Auglýsingablaðið

1051. TBL 16. júlí 2020

Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verður lokuð frá 20. – 31. júlí vegna sumarleyfa starfsfólks. . Þeim sem þurfa nauðsynlega að ná sambandi við sveitarfélagið er bent á vaktsíma Eyjafjarðarsveitar 463-0615.

Matarsendingar. Matarsendingar falla niður 21. og 28. júlí.

Auglýsingablaðið. Síðasta blaði fyrir sumarlokun skrifstofu verður dreift fimmtudaginn 16. júlí. Næsta auglýsingablað eftir sumarlokun kemur út fimmtudaginn 6. ágúst. Skilafrestur auglýsinga er á þriðjudögum fyrir kl. 10:00.

Bókasafn.

Bókasafnið verður opið á þriðjudögum kl. 14:00-16:00.

 

Tjarnavirkjun

Opið hús verður í Tjarnavirkjun fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar sunnudaginn 19. júlí frá kl 13-16

Verið velkomin

 

Bændadagar í Eyjafjarðará

Landeigendur sem aðild eiga að Veiðifélagi Eyjafjarðarár geta veitt fyrir sínu landi dagana 14/7, 11/8 og 8/9.

 

Ruslagámar

Að gefnu tilefni er áréttað að gámar sem settir hafa verið út á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu eru eingöngu fyrir járn og timbur. Ekki er heimilt að setja annað í þessa gáma. Timbur á að fara í timburgáminn og járn í járnagáminn.

Ef ekki er hægt að fylgja þessum reglum má búast við að gámarnir verði fjarlægðir.

 

 

Matarstígur Helga Magra

Þökkum frábærar viðtökur við fyrsta bændamarkaði Matarstígs Helga magra um síðustu helgi. Þökkum einnig þeim söluaðilum sem tóku þátt. Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt í mörkuðunum geta haft samband við Kalla í síma 691-6633 eða sent póst á helgimagri@esveit.is. Það er auðveldara en margan grunar og gríðarlega skemmtilegt.

Næsti markaður verður haldinn við íþróttamiðstöðina í Hrafnagilshverfi laugardaginn 25. júlí og verður hann nánar auglýstur í næstu viku.

Getum við bætt efni síðunnar?