Auglýsingablaðið

1022. TBL 27. desember 2019

Auglýsingablað  1022. tbl. - 21. árg. – 27. desember 2019.


Skipulagsnefnd vinnur að umferðaröryggisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit 

Kallað er eftir ábendingum frá vegfarendum sveitarfélagsins um það sem betur má fara í umferðarmálum í sveitarfélaginu. 

Hafa má í huga atriði eins og ástand vega, snjómokstur, umferð gangandi vegfarenda, akandi og ríðandi. Þá er einnig vert að benda á gróður, heft útsýni, erfið gatnamót og heimreiðar svo fátt eitt sé nefnt.

Mikilvægt er að staðsetningar séu skilmerkilega tilgreindar í ábendingum og gott er að hafa myndir með þar sem við á. 

Ábendingar sendist á esveit@esveit.is merkt sem erindi „Ábendingar fyrir umferðaröryggisáætlun“ fyrir 12. janúar 2020. Skipulagsnefnd.


Hjálparsími Rauða krossins sími 1717

Mikið hefur gengið á í Eyjafjarðarsveit og víða um land allt núna í desember. Á fundi Samráðshóps áfallahjálpar í umdæmi Almannavarnanefndar Eyjafjarðar var m.a. rætt um að benda fólki á að hafa samband við hjálparsíma RKÍ s: 1717, ef það eða einhverjir sem það þekkir til, eru með vanlíðan vegna þessara mála. 

Hjálparsími og netspjall Rauða Krossins: „hægt er að hafa samband vegna alls þess sem þér liggur á hjarta og fá sálrænan stuðning, ráðgjöf, hlustun og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru í íslensku samfélagi.“ Heimasíða: raudikrossinn.is.


Auglýsingablaðið

Skilafrestur auglýsinga í næsta auglýsingablað er fyrir kl. 10:00 mánudaginn 30. des. fyrir blaðið sem dreift verður 2. eða 3. jan. 2020.

Auglýsingar óskast sendar á esveit@esveit.is eða í síma 463-0600.

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



Frá bókasafni Eyjafjarðarsveitar
Opið er milli jóla og nýárs föstudaginn 27. desember frá kl. 16.00-19.00.
Opnum eftir áramót föstudaginn 3. janúar og er þá opið eins og venjulega á föstudegi.
Safnið óskar öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla með þökkum fyrir liðið ár og ósk um að sjá enn fleiri á nýju ári.
Annars eru opnunartímar sem hér segir:
Mánudaga frá kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00.
Þriðjudaga frá kl. 10:30-12:30 og 16:00 – 19:00
Miðvikudaga frá kl. 10:30-12:30 og 16:00 – 19:00
Fimmtudaga frá kl. 10:30-12:30 og 16:00 – 19:00
Föstudaga frá kl. 10:30-12:30
Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan.  Ekið er niður með skólanum að norðan.
Bókavörður



Jólatrésskemmtun Hjálparinnar verður haldin laugardaginn 28. desember kl. 13:30 í Funaborg á Melgerðismelum. 

Dansað verður í kringum jólatré, hressir gestir koma í heimsókn með góðgæti í poka. 

Hjálparkonur bjóða uppá gómsætar veitingar, kökur og kruðerí. 

Allir hjartanlega velkomnir. 

Jólakveðjur, Kvenfélagið Hjálpin.



Flugeldasala Hjálparsveitarinnar Dalbjargar í Hrafnagilsskóla

Að venju mun Hjálparsveitin Dalbjörg vera með flugeldasölu í Hrafnagilsskóla.

Opnunartímar verða sem hér segir:
28. desember kl. 13-22
29.-30. desember kl. 10-22
31. desember kl. 9-16

Þrettánda sala verður einnig 5. janúar í Dalborg á milli kl. 13-16

Við minnum á að gæta öryggis við meðferð flugelda, s.s. gæta að því að allir noti flugeldagleraugu, séu í hæfilegri fjarlægð frá skotstað og auðvitað nota vöruna eins og til er ætlast.

Flugeldasalan er ein af okkar stærstu fjáröflunum og við hlökkum til að sjá ykkur sem flest styrkja björgunarsveitina í okkar heimabyggð.

Kveðja, Hjálparsveitin Dalbjörg
P.S. Það er alltaf heitt á könnunni!



Átt þú þennan kött?
Svart- og hvítflekkóttur köttur, hvítur í framan en með svart trýni hefur verið hér á þvælingi í haust.
Nú kemur hann daglega í skítaveðri og kafaldsfæri að reyna að ná sér í æti.
Virðist vera heimilisköttur eða fyrrverandi heimilisköttur.
Vinsamlegast hafið samband ef þið kannist við köttinn.
Emilía á Syðra-Hóli, s:899 4935


Skráning í reiðskólann í Ysta-Gerði
Vorönnin byrjar 11. janúar og lýkur 22. mars, alls 10 skipti. 
Frí verður í 9. viku. Verð: 35.000 kr. 
Bindandi skráning á: ystagerdi@simnet.is.

Getum við bætt efni síðunnar?