Auglýsingablaðið

1023. TBL 02. janúar 2020

Auglýsingablað 1023. tbl.  22. árg.  2. janúar 2020.



Skipulagsnefnd vinnur að umferðaröryggisáætlun fyrir Eyjafjarðarsveit 

Kallað er eftir ábendingum frá vegfarendum sveitarfélagsins um það sem betur má fara í umferðarmálum í sveitarfélaginu. 

Hafa má í huga atriði eins og ástand vega, snjómokstur, umferð gangandi vegfarenda, akandi og ríðandi. Þá er einnig vert að benda á gróður, heft útsýni, erfið gatnamót og heimreiðar svo fátt eitt sé nefnt.

Mikilvægt er að staðsetningar séu skilmerkilega tilgreindar í ábendingum og gott er að hafa myndir með þar sem við á. 

Ábendingar sendist á esveit@esveit.is merkt sem erindi: „Ábendingar fyrir umferðaröryggisáætlun“ fyrir 12. janúar 2020.

Skipulagsnefnd.


Frá bókasafni Eyjafjarðarsveitar

Opnum föstudaginn 3. janúar og er þá opið eins og venjulega á föstudegi.

Mánudaga kl. 10:30-12:30 og 13:00-16:00
Þriðjudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Miðvikudagakl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Fimmtudaga kl. 10:30-12:30 og 16:00-19:00
Föstudaga kl. 10:30-12:30

Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.

Bókavörður.


Lengri opnun um helgar í Íþróttamiðstöðinni
Nú mun sundlaugin verða opin allar helgar kl. 10:00-20:00, bæði laugardag og sunnudag. Vonumst við til að íbúar sveitarinnar verði duglegir að nýta sér þessa auknu opnun. Gleðilegt nýtt ár, starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar.

 

Kæru sveitungar og vinir
Óskum ykkur öllum gleðilegs árs með þökk fyrir góð samskipti á liðnum árum. 
Bræðurnir í B.Hreiðarsson ehf.



Skráning í reiðskólann í Ysta-Gerði
Vorönnin byrjar 11. janúar og lýkur 22. mars, alls 10 skipti. Frí verður í 9. viku. Verð: 35.000 kr.
Bindandi skráning á: ystagerdi@simnet.is.


Jóga á Jódísarstöðum

Kæru sveitungar! Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samverustundir á síðasta ári.

Þann 8. janúar hefjast jógatímar á Jódísarstöðum. 

Í vetur verða tímar á eftiröldum dögum: 
Miðvikudagar kl. 20:00   Bændajóga - nokkur laus pláss 
Fimmtudagar kl. 17:30   Kundalini jóga- opnir tímar
Fimmtudagar kl. 20:00   Jóga nidra - djúpslökun 

Skráning og nánari upplýsingar á facebook síðu Jóga á Jódísarsöðum eða í síma 898-3306.
Hlakka til að jógast með ykkur með hækkandi sól. Kv. Þóra/Simran Kamal

 

Getum við bætt efni síðunnar?