Auglýsingablaðið

1043. TBL 27. maí 2020

Auglýsingablað 1043. tbl. 12. árg. 27. maí 2020.


Hreyfivika UMFÍ 2020
Nú stendur yfir Hreyfivika UMFÍ og ætlar Eyjafjarðarsveit að bjóða uppá nokkra viðburði tengda henni. Það er um að gera að koma og taka þátt í því sem boðið er uppá, prófa eitthvað nýtt eða rifja upp gamla takta eftir samkomubann.
Vonandi sjáum við sem flesta.

Dagskrá Hreyfiviku
Miðvikudagur 27. maí – Þrektími fyrir 16 ára og eldri í íþróttahúsinu kl .17:00-18:00
• Alhliða þrektími með þol- og styrktaræfingum
• Allir velkomnir, erfiðleikastig fyrir alla
• Umsjón: Líf Katla Angelica Ármannsdóttir

Fimmtudagur 28. maí – Borðtennis í íþróttahúsinu kl. 18:00-19:00
• Opinn tími í borðtennis
• Allir velkomnir, sérstaklega byrjendur
• Leiðsögn fyrir byrjendur
• Umsjón: Sigurður Eiríksson

Laugardagur 30. maí – Íþróttaskóli og badminton í íþróttahúsinu
Íþróttaskóli fyrir 2-5 ára í íþróttahúsinu kl. 10:00-11:00
• Áhaldageymslan tæmd og búin til skemmtileg þrautabraut
• Umsjón: Sonja Magnúsdóttir

Badminton í íþróttahúsinu kl. 11:30-12:30
• Opinn tími fyrir alla aldurshópa
• Allir velkomnir, sérstaklega byrjendur
• Leiðsögn fyrir byrjendur
• Umsjón: Sonja Magnúsdóttir

Sunnudagur 31. maí – Frisbígolf kl. 11:00
Mæting hjá rólunum fyrir framan skólann
• Allir velkomnir, byrjendur og þeir sem hafa prófað áður
• Leiðsögn fyrir byrjendur
• Diskar til láns og sölu
• Umsjón: Pétur Elvar Sigurðsson

 


Líkamsræktin hefur opnað aftur

Við munum halda áfram að láta fólk skrá sig fyrirfram.
Hægt er að skrá sig í klukkutíma í senn og það geta verið 2 í einu eða fjölskylda saman.
Hringið í síma 464-8140 til að panta tíma.
Verið velkomin, starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.

 


Sumaropnun á Smámunasafni Sverris Hermannssonar
Smámunasafnið verður opnað á sunnudaginn nk. 31. maí. Ath nýr opnunartími sumarið 2020; opið alla daga frá kl. 13:00-17:00. Við erum hluti af Matarstíg Helga magra og verða skemmtilegar nýjungar í tengslum við það hjá okkur í sumar. Nýjar vörur í Smámunabúðinni, tækifærisgjafir og kort. Að venju ilmandi vöfflur og kaffi á Kaffistofunni.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kær kveðja, stúlkurnar á Smámunasafninu.

 


Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Síðasti hefðbundi opnunartími almenningsbókasafnsins verður miðvikudaginn
27. maí og fimmtudaginn 28. maí kl. 16:00-19:00. Ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur. Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota sér það sem hér er í boði.
Takk fyrir veturinn, bókavörður.

 

Fundarboð
Aðalfundur Búnaðarfélags Eyjafjarðarsveitar verður haldinn föstudaginn 5. júní nk. kl. 20:00 á Lamb Inn.
Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar í boði félagins.
Allir hvattir til að mæta sem hafa áhuga á málefnum félagsins.
Stjórnin.

 


Fermingarmessa í Kaupangskirkju sunnudaginn 31. maí

Fermd verður Matthildur Eir Valdimarsdóttir, Vaðlabyggð 9, 606 Akureyri.
Vegna tveggja metra viðmiðsins kemur einungis nánasta fólk fermingarbarnsins til kirkju.
Nánari upplýsingar um almennt helgihald í Laugalandsprestakalli birtast fljótlega.
Jóhanna prestur. S: 696-1112.

 


Aðalfundarboð Saurbæjarsóknar
Fundurinn verður haldinn í Hleiðargarði 3. júní kl. 15:00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.

 


Aðalfundur Kaupangssóknar verður haldinn í Kaupangskirkju miðvikudaginn 3. júní kl. 20:00.
Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.
Allir velkomnir.
Sóknarnefndin.

 


Ágætu Hjálparkonur
Vorfundur kvenfélagsins Hjálpin verður haldinn sunnudagskvöldið 7. júní í Sólgarði (uppi) kl. 20:00.
Dagskrá:
*Kaffihlaðborð í sumar.
*Gönguferðir/hittingar í sumar.
*Þátttaka félagsins í Matarstíg Helga magra. 
*Nýliðun í félaginu.
*Önnur mál.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.

 


DYNGJAN-LISTHÚS Útilistasýningin "Heimalingar"
17 heimalingar sýna list sína við Dyngjuna-listhús í sumar. Opnun verður 1. júní kl. 14:00. Opið verður alla daga frá 1. júní - 31. ágúst frá 14:00-18:00.
Sýnendur eru; Hadda, Aðalsteinn Þórsson, Arna Gudny Valsdottir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Joris Rademaker, Hrefna Harðardóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Sigurður Mar, Margrét Jónsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Rosa Kristin Juliusdottir, Karl Guðmundsson, Hjördís Frímann, Anna Gunnarsdóttir, Auður Ösp, Samúel Jóhannsson og Jonna.
Velkomin að njóta menningar í fagurri náttúru Eyjafjarðarsveitar.
Nánari upplýsingar eru á dyngjanlisthus fb og 899-8770.

 


Hreint kakó og heildræn ómun Íslandsgongsins og kristalla
Hjartanlega velkomin í hjartaopnandi kakóathöfn með djúpri slökun og heilun með tærum hljómum Íslandsgongsins og Kristal hljómskála í Gaia hofinu laugardaginn 30. maí kl. 12:00-14:00. Ykkur er boðið að koma með kristal til að setja á altarið. Gott er að koma í þægilegum fötum og með vatnsflösku og það sem lætur ykkur líða vel í liggjandi slökun. Það eru þykkar dýnur, teppi og púðar í hofinu.
Verð fyrir kakó og tónheilun 3.500 kr.
Takmarkaður fjöldi, skráning í skilaboðum eða info@icelandyurt.is.
Ég hlakka til að taka á móti ykkur. Bestu kveðjur, Solla 857-6177.

 


Aukaaðalfundur Vatnsveitufélag Kaupangssveitar
Áður boðaður aukaaðalfundur Vatnsveitufélags Kaupangssveitar sem frestað var vegna Covið 19 verður haldinn í Laugarborg 10. júní kl. 20:00.
Á aðalfundi á Lambinn þann 13.05.2019 var samþykkt sú tillaga að stjórn VK færi í viðræður við Norðurorku um samstarf eða kaup á félaginu, af því tilefni boðum við nú til aukaaðalfundar til skrafs og ráðagerðar.
Dagskrá fundarins:
1. Kynning á tilboði Norðurorku í eignir félagsins.
2. Beiðni stjórnar um umboð félagsmanna til handa stjórn til að ráðstafa eignum félagsins, með fyrirvara um samþykki félagsmanna á aðalfundi.
3. Önnur mál.
Stjórn Vatnsveitufélags Kaupangssveitar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?