Auglýsingablaðið

1016. TBL 14. nóvember 2019

Auglýsingablað  1016. tbl. - 21. árg. – 14. nóvember 2019.Eyjafjarðarsveit auglýsir lausa íbúð fyrir eldri borgara 60+
Íbúð sveitarfélagsins að Skólatröð 2 er sérlega vel staðsett fyrir eldri borgara og nú laus til útleigu. Íbúðin er 76 fermetrar, notaleg með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi og salerni ásamt þvottahúsi og rúmgóðri geymslu. 
Þægilegt aðgengi er að húsnæðinu, snjómokstur góður og stutt í sund, mötuneyti og félagsstarf aldraðra. Lítil og skemmtileg graslegin lóð er með íbúðinni sem sveitarfélagið hugsar um að hirða. Nánari upplýsingar í síma 463-0600.
Umsóknir sendist í síðasta lagi 24. nóvember á esveit@esveit.is 


 
Kæru sveitungar

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu og í framhaldi af þemadögum í Hrafnagilsskóla verður haldin hátíð föstudaginn 15. nóvember. Hún hefst klukkan 13:00 í íþróttasal skólans og stendur til kl. 15:00. Flutt verða atriði í tali og tónum sem tengjast þemanu sem að þessu sinni er eldur og ís. Nemendur í tónlistarnámi koma að dagskránni og formlegur undirbúningur Stóru upplestrarkeppninnar hefst með því að nemendur 7. bekkjar lesa ljóð eftir Þórarin Eldjárn.

Nú stendur fjáröflun 10. bekkinga sem hæst en þeir standa fyrir kaffisölu að lokinni dagskrá.
Þar verður standandi hlaðborð og eru verð eftirfarandi:
0-5 ára ókeypis
1.-10. bekkur 700 kr.
Þeir sem lokið hafa grunnskóla 1.400 kr.

Nemendur 10. bekkjar munu einnig selja vörur sem tilvalið er að setja í jólapakkann.
Má þar nefna;
● ilmkerti.
● fjölnota bökunarpappír.
● endurskinsborða og lítil vasaljós.
● nafnmerkt handklæði (teknar niður pantanir).

Ágóðinn rennur í ferðasjóð bekkjarins en athugið að enginn posi er á staðnum.
Allir hjartanlega velkomnir, nemendur og starfsfólk Hrafnagilsskóla.


Leikskólinn Krummakot vill benda foreldrum á að sækja um pláss fyrir börn sín í tíma. Umsókn má finna á heimasíðu Krummakots: http://krummakot.leikskolinn.is/ Eins er alltaf velkomið að heyra í leikskólastjóra í síma 464-8120.


Hefur þú séð kolefnisreiknivélina á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar?
Ný og uppfærð heimasíða Eyjafjarðarsveitar hefur nú verið í loftinu í nokkrar vikur og hvetjum við íbúa sveitarfélagsins til að skoða hana og nýta vel. 
Á heimasíðunni má sjá alla viðburði sem berast í auglýsingapóstinn jafnóðum og tilkynningar um þá berast skrifstofunni. 
Fundargerðir, skipulagsmál, nýjustu fréttir, opnunartímar og rafrænar umsóknir er meðal þess sem finna má á síðunni. 
Stórskemmtileg kolefnisreiknivél umhverfisnefndar er á heimasíðunni þar sem bændur geta leikið sér með útreikninga tengdum þeirra búsakap.

 

Félag eldri borgara auglýsir JÓLAHLAÐBORÐ í mötuneyti Hrafnagilsskóla laugardaginn 30. nóv. kl. 19:00, húsið opnað kl. 18:30. Allir koma með lítinn jólapakka, góða skapið og kr. 6.000. Látið vita um þátttöku fyrir 26. nóv. til Þuríðar 463-1155/867-4464 eða til Völu 463-1215/864-0049. Skemmtinefnd.

