Auglýsingablaðið

1088. TBL 14. apríl 2021

Auglýsingablað 1088. tbl. 13. árg. 14. apríl 2021.



Sveitarstjórnarfundur

563. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, miðvikudaginn 21. apríl og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.



Breyting á fundardögum sveitarstjórnar og skipulagsnefndar

Fundir sveitarstjórnar verða nú hálfsmánaðarlega. Fundir fram að sumarfríi verða kl. 8:00 21. apríl, 6. og 20. maí, 3. júní og 16. júní.
Fundir skipulagsnefndar breytast einnig og verða fundir á mánudögum kl. 8:00 dagana 19. apríl, 3., 17., og 31. maí og 14. júní.



Vinnuskólinn

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskólann sumarið 2021 á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.
https://www.esveit.is/is/thjonusta/menntun-1/vinnuskoli



Kæru foreldrar barna hjá UMF Samherjum

Nú höfum við fært skráningu íþróttagreina fyrir börn ásamt greiðslu alfarið yfir í Nóra og hvetjum við þá sem eiga eftir að skrá og greiða æfingagjöld fyrir vorönn eindregið til að gera það hið fyrsta. Hægt er að fara inn á vef Nóra með rafrænum skilríkjum eða íslykli í gegnum https://umse.felog.is/
Eins og áður geta börn verið skráð í eins margar greinar og það/þið kjósið en einungis er rukkað fyrir fyrstu greinina sem skráð er. Ef barnið er að stunda fleiri en eina grein þá er nauðsynlegt að skrá barnið í allar þær greinar sem hann/hún eru að iðka.
Íþróttagjald fyrir vorönn er óbreytt frá fyrri önn, eða 15.000 kr. óháð fjölda íþróttagreina. Í lok apríl verður lokað fyrir skráningu í gengum Nóra og sendir út greiðsluseðlar til þeirra sem ekki hafa lokið skráningu. Hækkar þá gjaldið um 2.500 kr, eða upp í 17.500 kr.
Skráning í gegnum Nóra hefur reynst mjög vel og flestir fara auðveldlega í gegnum ferlið en ef að þú/þið lendið í vandræðum með skráningu þá endilega sendið okkur póst í gegnum samherjar@samherjar.is og við aðstoðum ykkur af okkur bestu getu.
Kær kveðja, stjórn UMF Samherja.



Iðunnarkvöld

Næsta Iðunnarkvöld verður haldið miðvikudagskvöldið 21. apríl og hefst kl. 20:00. Við hittumst í fundarherberginu í Laugarborg og eru nýjar konur, sem áhuga hafa á skemmtilegu og gefandi samstarfi, boðnar sérstaklega velkomnar. Haldin verður bókakynning á þeim bókum sem við 1. flokks konur höfum lesið í vetur og boðið verður upp á léttar veitingar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar.
Kveðja, 1. flokkur Kvenfélagsins Iðunnar.

 

Getum við bætt efni síðunnar?