Auglýsingablaðið

991. TBL 21. maí 2019 kl. 12:32 - 12:32 Eldri-fundur


Sundlaugin verður lokuð vegna viðhalds og framkvæmda 27.-31. maí
Opnum aftur laugardaginn 1. júní og þá hefst sumaropnun: 
Mánudaga-föstudaga kl. 6:30-22:00 
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00 
Hlökkum til að sjá ykkur í sundi í sumar.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar.


Messa og kynning á fermingarfræðslu næsta vetrar í Grundarkirkju sunnudaginn 26. maí kl. 20:00

Verið velkomin í létta og skemmtilega sumarmessu næsta sunnudag. Kórinn mun syngja fuglalög til heiðurs farfuglunum sem leggja á sig langt flug til þess að komast hingað til landsins í norðri. Organisti er Daníel Þorsteinsson og prestur Jóhanna Gísladóttir. Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson.
Fermingarbörn næsta árs, fædd árið 2006, eru boðin velkomin með sínu fólki. Eftir messu verður örstutt kynning á fermingarfræðslu næsta vetrar og ferðar á Hólavatn í ágúst n.k. Skráning fer fram á staðnum. Nánari upplýsingar er að finna hjá Jóhönnu presti í s: 696-1112 og í gegnum netfangið: johanna.gi@kirkjan.is.
Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest.


Veðrið hefur leikið við okkur
Eyjafjarðarsveit hvetur íbúa sína til þess að nota þessa góðu daga til að taka höndum saman um að hafa sveitina okkar sem snyrtilegasta. Að loknum vetri liggja stundum óæskilegir hlutir af ýmsu tagi á víðavangi og á lóðum í nærumhverfi okkar. Nokkuð er um að rúllubaggaplast hefur fokið í vetur og er á trjám, skjólbeltum og girðingum. Sameinumst um að gera sveitina okkar snyrtilega svo við getum stolt boðið gesti velkomna í okkar veluppbyggða og blómlega sveitarfélag.


Auglýsingablaðið
Þar sem fimmtudagurinn 30. maí er rauður dagur, verður næsta auglýsingablaði dreift um sveitina föstudaginn 31. maí.
Skilafrestur auglýsinga er til kl. 10:00 á þriðjudögum. Auglýsingar sendist á esveit@esveit.is. Blaðinu er ýmist dreift á miðvikudögum eða fimmtudögum, fer eftir dreifingardögum Póstsins. Sjá dagatal dreifingardaga Póstsins hér.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.


Aspir til sölu
Höfum til sölu Alaskaaspir í pottum. Stærðir milli 70 sm – 100 sm. Verð 1.500 kr/pl.
Gerum tilboð í gróðursetningu innan Eyjafjarðarsveitar ef keyptar eru 20 aspir eða fleiri. Benni og Halla, gsm 896-8184.


Kæru sveitungar
Ef einhvern vantar græðlinga af aloe vera plöntunni get ég gefið nokkra.
Kveðja Ingibjörg Gnúpufelli 863-1257.


Sumarlokun bókasafnsins
Þá er sumarið á næsta leiti og því fylgir að bókasafnið lokar þar til í september.
Safnið er opið eins og venjulega til mánaðarmóta en lokað verður á uppstigningardag 30. maí.
Venjulegur opnunartími safnsins:
Mánudag kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudag kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudag kl.10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudag kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudag kl. 10:30-12:30
Föstudaginn 31. maí er jafnframt síðasti opnunardagur á þessu vori.

Ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota sér það sem hér er í boði.
Með sumarkveðju, Margrét bókavörður.


Fuglakabarett
Kirkjukór Laugalandsprestakalls endurtekur leikinn og flytur ásamt hljómsveit, Fuglakabarett þeirra Daníels Þorsteinssonar og Hjörleifs Hjartasonar, fimmtudaginn 30. maí nk. kl. 20:00 í Laugarborg (Uppstigningardag).

Tónleikarnir eru lokapunkturinn á farsælu og skemmtilegu þrettán ára samstarfi kórsins og Daníels. Við viljum þakka Daníel fyrir frábært samstarf á liðnum árum og óskum honum velfarnaðar.
Fögnum lóunni, kríunni, Evrópufuglum og öðrum vorboðum á tónleikum með skemmtilegum lögum og bráðsmellnum textum. Við erum búin að bæta spóanum í fuglagerið og þið viljið alls ekki missa af honum eða því einstaka tækifæri að heyra Maríu taka hávelluna.
Stjórnandi og undirleikari: Daníel Þorsteinsson. Sögumaður og kynnir: María Gunnarsdóttir. Undirleikarar: Kristján Edelstein, gítar, Emil Þorri Emilsson, trommur og Stefán Daði Ingófsson, bassi.
Miðaverð: 3.000 kr., ókeypis fyrir 16 ára og yngri. Posi á staðnum. Fjölmennum!
Kirkjukór Laugalandsprestakalls.


Síðasti séns að fá 15% afslátt af fótsnyrtingu í maí !!!
Dekraðu við fæturnar fyrir sumarið og fáðu 15% afslátt af fótsnyrtingu í maí 😊 Snyrtistofan Sveitsæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir. Hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inn á Facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone.
Opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 9:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 9:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00. Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Eftir kl. 17:00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.


Volare- vörur fyrir húð, hár og heilsu
Viltu fá sendan bækling? Einnig er hægt að skoða vörur, verð og upplýsingar á volare.is eða facebooksíðunni Hrönn Volare.
Gestgjafar á heimakynningum fá veglegar gjafir og tilboð fyrir sig og sína gesti. Bókanir og stakar pantanir í síma 866-2796.
Bestu kveðjur, Hrönn, söluráðgjafi Volare.

Getum við bætt efni síðunnar?