Auglýsingablaðið

1084. TBL 18. mars 2021

Auglýsingablað 1084. tbl. 13. árg. 18. mars 2021.



Sumarstarf - Flokkstjóri vinnuskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar.
Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.
Starfstími vinnuskólans er frá byrjun júní fram í ágúst.
Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi.
Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 24. mars 2021.
Umsóknir sendist á esveit@esveit.is eða í bréfpósti á Eyjafjarðarsveit, Skólatröð 9, 605 Akureyri.



Árshátíð nemenda á yngsta stigi í Hrafnagilsskóla

Föstudaginn 19. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda á yngsta stigi. Nemendur, með aðstoð kennara, setja upp sýningu um Gullgæsina en ævintýrið um hana kemur úr safni Grimmsbræðra.
Vegna samkomutakmarkana er ekki hægt að halda árshátíð með hefðbundnum hætti og verður sýningin því tekin upp með áhorfendum úr skólanum.
Nemendur yngsta stigs bjóða til sölu slóð á leikritið og kostar hún 1.000 krónur. Pantanir þurfa að berast sem fyrst til Nönnu ritara á netfangið nanna@krummi.is og þar þurfa að koma fram upplýsingar um hver sé kaupandi og netfangið sem senda á slóðina á.
Ágóðinn verður nýttur í þágu nemenda, t.d. í lyftugjöld í skíðaferð, dagsferð nemenda í 4. bekk og fleira skemmtilegt.

Við hvetjum sem flesta, ömmur og afa, frændur og frænkur, nágranna og sveitunga til þess að sjá þessa skemmtilegu sýningu og styrkja nemendur í leiðinni.

Við þökkum stuðninginn, nemendur á yngsta stigi í Hrafnagilsskóla.



Frá Félagi eldri borgara – Aðalfundur

Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 20. mars kl. 13:30 í Félagsborg.
Venjuleg aðalfundarstörf, en þar að auki mun Eyþór Ingi organisti heimsækja okkur með ljósmyndasýningu.
Verum dugleg að mæta og alltaf gaman að sjá ný andlit.
Kaffi í boði félagsins.
Stjórnin.



Kvenfélagið Hjálpin

Við minnum á aðalfund félagsins sem verður haldinn miðvikudaginn 24. mars kl. 20:00 í Sólgarði.
Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá.
Áhugasamar velkomnar að koma og kynna sér starfsemina.
Hlökkum til að sjá ykkur, stjórnin.



Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar
verður haldinn miðvikudaginn 24. mars n.k. kl. 20:00 í Félagsborg.
Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar velkomnir.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Stjórnin.



Aðalsafnaðarfundur Grundarsóknar
verður haldinn miðvikudagskvöldið 24.03. kl. 20:30. í Víðigerði, venjuleg aðalfundarstörf, einnig verður lögð fram tillaga um að Grundarsókn sameinist öðrum sóknum í sveitinni, sóknarbörn hvött til að mæta.
Sóknarnefndin.


Aðstoð
Leita að konu til að aðstoða aldraða konu í Eyjafjarðarsveit í 2 til 3 tíma á dag flesta daga vikunnar eða eftir samkomulagi.
Bíll í boði ef á þarf að halda.
Friðfinnur 894-1624 eða alvarr@alvarr.is.



Snyrtistofan Sveitasæla, Öngulsstöðum

Nú styttist í páskana, pantið tímanlega. Tímum fer fækkandi. Munið gjafabréfin og dásamlegu Comfort Zone vörurnar sem ég er með til sölu, þær hafa algjörlega slegið í gegn. Hef séð stórkostlegan mun á húð hjá þeim sem nota hreinsivörurnar. Sérlína fyrir feita húð, viðkvæma húð (rósaroða), venjulega húð og þroskaða húð.
Tímapantanir í síma 833-7888.



Dagbók Önnu Frank snýr aftur!

Við hjá Freyvangsleikhúsinu erum ekki tilbúin til að kveðja sýninguna okkar um Önnu Frank og sambýlinga hennar á leynilega háaloftinu.
Takmarkaður miðafjöldi og aðeins örfáar sýningar.

Næstu sýningar:
Föstudagur 26. mars kl. 20:30
Laugardagur 27. mars kl. 20:30
Miðvikudagur 31. mars kl. 20:30
Fimmtudagur 1. apríl kl. 20:30
Laugardagur 3. apríl kl. 20:30

Miðasala í síma 857-5598 og á Tix.is.
Sætaröðun í samræmi við nálægðartakmarkanir og sóttvarnarreglur.
Nánari upplýsingar á www.freyvangur.is.

 

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?