Auglýsingablaðið

1117. TBL 17. nóvember 2021

Auglýsingablað 1117. tbl. 13. árg. 17. nóvember 2021.



Vantar þig aðstoð við að komast í félagsstarf eldri borgara?
Nú þegar vetur gengur í garð kannar sveitarfélagið hverja vantar mögulega aðstoð við akstur til að komast í félagsstarf eldri borgara á þriðjudögum.
Hvetjum við alla sem hafa áhuga á að komast í starfið en sjá sér ekki fært á að mæta vegna aksturs að hafa samband við skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma
463-0600. Mikilvægt er fyrir okkur að fá nafn, heimilisfang og símanúmer svo við getum haft aftur samband varðandi frekari útfærslu þjónustunnar.
Sveitarstjóri.



Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Þriðjudaginn 23. nóvember nk. mun Eyþór Ingi Jónsson, organisti, koma til okkar í Félagsborg og sýna fallegar myndir og ræða um efni þeirra. Sýningin mun hefjast um kl. 14:00. Að fenginni reynslu má reikna með fróðlegri og skemmtilegri sýningu.
Stjórnin.



Fjáröflun – 10. bekkur Hrafnagilsskóla 2021-2022

Gjafaaskja frá Laufabrauðssetrinu
(viskastykki, servíettur og skraut).
Verð: 4.000 kr.

Kryddpakkinn Jól 1
Jólaglöggskryddblanda (handgerð kryddblanda sem er ljúffeng í
áfengt sem og óáfengt glögg)
Kalkúna kryddblanda
Yfir holt og heiðar (lambakrydd Læknisins í eldhúsinu)
Sætkartöflukrydd (gerir allt rótargrænmeti betra)
Villibráð og lamb
Verð: 4.000 kr.

Pantanir þurfa að berast fyrir 23. nóvember á dora@krummi.is eða nanna@krummi.is



Í KVÖLD: Iðunnarkvöld 17. nóv. kl. 20:00 – Í FÉLAGSBORG, Skólatröð 9
Hvert á kaffipokinn að fara? Af hverju mega útrunnu maíspokarnir ekki fara í moltuna? Hvað með lyfjaspjöldin?
Eyrún Gígja verkefnastjóri fræðslumála hjá Vistorku, kemur og fer yfir
flokkunina með okkur í Kvenfélaginu Iðunni.

Hittumst í Félagsborg, Skólatröð 9, kl. 20:00. Nýjar konur velkomnar.
Annar flokkur.



Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar boðar yður fögnuð
Opnar dyr verða hjá ýmsum félagsmönnum laugardaginn 4. des. frá kl. 13:00-17:00 auk þess sem markaðsstemning svífur yfir vötnunum í Laugarborg þar sem kaffiveitingar verða til sölu ásamt gjafabréfum, matvöru og ýmsu öðru úr héraði. Leitum ekki langt yfir skammt; verum umhverfisvæn og verslum jólagjafir í heimabyggð.
Nánar um hverjir opna dyr sínar í næstu viku. Stjórnin.



Smán í Freyvangsleikhúsinu
Ein helgi á barnum - dramatík, pælingar, uppreisn og grín - mannlífið í hnotskurn.
Miðasala í s. 857-5598 og á tix.is



Sýning á heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru verður í Laugarborg, föstudaginn 3. desember kl. 20:00.

Í heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru er sagt frá skógum á Íslandi og rakin saga skógarnytja, skógeyðingar og skógræktar á Íslandi. Hérna kemur fyrir almenningssjónir fræðileg kvikmynd með ljóðrænu ívafi. Fræðslunni er beint að áhugafólki um land og sögu, landgræðslu og skógrækt, lærðum sem leikum.
Aðgangur er ókeypis en frjálst framlag er vel þegið við innganginn.

Leikstjóri og höfundur Milli fjalls og fjöru er Ásdís Thoroddsen og tónlist samdi Hildigunnur Rúnarsdóttir. Gjóla ehf. framleiddi með fjárstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Loftslagssjóði, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Hagþenki – félagi fræðihöfunda og námsgagnahöfunda.

Gjóla ehf., www.gjola.is, gjola@gjola.is



Gongslökun / Gongbað í fagurlega mongólska hofinu á Vökulandi
Alla þriðjudaga kl. 18:30 (6:30 pm). Hljóð gongsins er óskilgreint. Líkaminn nýtur góðs af tíðninni sem gongið gefur frá sér.
Verð: 2.000 kr. - Byrjum kl. 18:30.
Mjúkt jógaflæði á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30-18:20, dýnur á staðnum - Takmarkað pláss, skráning í jóga og gong hér: info@vokulandwellness.is eða í s. 663-0498.
Gjafabréf Vellíðunarsetursins í dekurstundir www.vokulandwellness.is.

 

Getum við bætt efni síðunnar?