 

Upplýsingar um athafnir í Laugalandsprestakalli árið 2019
Nú er ég að taka saman upplýsingar um athafnir sem fram hafa farið hér í sveitinni á þessu ári fyrir Eyvind. Ef einhver hefur upplýsingar um skírn, fermingu, hjónavígslu eða útför sem á heima í Eyvindi, en ég, sr. Hannes og sr. Guðmundur önnuðumst ekki, þá megið þið gjarnan hafa samband við mig sem allra fyrst.
Með fyrirfram þökk fyrir aðstoðina, Sr. Jóhanna Gísladóttir, johanna.gi@kirkjan.is. S: 696-1112.Minnum á Iðunnarkvöldið 14. nóvember – Í KVÖLD
Að þessu sinni verður sýnikennsla í súrkálsgerð í Félagsborg kl. 20:00. 
Kaffi og smá með því í boði 3. flokks.
Nýjar konur ávallt velkomnar og hvattar til að koma og kynna sér félagið.
Vonumst til að sjá sem flestar.
Bestu kveðjur, 3. flokkur Kvenfélagsins Iðunnar.Kynningarkvöld 27. nóvember kl. 20:00 í Félagsborg
Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit býður áhugasömum konum á öllum 
aldri á kynningarfund klúbbsins miðvikudaginn 27. nóv. kl. 20:00 í Félagsborg.
Kaffi, te og léttar veitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur, Lionsklúbburinn Sif.

 

Má bjóða þér að taka þátt í að gera 7. desember eftirminnilegan í Eyjafjarðarsveit?
Ferðaþjónustuaðilar í ferðamálafélaginu ætla að hafa opnar dyr hjá sér 7. desember og langar að bjóða þeim sem áhuga hafa að taka þátt. Hafa opið hjá sér og sýna gestum hvað þeir hafa uppá að bjóða, hvort heldur sem er handverk, matargerð, jóga eða hvað annað sem þið eruð að bardúsa. Einnig er hægt að sameinast stærri aðilum ef það hentar betur. Upplagt að vera klár með gjafabréf til sölu í jólapakkana.
Dagurinn verður vel kynntur í fjölmiðlum.
Endilega sendið okkur email á sesselja@kaffiku.is fyrir 15. nóvember með upplýsingum um hvað þið hyggist bjóða uppá.

 
Snyrtistofan Sveitasæla – Tímapantanir fyrir jólin eru byrjaðar !!!
Er á Lamb Inn Öngulsstöðum.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir.
Nánari upplýsingar inná Facebook.
Hágæðavörur frá Comfort Zone.
Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri. 
Opið mánud. kl. 12:00-18:00, þriðjud. 14:00-16:00, miðvikud. 12:00-18:00, fimmtud. 9:00-16:00 og föstud. 9:00-14:00.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Símsvari þess utan. 
Elín Halldórsdóttir, snyrtifræðingur og danskennari.Það verður bókakynning á HÆLINU setri um sögu berklanna
fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17:00.
Ragnar Jónasson rithöfundur mætir á HÆLIÐ og les upp úr nýútkominni skáldsögu sinni Hvíta dauða. Einnig áritar hann bókina sem verður til sölu.
Kaffi á könnunni. 
Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir.JÓGA Á JÓDÍSARSTÖÐUM
Yoga Nidra djúpslökunartímar alltaf á mánudögum kl. 20:00-21:00.
Verið velkomin í veröld handan hugsana þar sem „ríkir fegurðin ein“. 
Kv. Þóra Hjörleifs, jógakennari. 

 


Blúndur og blásýra í Freyvangsleikhúsinu
Næstu sýningar:
9. sýning 15. nóv. kl. 20:00
10. sýning 16. nóv. kl. 20:00 – Minningarsýning
11. sýning 22. nóv. kl. 20:00
12. sýning 23. nóv kl. 20:00

Miðasala í síma 857 5598 og á tix.is. Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is

Getum við bætt efni síðunnar?