI YOGA tímar á fimmtudögum kl. 17:30-18:45. Örfá pláss laus. Verð: 1.800 kr. stakur tími/14.400 kr. 10 tímar. Velkomin/n í frían prufutíma.
Dásamlegir YOGA NIDRA djúpslökunartímar á fimmtudögum kl. 20:00-21:00. Verð: 1.500 kr. stakur tími/11.000 kr. 10 tímar. Velkomin í frían prufutíma. Hvar: Jódísarstöðum 4, Eyjafjarðarsveit. Nánari upplýsingar og skráning: thorahjor@gmail.com eða í síma 898-3306. Tilvalið fyrir saumaklúbba og vinahópa að koma í Yoga Nidra tíma. Hámark 10 í hóp.
Vertu velkomin/n! Kv. Þóra Kundalini- og Yoga Nidra kennari.


Fundarboð
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn fimmtudagur 4. apríl
kl. 11:00 á Kaffi Kú.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Farið yfir ársreikning.
Sigtryggur kemur með fróðlegt erindi.
Kaffi Kú verður með eitthvað hádegissnarl.
Kv. stjórnin.


Aðalsafnaðarfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju fimmtudaginn 4. apríl kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Valið í kjörnefnd
3. Önnur mál
Allir velkomnir.
Sóknarnefndin.

Aðalfundur Vatnsveitufélags Kaupangssveitar verður haldinn á Lambinn á Öngulsstöðum, mánudaginn 13. maí kl. 20:00.
Dagskrá.
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar félagsins
3. Kosningar
4. Önnur mál
Stjórnin.


Aðalfundur Funa
Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn fimmtudaginn 28. mars, klukkan 20:30, í Funaborg á Melgerðismelum.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennum - Nýir félagar velkomnir.
Stjórn Funa.


Sveita-Zumba
Þórunn Kristín Sigurðardóttir zumbakennari ætlar að koma aftur í sveitina til okkar og vera með 4 vikna námskeið á mánudögum. Við ætlum að dansa í Hjartanu á mánudagskvöldum kl. 20:00-21:00. Hittumst í anddyri sundlaugarinnar. Námskeiðið byrjar mánudaginn 1. apríl. Verðið er 6.000,- kr. og innheimt í gegnum Ungmennafélagið Samherja. Nánari upplýsingar og skráning er hjá Rósu Margréti Húnadóttur, sími 692-8355 eða á netfangið samherjar@samherjar.is.
Allir hjartanlega velkomnir!


Dekraðu við sjálfan þig fyrir páskana og pantið tímanlega !!!
Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inná Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Er með opið mánudaga kl. 16:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00.
Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

Getum við bætt efni síðunnar?