Auglýsingablaðið

1029. TBL 13. febrúar 2020

Auglýsingablað 1029. tbl.  22. árg. 13. febrúar 2020.


Skipulagsnefnd
þakkar kærlega fyrri allar þær fjölmörgu ábendingar sem komu vegna vinnu við umferðaröryggisáætlun. Á fundi nefndarinnar þann 3. febrúar síðastliðinn var farið yfir allar ábendingar og mun nefndin vinna áfram með þessar upplýsingar á næstu vikum og mánuðum í gerð umferðaröryggisáætlunar sem stefnt er á að verði tilbúin í vor. 
Kærar þakkir, skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar.

 


Skipulagslýsing deiliskipulags

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 23. janúar sl. að vísa skipulagslýsingu fyrir 2. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru (Syðri-Varðgjá) í lögformlegt kynningarferli. Skipulagsverkefnið tekur til svæðis sem skilgreint er sem íbúðarsvæði ÍB12 í aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 og liggur austan Veigastaðavegar en norðan 1. áfanga íbúðarsvæðis í Kotru sem deiliskipulagður var árið 2019.

Lýsingin mun liggja frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar frá 5. febrúar 2020 til og með 26. febrúar 2020. Lýsingin verður einnig aðgengileg á vef sveitarfélagsins, esveit.is.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingarnar til miðvikudagsins 26. febrúar 2020. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið vigfus@sbe.is eða í bréfpósti stílað á Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri.

Skipulags- og byggingarfulltrúi.

 


Sumarstarf – sundlaug og tjaldsvæði
Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að ráða konu og karlmann í sumarvinnu.
Umsækjendur verða að vera orðnir 18 ára. Um er að ræða 100% starf sem felur m.a. í sér sundlaugargæslu, afgreiðslu, þrif og umsjón með tjaldvæði. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund, stundvísi og jákvæðni. Viðkomandi verður m.a. að hafa hreint sakavottorð og geta staðist hæfnispróf sundstaða. Einnig er einhver enskukunnátta skilyrði.
Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar.
Tekið er á móti umsóknum á netfangið sundlaug@esveit.is og nánari upplýsingar gefur Erna Lind í síma 895-9611.

 


Vetraropnun Íþróttamiðstöðvar/sundlaugar
Mánudaga til fimmtudaga kl. 06:30-22:00.
Föstudaga kl. 06:30-20:00.
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00

 


Helgihald í Eyjafjarðarsveit
23. febrúar:  Prjónamessa í tilefni Konudags í Saurbæjarkirkju kl. 13:00. 

Fermingarfræðsla fer fram á þriðjudögum og barnastarf fyrir tíu til tólf ára börn á föstudögum strax að skóla loknum. Samverur sunnudagaskólans verða auglýstar síðar. Sálgæslutímar eftir samkomulagi. 

Jóhanna prestur s: 696-1112. Netfang: johanna.gi@kirkjan.is.

 


Árshátíð miðstigs 2020

Árshátíð miðstigs Hrafnagilsskóla verður haldin í Laugarborg, fimmtudaginn 13. febrúar kl. 19:30. 

Dagskráin hefst á dansatriði stúlkna í 6. bekk og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Að þeim loknum sýna nemendur í 5., 6. og 7. bekk stytta útgáfu af  leikritinu um Línu Langsokk eftir Astrid Lindgren. 

Að loknum skemmtiatriðum verður boðið upp á hressingu og síðan verður stiginn dans og mun Elín Halldórsdóttir stjórna honum eins og henni einni er lagið. 

Skemmtuninni lýkur kl. 22:00. Aðgangseyrir er 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri, 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri og frítt fyrir þá sem yngri eru. Allur ágóði rennur til nemenda, bæði til að greiða lyftugjöld í skíðaferð og einnig fá 7. bekkingar niðurgreiðslu þegar þeir fara í skólabúðirnar á Reykjum. Athugið að ekki er posi á staðnum.

Veitingar eru innifaldar í verðinu og sjoppa verður á staðnum.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nemendur 5.-7. bekkjar Hrafnagilsskóla

 

Eldri borgarar Eyjafjarðarsveit
Sundleikfimi í Kristneslaug byrjaði miðvikudaginn 12. febrúar kl. 15:00. 
Nánari upplýsingar í síma 846-3222.
Kv. stjórnin.

 

Kæru sveitungar
Um 1980 gaf Sigríður Bjarnadóttir frá Lambadal í Dýrafirði út bók sem hét „Í greipum brims og bjarga“.  Ef einhver á eintak sem hann vill selja bið ég þann að vera svo góður að láta mig vita.
Kveðja Ingibjörg, Gnúpufelli, sími 463-1257.

