Auglýsingablaðið

1060. TBL 01. október 2020

Auglýsingablað 1060. tbl. 12. árg. 1. okt. 2020.Messa í Grundarkirkju sunnudaginn 4. október kl. 11:00

Kirkjukór Laugalandsprestakalls gleður okkur með fallegum söng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar, nýs organista og kórstjóra. Prestur er Jóhanna Gísladóttir og meðhjálpari Hjörtur Haraldsson. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra boðin sérstaklega velkomin. Ath. sóttvarnarreglur verða í hávegum hafðar og spritt á staðnum.


Kæru sveitungar
Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega.
Mikið væri gaman að fá skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins ef einhverjar ábendingar eru um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni þætti okkur vænt um að fá þær.
Fyrir hönd ritnefndar, Auður og Benjamín, s: 660-9034 og 899-3585,
audur@melgerdi.is og tjarnir@simnet.is.Morgun-Yoganámskeið í Íþróttamiðstöðinni

Næstu sex þriðjudagsmorgna, 6. okt. til 10. nóv., kl. 7:00-7:50, bjóða Litla yogastofan og Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar upp á yoganámskeið.
Tímarnir henta bæði byrjendum sem lengra komnum.
Í tímunum verða einfaldar stöður sem styrkja og mýkja líkamann, efla samhæfingu og auka jafnvægi. Hverjum tíma lýkur með stuttri djúpslökun.
Ef þú átt þína eigin yogadýnu þá er æskilegt vegna sóttvarna að þú notir hana á námskeiðinu. Annars verða dýnur á staðnum og þær sótthreinsaðar fyrir og eftir hvern tíma.
Verð fyrir allt námskeiðið er 9.900 kr. og innifalið í því er aðgangur að sundlaug íþróttamiðstöðvarinnar eftir tímann.
Skráning á http://bit.ly/morgunyoga.
Ingileif Ástvaldsdóttir, yogakennari og Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.Hrútasýning á Möðruvöllum í Eyjafjarðarsveit

Næstkomandi mánudag 5. október 2020 klukkan 20:00 verður haldin hrútasýning í fjárhúsinu á Möðruvöllum.
Bæði verður keppt í flokki lambhrúta og veturgamalla.
Munum að hlýða Víði.
Fjárræktarfélagið Freyr.Bændamarkaður í Laugarborg

Um leið og við þökkum fyrir frábærar viðtökur á markaðnum um síðustu helgi minnum við á næsta markað sem verður á laugardaginn kemur, 3. október í Laugarborg kl. 12:00 – 16:00.
Úrval af afurðum úr sveitinni okkar auk gestasöluaðila.
Þeir sem vilja vera með er bent á að hafa samand við Kalla verkefnastjóra
á netfanginu matarstigur@esveit.is eða í síma 691-6633. Við erum líka farin að horfa á aðeins meira en bara mat úr sveitinni, þannig að önnur framleiðsla og handverk gæti komið til greina.

 

Óskum eftir að ráða fjósamann/konu til að aðstoða okkur í kvöldmjöltum 3-5 daga í viku (mið-sun). Vinnutími er þá ca. 16/16:30 - 19/19:30.
Viðkomandi þarf að vera reyk- og veiplaus, áreiðanlegur og geta komið sér til og frá vinnu. Kostur ef reynsla og áhugi á kúm er til staðar.
Sara María 846-9024 og Þórir 862-6832, Torfum.Komdu í fótboltalið Fimbul!

Kíktu á okkur í klúbbhúsinu okkar og horfðu á ensku deildina með happy hour köldum á krana, kráarmat, sætabrauði og fleiru gómsætu. Opið frá kl. 11:00 bæði laugardag og sunnudag á Lamb Inn Öngulsstöðum.
Hafðu samband: 463-1500, info@fimbulcafe.com.Dagbók Önnu Frank aftur á svið!

Freyvangsleikhúsið frumsýndi nýja leikgerð á Dagbók Önnu Frank í febrúar á þessu ári en þurfti að leggja niður sýningar vegna samkomubanns í Covid-19 faraldrinum.
En flokkurinn er hvergi tilbúinn til að kveðja verkið og þess vegna hefjum við nýja leikárið á að sýna nokkrar sýningar af Dagbók Önnu Frank, en verkið verður eingöngu sýnt í október.
Við fylgjum settum reglum og gildandi takmörkunum varðandi samkomur og því er aðeins takmarkaður sætafjöldi í boði fyrir hverja sýningu og eins gætum við að sjálfsögðu tilvísunum um sóttvarnir.

Næstu sýningar:
Fimmtudagur 1. okt. kl. 20:30
Laugardagur 3. okt. kl. 20:30
Föstudagur 9. okt. kl. 20:30
Laugardagur 10. okt. kl. 20:30
Föstudagur 16. okt. kl. 20:30
Laugardagur 17. okt. kl. 20:30
Miðapantanir í síma 857-5598 og á tix.is.

Getum við bætt efni síðunnar?