Auglýsingablaðið

996. TBL 25. júní 2019 kl. 14:39 - 14:39 Eldri-fundur


Eðal kaffihlaðborð í Funaborg

Nú setjum við aftur á okkur svunturnar og búum til gómsætar kökur á kaffihlaðborðið okkar en í þetta skiptið verðum við í Funaborg 7. júlí, frá kl. 13:30-16:30. Það hlaðborð verður ekki síðra en það sem við vorum með síðast en þá kláraðist allt. 
Verðið er það sama og undanfarin ár eða: 0-6 ára frítt, 7-12 ára 1.000 kr. og 12 ára og eldri 2.000 kr. 
Endilega takið daginn frá til að koma og njóta góðra veitinga á friðsælum stað.
Kvenfélagið Hjálpin


Einbýlishús til leigu
Til leigu er 170 fm, 5 herbergja hús í Hrafnagilshverfinu í 9 mánuði til 1 árs frá hausti 2019. Húsið sem stendur á fallegum, kyrrlátum stað leigist með búslóð.
Upplýsingar í símum 462-7034, 859-5366, 846-2864.



Snyrtistofan Sveitasæla

Sumarlokun verður til 6. júlí, lokað verður á föstudögum í júlí.
Farið inn á facebook síðu snyrtistofunnar og sendið mér skilaboð ef þið viljið tíma strax eftir sumarlokun.
Snyrtistofan Sveitasæla á Öngulsstöðum býður uppá allar helstu snyrtimeðferðir, hægt að sjá þær meðferðir sem eru í boði og verð inn á facebook. Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.

Er með hágæðavörur frá Comfort Zone til sölu, hreinsivörur fyrir andlit, dagkrem o.fl. Er með opið mánudaga kl. 12.00-18.00, þriðjudaga 9.00-16.00, miðvikudaga 12.00-18.00 fimmtudaga 9.00-16.00 og föstudaga 9.00-15.00 (lokað á föstudögum í júlí). Tímapantanir í síma 833-7888 milli kl. 9.00-17.00 á daginn. Eftir kl. 17.00 og um helgar svarar símsvari.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari



Volare - snyrtivörur
😊
Stakar pantanir, bæklingar og/eða bókanir fyrir heimakynningar í síma
866-2796. Vörulisti á facebook Hrönn Volare.



Lamb Inn – Veitingahúsið opið öll kvöld
Tilboð fyrir þreytt heyskaparfólk um helgina (gildir líka fyrir garðslátt). 😊 Frír drykkur með öllum lambaréttum.
Lamb Inn sími 463-1500.

Getum við bætt efni síðunnar?