Auglýsingablaðið

1020. TBL 12. desember 2019

Auglýsingablað  1020. tbl. - 21. árg. – 12. desember 2019.

ÞETTA BLAÐ FÉLL NIÐUR SÖKUM ÓVEÐURS OG ÓFÆRÐAR 10. OG 11. DES.
...og pósturinn varð frá að hverfa þann 12. vegna ófærðar þannig að næsti póstur um sveitina verður mánudaginn 16. desember og næsta auglýsingablað þann 18. des. 

 

Skipulagsnefnd vinnur að umferðaröryggisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit 
Kallað er eftir ábendingum frá vegfarendum sveitarfélagsins um það sem betur má fara í umferðarmálum í sveitarfélaginu. 

Hafa má í huga atriði eins og ástand vega, snjómokstur, umferð gangandi vegfarenda, akandi og ríðandi. Þá er einnig vert að benda á gróður, heft útsýni, erfið gatnamót og heimreiðar svo fátt eitt sé nefnt.

Mikilvægt er að staðsetningar séu skilmerkilega tilgreindar í ábendingum og gott er að hafa myndir með þar sem við á. 

Ábendingar sendist á esveit@esveit.is merkt sem erindi „Ábendingar fyrir umferðaröryggisáætlun“ fyrir 12. janúar 2020.

Skipulagsnefnd

 

Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Hittumst hress og endurnærð á nýju ári þriðjudaginn 7. janúar.
Stjórnin.Föstudagurinn 13. desember
DAGUR HEILAGRAR LÚSÍU OG VIÐ KLÆÐUMST HVÍTU
Bökum „lussekatter“ og brennum möndlur 
Hitum glögg og heitan epladrykk
Fannhvítur jólahrís frá Grænna land
Höfum það huggulegt!
Hjartanlega velkomin í Bakgarð „tante Grethe“Aðalfundur Veiðifélags Eyjafjarðarár
Aðalfundur í Veiðifélagi Eyjafjarðarár verður á veitingastaðnum Silvu að Syðra-Laugarlandi Eyjafjarðarsveit 17. desember 2019 klukkan 20:00. 
Stjórn Veiðifélags Eyjafjarðarár.

 

Kæru sveitungar og vinir
Fimmtudagskvöldið 19. desember mun ég afhenda Grundarkirkju altarisdúk til eignar sem ég hef unnið að undanfarin ár. Dúkurinn er til minningar um mína hjartkæru Pétur og Óliver.
Af þessu tilefni ætlum við að eiga notalega stund í kirkjunni. 
Það eru allir velkomnir að koma og njóta með okkur. 
Athöfnin byrjar kl. 20:30.
Þórdís frá Hranastöðum.Stjörnublik
- Hátíðartónleikar Karlakórs Eyjafjarðar og gesta í Glerárkirkju 19. desember kl. 19:00 í samstarfi við Kvennakór Akureyrar og Barnakór Þelamerkurskóla. Hljómsveit kórsins ásamt fleiri hljóðfæraleikurum munu leika undir.
Sérstakir einsöngvarar verða Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Margrét Árnadóttir og Pálmi Óskarsson.
Hátíðleikinn verður í fyrirrúmi.
Miðasala fer fram á tix.is.Skötuhlaðborð á Þorláksmessu
Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla á Þorláksmessudag frá kl. 11:00–14:00.
Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora.
Góð stemmning.
Verð á mann er kr. 3.000.-. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála.
Komið, gleðjist og styrkið góð málefni.
Lionsklúbbarnir Sif og Vitaðsgjafi.