Auglýsingablaðið

1085. TBL 24. mars 2021

Auglýsingablað 1085. tbl. 13. árg. 24. mars 2021.Auglýsingablaðið fyrir páska

Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00, mánudaginn 29. mars, fyrir síðasta blað fyrir páska sem dreift verður þriðjudaginn 30. mars.
 Senda þarf texta, þ.e. texta í tölvupósti eða í word fylgiskjali á eveit@esveit.is eða hringja í 463-0600.Viðburðir í Eyjafjarðarsveit

Vakin er athygli á því að margir viðburðir í Eyjafjarðarsveit eru auglýstir á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar www.esveit.is.
Upplýsingar um viðburð sendist á esveit@esveit.is. Einnig er hægt að setja sjálfur upp viðburðinn rafrænt á heimasíðunni https://www.esveit.is/is/mannlif/vidburdir/submit.Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Síðasti opnunardagur safnsins fyrir páska er fimmtudagurinn 25. mars. Þá er opið frá kl. 16:00-19:00.
Opnum aftur eftir páska þriðjudaginn 6. apríl.
Minnum annars á opnunartíma safnsins:
Þriðjudagar frá 16:00-19:00.
Miðvikudagar frá 16:00-19:00.
Fimmtudagar frá 16:00-19:00.
Best er að ganga um dyr að austan (kjallari íþróttahúss) eða um sundlaugarinngangÍþróttamiðstöð – Opnunartímar um páskana


29.3. kl. 06:30 – 22:00 2.4. kl. 10:00 – 20:00
30.3. kl. 06:30 – 22:00 31.3. kl. 06:30 – 22:00
1.4. kl. 10:00 – 20:00 3.4. kl. 10:00 – 20:00
4.4. kl. 10:00 – 20:00 5.4. kl. 10:00 – 20:00

Hlökkum til að sjá ykkur um páskana.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar.Lýðheilsustyrkur

Eyjafjarðarsveit veitir íbúum sveitarfélagsins 67 ára og eldri styrk til heilsueflingar. Markmið lýðheilsustyrkja er að stuðla að aukinni heilsueflingu, líkamlegri og félagslegri. Styrkur er veittur vegna skráninga- og þátttökugjalda fyrir einstaklinga á aldrinum 67 ára og eldri með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt félagsstarf og líkamsrækt sem stuðlar að
heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá lýðheilsunefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.

Styrkur árið 2021 er fjárhæð 15.000 kr.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs.
Eyðublöð verða á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 og Íþróttamiðstöðinni, en einnig verður hægt að senda inn rafrænar umsóknir í gegnum heimasíðu sveitarinnar.

Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda:
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða félagsstarf eða líkamsrækt er verið að greiða.
2. Staðfestingu á greiðslu.
3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.

 


Aðalfundur Hestamannafélagsins Funa
verður haldinn í Funaborg þann
25. mars kl. 20:30. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfunda störf. Einnig verða skoðuð tilboð í flíkur til kaups með merkingum Funa.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórnin.Fræðslukvöld

Föstudagskvöldið 26. mars kl. 20:00, í Funaborg, ætlar Konráð Valur Sveinsson, margfaldur heimsmeistari í skeiði, að fræða okkur um uppbyggingu skeiðhesta. Vonumst til að sjá sem flesta.
Fræðslunefnd og stjórn Funa.Aðalfundur Möðruvallasóknar
verður haldinn miðvikudaginn 31. mars kl. 20:30 á Hríshóli 2.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og einnig liggur fyrir fundinum tillaga um að sameinast öðrum sóknum í sveitinni.
Sóknarnefndin.Hátíðarmessa á páskadag

Gleðjumst saman í Grundarkirkju kl. 11:00 á páskadag.
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista og kórstjóra. Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson. Prestur Jóhanna Gísladóttir. Öll velkomin og gaman yrði að sjá sem flest!

Við fylgjum öllum sóttvarnarreglum sem þessa stundina gera ráð fyrir að allir kirkjugestir skrái nöfn sín á lista í anddyri kirkjunnar. Listanum verður svo fargað tveim vikum síðar.
Eins minni ég á grímuskyldu hjá þeim sem fædd eru 2004 eða fyrr.Páskaleikur Hrönn Volare

Vinningur: vörur að eigin vali úr bæklingi að verðmæti allt að 10.000 kr. (eða endurgreiðsla/lækkun á eigin pöntun dagana 25.03-8.04).
Í hattinn fara nöfn þeirra sem versla vörur fyrir 5.000 kr. eða meira, hjá Hrönn Volare frá 25. mars til og með 8. apríl, dregið verður 10. apríl nk.
Hægt er að skoða vörurnar á facebooksíðunni Hrönn Volare. Einnig er hægt að fá afhentan bækling. Nánari upplýsingar hjá Hrönn í síma 866-2796, eða í skilaboðum á facebook Hrönn Volare.

 


Dagbók Önnu Frank snýr aftur á fjalir Freyvangsleikhússins!

Um er að ræða örfáar sýningar og takmarkaðan sætafjölda.

Föstudagur 26. mars kl. 20:30
Laugardagur 27. mars kl. 20:30
Miðvikudagur 31. mars kl. 20:30
Fimmtudagur 1. apríl kl. 20:30
Laugardagur 3. apríl kl. 20:30

Miðasala í síma 857-5598 og á Tix.is. Nánari upplýsingar á Freyvangur.is.

 

Getum við bætt efni síðunnar?