Auglýsingablaðið

1055. TBL 26. ágúst 2020

Auglýsingablað 1055. tbl. 12. árg. 26. ágúst 2020.Göngur og réttardagar 2020

Gangnadagar
1. göngur verða gengnar 4.-6. september.
2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 18.-20. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 3. október. Stóðréttir verða 4. október.
Ef efni eru til eftirleitar skal miðað við að þær verði farnar eigi síðar en 20. október.
Hreinsa skal allt ókunnugt fé úr heimalöndum fyrir auglýsta gangnadaga og koma til skila. Óheimilt er að sleppa fé í afrétt að loknum göngum.
Ekki má flytja sauðfé yfir varnarlínur nema með sérstöku leyfi.
Vakin er athygli á að nú er varnarlínan miðuð við Mjaðmá.

Réttardagar
Þverárrétt sunnudagur 6. sept. kl. 10:00.
Möðruvallarétt laugardagur 5. sept. þegar komið er að.
Hraungerðisrétt laugardagur 5. sept. þegar komið er að.
Vatnsendarétt sunnudagur 6. sept.
Vallarétt sunnudagur 6. sept.
Í aukaréttum þegar komið er að.

Gangnaseðlar
Gangnaseðlar hafa verið birtir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is. Þar er hægt að nálgast þá og prenta út. Þeir sem óska eftir að fá gangnaseðla senda á pappír geta haft samband við skrifstofu í síma 463-0600. Seðlarnir verða ekki sendir á pappír nema til þeirra sem óska eftir því.
Fjallskilanefnd

Frá Fjallskilanefnd vegna réttarstarfa
Vegna tilmæla frá Almannavörnum verða smalamennskur og réttir með öðru sniði en venjulega.
Bændum er bent á að kynna sér sérstaklega leiðbeiningar vegna gangna og réttarstarfa sem finna má á www.saudfe.is og á heimasíðu sveitarfélagsins.
Takmarka þarf fjölda manna frá hverjum bæ sem á fjárvon í Þverárrétt og miðast skal við að ekki verði fleiri en 8 manns frá hverjum bæ, á þetta ekki við börn fædd 2005 og síðar. Öðrum er óheimill aðgangur og verður umferð að réttinni stýrt.
Í öðrum réttum gilda almennar reglur um fjöldatakmarkanir sem miðast við 100 manns og ber réttarstjórum að tryggja að því verði fylgt eftir.Vetraropnun í sundlauginni

Vetraropnun hefur tekið gildi og er eftirfarandi:
Mánudaga - fimmtudaga kl. 6:30-22:00
Föstudaga kl. 6:30-20:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00
Hætt er að hleypa ofan í 30 mín. fyrir lokun.
Verið velkomin.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar.


 
Volare

*Memi krakkasjampó, inniheldur m.a. rósmarínkjarna sem fælir lúsina frá.
*Þrennutilboð til og með 30. ágúst, fyrir bæði konur og karla: hreinsigel, aloe vera gel og líkamskrem fyrir þurra húð.
Nánari upplýsingar og pantanir í síma 866-2796.
Facebooksíða; Hrönn Volare.


Íbúð til leigu
Þriggja herbergja íbúð til leigu í Eyjafjarðarsveit. Allt innbú fylgir.
Nánari upplýsingar í síma 894-1303.Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna.

Þann 1. september tekur vetraropnum bókasafnsins við. Þá er safnið opið fyrir almenning sem hér segir:
Mánudagar frá 14.00-16.00
Þriðjudagar frá 16.00-19.00
Miðvikudagar frá 16.00-19.00
Fimmtudagar frá 16.00-19.00
Föstudagar Lokað

Að sjálfsögðu ber að viðhafa þær varúðarráðstafanir sem mögulegt er, t.d. handþvott og sprittun áður en komið er inn á safnið og áður en farið er út aftur. Þær bækur sem koma inn eru sótthreinsaðar eins og kostur er og fara ekki í útlán strax.

Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.

Getum við bætt efni síðunnar?