Auglýsingablaðið

1105. TBL 25. ágúst 2021

Auglýsingablað 1105. tbl. 13. árg. 25. ágúst 2021.


Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Þátttaka í haustferðinni okkar 2. september nk. er góð en enn eru þó laus sæti ef áhugi væri. Kostnaður á mann verður kr. 10.000 og leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079 fyrir 1. sept. Brottför frá Félagsborg verður samkvæmt venju kl. 9.00 og frá Skautahöllinni kl. 9.15. Vegna sóttvarnarreglna þurfa allir að hafa grímur meðferðis. Nánari upplýsingar hjá Reyni, sími 862-2164, Jófríði, sími 846-5128 eða Ólafi, sími 894-3230.
Ferðanefndin

 


Frá fjallskilanefnd:

Gangnadagar 2021
1. göngur verða gengnar 3.-5. september.
2. göngur verða tveim vikum síðar þ.e. 17.-19. september.
Hrossasmölun verður föstudaginn 1. október. Stóðréttir verða 2. október.

Álagning fjallskila 2021
Gagnaseðlarnir eru komnir inn á heimasíðu sveitarfélagsins
https://www.esveit.is/is/moya/news/gangnasedlar-2021

Covid
Fjallskilanefnd minnir á að enn eru í gangi samkomutakmarkanir vegna Covid 19 og þarf því að halda utanaðkomandi mannskap við réttarstörf í lágmarki. Í réttum gilda almennar reglur um fjöldatakmarkanir sem miðast við 200 manns og ber réttastjórum að tryggja að því verði fylgt eftir.

 

Getum við bætt efni síðunnar?