 

Menningararfur Eyjafjarðarsveitar
Næsti fundur verður 22. febrúar kl. 10:00 í Félagsborg. Umræðuefni: Vegagerð - ferjur á Eyjafjarðará og fleira því tengt. Ef tími vinnst til verður leitað eftir hugmyndum um varðveislu gagna og aðgengi að þeim.
Fundarstjórn.

 


FÉLAGSFUNDUR - HESTAMANNAFÉLAGIÐ FUNI
Félagsfundur verður haldinn föstudaginn 14. febrúar kl. 20:30 í Funaborg. Efni fundar eru reiðvegamál, starfið framundan og önnur mál. Í lok fundar vörpum við á tjald vel völdum atriðum frá Landsmótum. Hvetjum félagsmenn til að mæta til að ræða brýn mál og fara yfir helstu afrekshross landsins á hvíta tjaldinu. Stjórnin.

 


Iðunnarkvöld þriðjud. 18. feb. kl. 20:00 í fundarherberginu í Laugarborg
 
Iðunnarkvöld eru óformlegir fundir Kvenfélagsins Iðunnar.
Nýjar konur velkomnar. 
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kvenf. Iðunn.

 


ALLIR GETA DANSAÐ !!! Síðasti séns að skrá sig !!! Byrjum þriðjudaginn 18. feb.
Þá fer að hefjast dansnámskeið fyrir byrjendur eða lengra komna (8 skipti).
Kennt verður í Laugarborg á þriðjudögum kl. 20:00-21:30.
Elín Halldórsdóttir danskennari.

 

Aðalfundur kvenfélagsins Öldunnar verður haldinn sunnudaginn 23. febrúar í Félagsborg kl. 11:00.  Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar, happdrætti og fleira gert til skemmtunnar.
Nýjar konur sem vilja leggja samfélaginu lið undir okkar merkjum eru ætíð velkomnar. 
Kær kveðja, stjórnin.

 


Ráðstefna fyrir þig
Við viljum öll ná betra jafnvægi í heilsu okkar og hér er frábært tækifæri til þess að kynnast mismunandi leiðum sem fyrirlesarar hafa nýtt sér til þess að skapa sér betra lífs eða skapað sér líf. Leið Hjartans - heilsa og heilun, verður haldin dagana 22 og 23 febrúar í Laugarborg. frá kl. 10:00 báða dagana. Fyrirlesarar eru m.a. Sölvi Tryggvason, Auður H. Ingólfsdóttir, Sigríður Ásný Ketilsdóttir og Kjartan Sigurðsson. Nánar um ráðstefnuna á www.solarmusterid.is og í netfangið: solarmusterid@gmail.com eða í síma 863-6912.
Verð: 12.222,- kr. báða dagana. Sigríður Ásný Sólarljós Ketilsdóttir.

 


Kakó og Dansflæði
Laugarborg laugardaginn 22. febrúar kl. 18:30 mun Sigríður Sólarljós og Jacob Wood vera með dansviðburð sem byrjar með kakóbolla og síðan verður farið í dansflæði og endað á slökun og gong heilun. Mikilvægt að skrá sig: solarmusterid@gmail.com. Verð: 4.000,- kr.

 

Óskum eftir jörð í Eyjafjarðarsveit
Við leitum að jörð með eða án húsa. Sé jörðin án húsa þarf jörðin að uppfylla kröfur um góða staðsetningu fyrir bæjarstæði, vatn og aðkomu. Lágmarksstærð eru 15 hektarar í ræktuðu og beitarlandi. Hitaveita, eða möguleiki á hitaveitu skilyrði. Hámark 20 mín aksturfjarlægð frá Akureyri. Verðhugmynd allt að 90 millj. Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á gudbjorglilja86@gmail.com. Kveðja Guðbjörg.

 


Freyvangsleikhúsið setur upp verkið Dagbók Önnu Frank!
Um er að ræða uppfærða leikgerð og nýja þýðingu sem hefur aldrei verið sýnd hér á landi. Þessi nýja leikgerð inniheldur kafla sem voru ekki birtir í fyrstu útgáfu bókarinnar, Dagbók Önnu Frank, sem verkið er byggt á. Gefa þessir kaflar nánari innsýn inn í hugarheim stúlkunnar. Frumsýnt verður 21. febrúar og sýningar verða í Freyvangi föstudags- og laugardagskvöld fram að páskum. Leikstjóri er Sigurður Líndal og þýðandi er Ingunn Snædal. Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is. Hægt er að panta miða í s. 857-5598 og á Tix.is.

Getum við bætt efni síðunnar?