Auglýsingablaðið

997. TBL 03. júlí 2019 kl. 13:35 - 13:35 Eldri-fundur

Reynslulokun á Laugartröð til eflingar umferðaröryggis 
Frá og með 5. júlí mun Laugartröð vera lokuð fyrir gegnumstreymisumferð í þeim tilgangi að efla öryggi gangandi vegfarenda og barna á svæðinu.
Lokað verður sunnan við Laugartröð 3, við gönguleiðina upp að Aldísarlundi.
Athugið að við þetta verður Laugartröð að botnlangagötu meðan á reynslutíma varir.
Með bestu kveðju, Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.


Álagning fjallskila 2019
Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi sunnudaginn 11. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. Þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.


Frá Skjólbeltsjóði Kristjáns Jónssonar
Þeir sem hafa ræktað eða hyggjast rækta skjólbelti í Eyjafjarðasveit nú í sumar geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknir sendist til formanns sjóðsins Benjamíns Baldurssonar, Ytri-Tjörnum, þar sem fram kemur lengd og fjöldi raða í skjólbeltinu. Umsóknir mega einnig vera á rafrænu formi og sendist þá á netfangið tjarnir@simnet.is.
Stjórn skjólbeltasjóðs.


Þjóðgarður á miðhálendinu – Kynningarfundur þverpólitískrar nefndar
Þverpólitísk nefnd sem vinnur að tillögum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu boðar til opins fundar um vinnu nefndarinnar.
Á fundinum verður farið yfir verkefni nefndarinnar fram til þessa, ásamt því að ræða lokaskrefin í vinnu hennar.
Nefndin mun skila lokaskýrslu með tillögum sínum til umhverfis- og auðlindaráðherra í september næstkomandi.
Fundurinn er öllum opinn og fer fram í Stórutjarnarskóla 26. ágúst næstkomandi.
Fundurinn hefst kl. 20:00 og áætlað er að honum ljúki 21:30.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.


Veitingahúsið opið öll kvöld kl. 18:30 til 21:30.

Nú eru öll kvöld kótelettukvöld.
Lamb inn sími 463-1500.


Eðal kaffihlaðborð í Funaborg
Nú setjum við aftur á okkur svunturnar og búum til gómsætar kökur á kaffihlaðborðið okkar en í þetta skiptið verðum við í Funaborg 7. júlí, frá kl. 13:30-16:30. Það hlaðborð verður ekki síðra en það sem við vorum með síðast en þá kláraðist allt. Verðið er það sama og undanfarin ár eða:
0-6 ára frítt, 7-12 ára 1.000 kr. og 12 ára og eldri 2.000 kr.
Endilega takið daginn frá til að koma og njóta góðra veitinga á friðsælum stað.
Kvenfélagið Hjálpin.


Kaffihúsið okkar er opið í allt sumar frá kl. 14:00-18:00
Allar upplýsingar um sýningar sumarsins er að finna á heimasíðu okkar brunirhorse.is. Hægt er að panta hestasýningu fyrir 7 eða fleiri í gegnum heimasíðuna.
Með bestu kveðju Einar og Hugrún á Brúnum.


HÆLIÐ setur um sögu berklanna - kaffihús og sýning
Það tókst! Ég hef opnað sýningu um sögu berklanna inn af kaffihúsinu. Hún verður opin daglega á sama tíma og kaffihúsið, frá kl. 11:00-18:00.
Aðgangseyrir inn á sýninguna:
Fullorðnir 2.300 kr.
Öryrkjar, eldri borgarar og börn 12-18 ára 1.900 kr.
Hópaverð 10 eða fleiri 1.900 kr.
Fjölskylduverð, 2 fullorðnir og börn 5.000 kr.
Frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Árstilvísun 3.500 kr.
Velkomin að upplifa söguna. Hlakka til að sjá ykkur, María Pálsdóttir.


Reiðnámskeið fyrir byrjendur - Aðeins 6 nemendur komast að í hvorn hóp – fyrstir skrá fyrstir fá 😊
-verður haldið á Melgerðismelum dagana 8. – 10. júlí. Námskeiðið er á vegum hestamannafélagsins Funa og er þáttakendum að kostnaðarlausu. Kennt verður í tveimur hópum, aldursskipt, annarsvegar kl. 16:00 og hins vegar kl. 17:00. Hestar og reiðtygi verða á staðnum og einhverjir hjálmar en gott er að þeir sem eiga hjálma sem passa vel mæti með þá, hvort sem það eru reiðhjálmar eða hjólahjálmar 😊 Anna Sonja Ágústsdóttir verður leiðbeinandi námskeiðsins og má skrá sig hjá henni á netfangið annasonja@gmail.com eða fá upplýsingar í síma 846-1087. 
Æskulýðsnefnd Funa.


Kæru sveitungar!
Minnum á heimasöluna hjá okkur, alltaf fersk egg í 10, 18 og 30 stk. bökkum, sjálfsafgreiðsla.
Verði ykkur að góðu!
Ásta og Arnar Hranastöðum.


Vantar starfsfólk til að sinna eggjapökkun, tiltekt pantana ofl. hjá okkur í haust/vetur á Hranastöðum. Tilvalið fyrir skólafólk eða aðra sem vilja smá aukavinnu. Sveiganlegur vinnutími og góð aðstaða.
Endilega hafið samband, Ásta 862-1514, Arnar 863-2513 eða hranastadir@simnet.is.


Köttur týndist frá Kaupangi 15. júní sl. Hann er dökkgrár með hvítan háls, maga, afturlappir og framtær. Eigandi hefur s: 695-8730.

Getum við bætt efni síðunnar?