Auglýsingablaðið

1103. TBL 11. ágúst 2021

Auglýsingablað 1103. tbl. 13. árg. 11. ágúst 2021.

Gangnadagar 2021
1. göngur verða gengnar 3.-5. september.
2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 17.-19. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 1. október. Stóðréttir verða 2. október.


 Álagning fjallskila 2021

Þeir sem halda allt sauðfé og öll hross heima eru beðnir að tilkynna það til skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í seinasta lagi sunnudaginn 22. ágúst með tölvupósti á póstfangið esveit@esveit.is eða í síma 463-0600. Lagt verður á eftir forðagæsluskýrslum þeirra sem sleppa á afrétt. Þá verður lagt á eftirgjald í fjallskilasjóð kr. 60 fyrir hverja kind og hvert hross sömu aðila.


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Haustferð Félags eldri borgara í Eyjafjarðarsveit verður farin fimmtudaginn 2. september nk. með fyrirvara um hugsanlegar breytingar vegna Covid 19.
Farið verður um Suður-Þingeyjarsýslu. Viðkomustaðir eru m.a. Gallerí Surtla á Stórutjörnum, Stöng í Mývatnssveit, en þar verður borðuð súpa og Svartárkot í Bárðardal. Þá verður ekið að Aldeyjarfossi og Hrafnabjargafossi. Miðdegiskaffi og kvöldverður verður í Kiðagili. Leiðsögumaður verður Sigurður Pálsson bóndi á Lækjarvöllum. Áætlað verð á mann er kr. 10.000,-. Tilkynning um þátttöku þarf að berast fyrir 21. ágúst til Reynis, sími 862-2164, Jófríðar, sími 846-5128 eða Ólafs, sími 894-3230.
Ferðanefndin.HÆLIÐ setur um sögu berklanna

Opið daglega kl. 12:00-18:00 til og með 22. ágúst.
Eftir það helgaropnun; lau og su kl. 13:00-17:00.
Leikverkið TÆRING hefur göngu sína á ný 25. ágúst, tryggið ykkur miða! Nánari upplýsingar á mak.is.Reykhúsa hunang

Um næstu helgi 14.-15. ágúst ætla ég að selja glænýtt fljótandi hunang við hjólastíginn neðan við Reykhús við gamla afleggjarann að Laugarbrekku.
Á laugardaginn kl. 10:00 – 12:00 og
sunnudaginn kl. 13:00 – 15:00.
Anna Guðmundsdóttir, býflugnabóndi.

 

Getum við bætt efni síðunnar?