Auglýsingablaðið

1061. TBL 07. október 2020

Auglýsingablað 1061. tbl. 12. árg. 7. okt. 2020.



Sveitarstjórnarfundur

556. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 15. október og hefst hann kl. 15:00.
Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Bleikar slaufur í október

Dekurdagar og Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit taka höndum saman til að styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis, sem hefur sent út neyðarkall til samfélagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins.

Starf Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis byggir alfarið á stuðningi frá Krabbameinsfélagi Íslands ásamt styrkjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Það sem af er ári hefur styrkjum fækkað og að öllu óbreyttu mun núverandi rekstrafé félagsins vera uppurið í lok febrúar 2021 með tilheyrandi skerðingu á þjónustu.

Dekurdagar selja þessa dagana slaufur til að setja á ljósastaura og póstkassa og rennur allur ágóði þeirra til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Slaufan kostar 5000 kr. (að lágmarki).

Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar og taka þær niður að loknu verkefninu.

Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október.
Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.



Freyvangsleikhúsið – Dagbók Önnu Frank - Aðeins sýnt í október!

Næstu sýningar
Föstudagur 9. okt. kl. 20:30
Laugardagur 10. okt. kl. 20:30 - Örfá sæti laus
Föstudagur 16. okt. kl. 20:30
Laugardagur 17. okt. kl. 20:30
Föstudagur 23. okt. kl. 20:30
Laugardagur 24. okt. kl. 20:30

Miðapantanir í síma 857-5598 og á tix.is.
Nánari upplýsingar á freyvangur.is

Athugið að um takmarkaðan sætafjölda er að ræða.



Bændamarkaður fellur niður

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða fellur niður bændamarkaðurinn sem fyrirhugaður var laugardaginn 10. október. Við vonumst til þess að geta tekið upp þráðinn á nýjan leik fyrir jólin.
Þökkum frábærar viðtökur.
Matarstígur Helga magra, www.matarstigur.is, helgimagri@esveit.is.



Snyrtistofan Sveitasæla (Öngulsstöðum)

Ég nota andlitsmaska við allar meðferðir og vil biðja kúnna að gera slíkt hið sama á þessum covid tímum. Kúnnar sem finna fyrir kvef einkennum eru beðnir um að halda sig heima.
Hægt að fá allar helstu snyrtimeðferðir, nánari upplýsingar um meðferðir og verð eru inná Facebook og hægt að senda mér skilaboð þaðan og panta tíma.
Gjafabréf í dekur er tilvalin gjöf við öll tækifæri, þú velur ákveðna meðferð eða upphæð að eigin vali. Best er að hringja í mig ef þið viljið nálgast gjafabréf.
Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu.
Er með opið mánudaga kl. 12:00-18:00, þriðjudaga 14:00-16:00, miðvikudaga 12:00-18:00, fimmtudaga 14:00-16:00 og föstudaga 9:00-15:00.
Tímapantanir í síma 833-7888, milli kl. 9:00-17:00 á daginn. Símsvari eftir opnunartíma.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur og danskennari.

 

Getum við bætt efni síðunnar?