Auglýsingablaðið

1095. TBL 02. júní 2021

Auglýsingablað 1095. tbl. 13. árg. 2. júní 2021.Sumaropnun í sundlauginni
Sumaropnun hófst 1. júní og er opnunartíminn eftirfarandi:
Mánudaga-föstudaga kl. 6:30-22:00
Laugardaga og sunnudaga kl. 10:00-20:00
Verið velkomin í sund.Skólaliði og starfsmaður í frístund

Inn í öflugan og skemmtilegan starfsmannahóp Hrafnagilsskóla vantar skólaliða og starfsmann í frístund næsta skólaár.

Leitað er eftir starfsmanni sem:
· Sýnir metnað í starfi.
· Er fær og lipur í samskiptum.
· Sýnir sjálfstæði í vinnubrögðum.
· Er lausnamiðaður.

Umsóknarfrestur er til 11. júní 2021 en ráðið er frá 15. ágúst 2021. Nánari upplýsingar veita skólastjórar í síma 464-8100 og 699-4209 eða með netpósti á netföngin, hrund@krummi.is og bjork@krummi.is.Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 9. og 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”

Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.

Nauðsynlegt er að halda fjölgun katta í hófi. Vanti kattagildru eða aðstoð við fækkun katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615.
Sveitarstjóri.Kvöldhelgistund í Grundarkirkju sunnudaginn 6. júní kl. 20:00

Kirkjukór Laugalandsprestakalls lætur ljós sitt skína eftir langan vetur og gleður kirkjugesti með fallegum söng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar kórstjóra og organista.
Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson og prestur Jóhanna Gísladóttir.
Létt og notaleg stund í upphafi sumars, öll velkomin!Áttu nælonsokkabuxur sem þú ert hætt að nota?

Nokkrir nemendur í Hrafnagilsskóla óska eftir gefins nælonsokkabuxum til að endurnýta í grashausa, sjá meðfylgjandi mynd.
Ef nánari upplýsingar óskast þá endilega heyrið í Nönnu ritara í
síma 464-8100, hún mun einnig taka við þeim sokkabuxum sem berast.


Matarstígur Helga magra
Pantaðu matvörur í gegnum vefverslunina www.matarstigur.is og fáðu sent heim upp að dyrum í vistvænni dreifileið.

Matarstígur Helga magra sendir allar pantanir úr vefverslun heim upp að dyrum í vistvænni dreifileið (á rafbíl) í Eyjafjarðarsveit á þriðjudögum og fimmtudögum. Boðið er uppá matvörur frá smáframleiðendum, frumkvöðlum og bændum úr sveitinni. Kjötvörur, kartöflur, egg, grænmeti, ís, kaffi o.fl.
Skoðaðu vöruúrvalið á: www.matarstigur.is.Skemmtiferð Kvenfélagsins Iðunnar verður laugardaginn 19. júní

Ferðin verður dagsferð vestur á Blönduós og Skagaströnd og við ljúkum ferðinni með kvöldverði á Fimbul á Öngulsstöðum. Þær konur sem hafa hug á að koma með eru beðnar að láta einhverja ferðanefndarkonu vita í síma eða svara könnun á facebooksíðunni Aðeins Iðunnarkonur fyrir 10. júní.
Anna Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Helgadóttir, Sigríður Sólarljós, Margrét Aradóttir, Þórdís Bjarnadóttir, Berglind Kristinsdóttir og Hildur GísladóttirVolare – snyrtivörur fyrir húð og hár

Nú er um að gera að panta t.d. sólarvörn og after sun fyrir sumarið eða bara fylla á lagerinn hjá sér.
Nánari upplýsingar og pantanir hjá Hrönn í síma 866-2796 eða með facebook skilaboðum á Hrönn Volare.

 

Getum við bætt efni síðunnar?