Auglýsingablaðið

1113. TBL 20. október 2021

Auglýsingablað 1113. tbl. 13. árg. 20. október 2021.Umsókn um íþrótta- og tómstundastyrk barna
Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum/forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum
6-17 ára styrki vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar. Meginmarkmið íþrótta- og tómstundastyrkja er að stuðla að aukinni hreyfingu og félagsþátttöku barna í sveitarfélaginu. Styrkur er veittur vegna æfinga- og þátttökugjalda fyrir börn á aldrinum 6-17 ára með lögheimili í Eyjafjarðarsveit. Styrkhæft er hvers konar reglulegt íþrótta- og tómstundastarf. Fjárhæð styrks er ákveðin ár hvert í sveitarstjórn að fengnum tillögum frá íþrótta- og tómstundanefnd. Styrkur nemur aldrei hærri fjárhæð en sem nemur greiddum gjöldum.

Styrkur árið 2021 er fjárhæð 20.000 kr.
Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 15. desember hvers árs.
Sótt er rafrænt um íþrótta- og tómstundastyrk á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar.

Til að fá styrkinn greiddan þarf að senda:
1. Afrit af reikningi þar sem fram kemur fyrir hvaða íþrótt eða tómstund er verið að greiða og fyrir hvaða barn.
2. Staðfestingu á greiðslu.
3. Reikningsupplýsingar til að leggja styrkinn inn á.Freyvangsleikhúsið kynnir Smán
Leikritið Smán verður frumsýnt 22. október þar sem við upplifum allskonar tilfinningarússíbana og skellum okkur á trúnó af því „Það er allt í þessu fína, allt í þessu skíta helvítis fína. Hvað er einn aumingi á milli vina?“

Sýningar:
22. okt. frumsýning – uppselt
23. okt. Parasýning – 1 miði gildir fyrir 2
29. okt. Oktoberfest – Tilboð á barnum
30. okt. Oktoberfest – Tilboð á barnum
5. nóv. Happdrætti – Happdrættismiði fylgir hverjum miða
6. nóv. Happy hour – Happy hour og lifandi tónlist frá kl. 18:00-20:00

Miðasala á tix.is og í síma 857-5598.
Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu Freyvangsleikhússins og á freyvangur.is. Hlökkum til að sjá ykkur!Iðunnarkvöld – í kvöld kl. 20:00
Í kvöld miðvikudaginn 20. október verður Iðunnarkvöld Kvenfélagsins Iðunnar
kl. 20:00 í fundarherberginu í Laugarborg. Léttar veitingar og smákökusmakk.
Nýjar konur, sem áhuga hafa á skemmtilegu og gefandi samstarfi, boðnar sérstaklega velkomnar.
Hlökkum til að sjá sem flestar.
Kvenfélagið Iðunn.Kannast einhver við þennan kött?
Hann/hún hefur verið hér á þvælingi í allt haust. Vinsamlegast hafið samband ef þið vitið einhver deili á kisa/kisu.
Emilía á Syðra-Hóli
s: 899-4935
sholl@simnet.isViltu sjá Konur án klæða?
Þá hefur þú tækifæri til þess um helgina!
Myndlistarhópurinn KÀK deilir vinnustofu í Kaupvangsstræti 2 og kynntist í gegnum listina á ýmsum tímum. Hópurinn verður með myndlistarsýningu í Deiglunni í Gilinu á Akureyri. Sýningin stendur yfir í tvo daga, laugardag 23. og sunnudag 24. október kl. 13:00-17:00 báða dagana.

Myndlistarsýningin ber heitið Konur án klæða. Konur án klæða birtast okkur í ýmsum myndum í tilverunni. Hver og ein túlkar efniviðinn á sinn hátt.

Í hópnum eru listakonurnar Ingibjörg Jóhannesdóttir-Inga, Ingibjörg Ósk Pétursdóttir-Imma, Magga Kristín Björnsdóttir, Mayflor Perez Cajes og Sólveig Eiríksdóttir.

Hlökkum til að sjá ykkur!Bleika flugan til styrktar KAON
Er með bleikar laxaflugur frá BM flugum til sölu út október á 1.000 kr./stk. flugurnar voru sérstaklega hannaðar fyrir þetta verkefni. Ákveðið hefur verið að láta 1.000 kallinn renna óskiptan til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.
Pantanir í síma 866-2796 eða hronn1971@gmail.com, Hrönn.

Getum við bætt efni síðunnar?