Auglýsingablaðið

1111. TBL 06. október 2021

Auglýsingablað 1111. tbl. 13. árg. 6. október 2021.



Venjulegur opnunartími í sundlauginni á fimmtudaginn
Fyrirhugað var að hafa sundlaugina opna allan fimmtudaginn 7. október, en ekkert verður af því þar sem kalda vatnið verður tekið af milli kl. 8:00-12:00 þann dag.
Opnunartíminn verður þá eins og vanalega kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00.
Biðjumst velvirðingar á þessu, Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar.



Kæru sveitungar
Tímaritið okkar Eyvindur kemur út fyrir jólin eins og venjulega.
Mikið væri gaman að fá skemmtilegar sögur, ljóð eða annað sem þið hafið samið til að birta. Eins ef einhverjar ábendingar eru um spennandi viðtals- eða umfjöllunarefni þætti okkur vænt um að fá þær.
Fyrir hönd ritnefndar, Auður og Benjamín.
Auður, s: 660-9034, audur@melgerdi.is. Benjamín, s: 899-3585, tjarnir@simnet.is.



Guðsþjónusta í Kaupangskirkju 10. okt. kl. 13:30 - Davíðssálmar sungnir
Stærsta ljóðasafn Biblíunnar er Davíðsálmar. Þeir hafa verið sungnir í kirkjum alla tíð og það verður gert í Kaupangskirkju 10. okt. kl. 13:30. Kór kirkjunnar syngur valda sálma sem hafa verið samdir út frá þeim undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Sr. Guðmundur flytur hugleiðingar sínar um þessi merku trúarljóð.



Tínum köngla upp í snjótroðara
Skógræktarfélag Eyfirðinga býður áhugasömum að tína stafafuruköngla í Lauglandsskógi á Þelamörk (Hörgársveit) kl. 13:00 á laugardaginn, 9. október. Viðburðurinn er liður í að safna fé til að kaupa nýjan snjótroðara í Kjarnaskóg. Allir könglar sem tíndir verða þennan dag verða seldir til Skógræktarinnar og ágóði fer óskiptur í söfnun á nýjum snjótroðara.
Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á facebooksíðu félagins.
Nánari upplýsingar um snjótroðarasöfnunina er að finna á heimasíðu félagsins www.kjarnaskogur.is.



Áttu gull og gersemar? nothæft-verðmat-ráðgjöf
Júlía Þrastardóttir gullsmiður verður í Kvennaskólanum á Laugalandi laugardaginn 16. okt, uppi í betri stofunni milli kl. 15:00 og 17:00 með ókeypis ráðgjöf á skarti. Öllum er velkomið að koma og fá verðmat, mat á hreinsun eða gyllingu, aldri þess, notagildi eða endursmíði.

 


Bleik slaufa til stuðnings KAON – tökum ennþá við pöntunum
Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.
Slaufan kostar 5.000 kr. (að lágmarki). Í fyrra söfnuðust alls 350 þúsund kr. í Eyjafjarðarsveit. Upphæðin sem safnast saman verður afhent Krabbameinsfélaginu og Dekurdögum í lok október.
Sendu póst á selmadogg@simnet.is og pantaðu slaufu.

Íbúum Eyjafjarðarsveitar gefst tækifæri til að leggja málefninu lið og mun Lionsklúbburinn Sif í Eyjafjarðarsveit setja upp slaufurnar og taka þær niður að loknu verkefninu.



Námskeið framundan á vegum Þjóðháttafélagsins Handraðinn


Byrjendanámskeið í víravirki - Félagsborg 16. og 17. okt.
Þjóðháttafélagið Handraðinn býður upp á námskeið í víravirki. Kennari Júlía Þrastardóttir gullsmiður og eigandi Djúlsdesign. Á námskeiðinu er farið í allar helstu undistöðuaðferðir við vinnu á víravirki. Víravirkið byggir á aldagömlum hefðum við þjóðbúningagerð en hefur komið sterkt inn í skartgripagerð á síðustu árum.
Byrjendur byrja á að smíða blóm sem getur verið hálsmen eða næla, og fara þannig í gegnum ferlið frá A-Ö. Efni í einn hlut er innifalið og öll verkfæri á staðnum. Það þarf ekki að koma með neitt með sér nema handfylli af þolinmæði, meðalstóra krukku af jákvæðni
og góð gleraugu ef ellin er farin að færast yfir. Gott er að koma með glósubók og penna og nesti, kaffi verður á staðnum og aðstaða.
Kennt verður laugardag 16. okt. kl. 10:00-15:00 og sunnudag 17. okt. 10:00-15:00 í Félagsborg í Hrafnagilshverfi.
Námskeiðshelgin kostar 34.500 kr. og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á djuls@djuls.is eða hringja í 694-9811.


Þjóðbúningasaumanámskeið - Kvennaskólinn á Laugalandi
Þjóðháttafélagið Handraðinn býður upp á námskeið í þjóðbúningasaumum í vetur sem áður fyrr í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Helgin 16. og 17. okt. verður næsta saumahelgi frá kl. 10:00-17:00 báða daga og er ráðgert að sauma líka 20. og 21. nóvember. Nemendur vinna að ólíkum verkefnum bæði búningum karla og kvenna, gerð faldbúninga, kyrtla, peysufata og upphluta, skyrtu- og svuntusaumi, útsaumi eða baldýringu eða lagfæra eldri búninga. Hver helgi er stök og mögulegt er að taka þátt hluta úr helgi. Stefnt er að því að halda slíkar saumahelgar sex sinnum í vetur. Nemendur þurfa að koma með saumavél og einnig að hafa með sér allt almennt saumadót sem gæti nýst s.s. tvinna, þræðitvinna, skæri, nálar, saumavélanálar, málband, krít, skriffæri og fleira. Hægt er að bóka tíma í mátun fyrir sniðtöku og skoða efnisprufur frá verslun Heimlisiðnarfélagsins sé áhugi á þátttöku síðar í vetur.
Verð á per helgi er 44.200 kr. (39.780 fyrir félagsmenn) (12 klst). Kennari verður Oddný Kristjánsdóttir eigandi þjóðbúningastofunnar 7íhöggi. Námskeiðið verður haldið í gamla Kvennaskólanum á Laugalandi.
Allar nánari upplýsingar og fyrirspurnir, sem og skráningar sendist á kristin@heimilisidnadur.is.


Uppsetning á púðum með útsaumsmyndum - Kvennaskólinn á Laugalandi
Laugardaginn 13. nóvember milli kl. 9:00 og 17:00 (hádegishlé 13:00-14:00) verður kennt að setja upp útsaum í púða (þó ekki með rykkingum). Nemendur komi með nýjan eða gamlan útsaum og læra að setja upp. Nemendur þurfa að koma með efni í umgjörð og bak ásamt rennilásum en hægt verður að kaupa svarta rennilása og svart efni á staðnum. Kennari verður Lára Magnea Jónsdóttir textílhönnuður og verður haldið í gamla Kvennaskólanum á Laugalandi. Nemendur þurfa að koma með saumavél og einnig að hafa með sér allt almennt saumadót sem gæti nýst s.s. tvinna, þræðitvinna, skæri, nálar, saumavélanálar, málband, krít, skriffæri og fleira.
Námskeiðsgjald: 17.900 kr. (16.110 kr. fyrir félagsmenn) (6 klst) - efni er ekki innifalið.
Skráningar og fyrirspurnir berist til kristin@heimilisidnadur.is

 

Getum við bætt efni síðunnar?