Auglýsingablaðið

1050. TBL 08. júlí 2020

Eyjafjarðarsveit

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar. Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 20. – 31. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. . Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.

Matarsendingar. Matarsendingar falla niður 21. og 28. júlí.

Auglýsingablaðið. Síðasta blaði fyrir sumarlokun skrifstofu verður dreift fimmtudaginn 16. júlí. Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun kemur út fimmtudaginn 6. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.

Bókasafn.

Bókasafnið verður opið á þriðjudögum kl. 14:00-16:00.

 

 

Heyskaparlok á Lamb Inn. Föstudagskvöldið 10. júlí verður pizzakvöld með lambapizzuna okkar í öndvegi. Á laugardaginn 11. verður svo lærið okkar hefðbundna með brúnuðum og heimalöguðu rauðkáli í aðalhlutverki. Reynir í Hólshúsum verður við hljómborðið á laugardeginum og við tökum lagið saman. Herlegheitin hefjast KL 18.30 báða dagana. lambinn@lambinn.is 463 1500

Bestu kveðjur, Jóhannes Geir

 

 

 

„ „Stillingar“

Hrafnkell Sigurðsson sýnir ný ljósmyndaverk í Einkasafninu í Eyjafjarðarsveit.

Sýningaropnun föstudaginn 11. júlí kl. 14 - 17.

Sýningin er opin 12. og 18. 19. júlí frá 14 - 17.

Einkasafnið sem er verkefni myndlistamannsins Aðalsteins Þórssonar, stendur við syðri afleggjara þjóðvegs 822 Kristnesvegar. vefsíða: https://steini.art .

Verkefnið er styrkt af Myndlistasjóði.“

 

 

Hestamannafélagið Funi

Æskulýðsdaga Norðurlands helgina 17. - 19. júlí. Frábær fjölskylduskemmtun þar sem aðaláhersla er lögð á dagskrá fyrir börnin og fullorðnir fylgja með í fjörinu. Ratleikur á hestum, þrautabraut, fjölskyldureiðtúr og fleira skemmtilegt. Nánari dagskrá á Facebook viðburðinum "Æskulýðsdagar Norðurlands" eða á www.funamenn.is. Nauðsynlegt er að skrá sig á annasonja@gmail.com til að hægt sé að áætla fjölda þátttakenda. Þar þarf að koma fram nafn barns og aldur og hvort það mun taka þátt í ratleiknum á föstudagskvöldinu.

Æskulýðsnefnd Funa

 

 

 

Hestamannafélagið Funi

Reiðnámskeið með Þorsteini Björnssyni sem hugsað er fyrir unglinga og ungmenni (fullorðnir geta sett sig á biðlista). Um er að ræða einstaklingskennslu í tveimur lotum, þ.e. 15. og 16. júlí annarsvegar og 22. og 23. júlí hinsvegar. Ekki er skylda að skrá sig í alla tímana. Kennsla fer fram á Melgerðismelum. Félagsmenn Funa ganga fyrir og fá námskeiðið niðurgreitt. Skráning og nánari upplýsingar hjá Önnu Sonju í síma 8461087. Skráningu lýkur Sunnudaginn 12. Júlí

Getum við bætt efni síðunnar?