Auglýsingablaðið

1119. TBL 01. desember 2021

Auglýsingablað 1119. tbl. 13. árg. 1. desember 2021.



Fullveldishátíð 2021 fellur niður
Menningarmálanefnd hefur ákveðið að aflýsa fullveldishátíð 1. desember vegna samkomutakmarkana og aðstæðna í þjóðfélaginu. Við sendum sveitungum öllum góðar kveðjur í aðdraganda aðventunnar. Menningarmálanefndin.


Aðventukvöld í Grundarkirkju fellur niður
Vegna Covid og sóttvarnareglna hefur verið ákveðið að fella niður aðventukvöldið í Grundarkirkju sem fyrirhugað var 5. desember nk.
Vonast er til að helgihald um jólin verði með hefðbundnum hætti.
Með bestu kveðjum, Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur.


Umsókn um styrk til menningarmála
Menningarmálanefnd vekur athygli á því að hægt er að sækja um styrki til menningarmála á heimasíðu sveitarfélagsins www.esveit.is.

Rafrænt eyðublað má nálgast undir dálknum stjórnsýsla – skjöl og útgefið efni – umsóknir: https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-styrk-til-menningarmala

Úthlutunarreglur menningarsjóðsins má nálgast hér: https://www.esveit.is/static/files/ErindisbrefNefnda/Menningarsjodur.pdf

Óskað er eftir umsóknum fyrir síðustu úthlutun þessa árs eigi síðar en 7. desember.


Félag eldri borgara – Jólakrans
Þriðjudaginn 7. des. kl. 14:00 kemur Þórdís Bjarnadóttir til okkar og leiðbeinir um gerð jólakransa. Gott að hafa með sér hring, greni, vír til að vefja og annað skraut, sem hver og einn vill hafa. Kv. stjórnin.


Kardemommubærinn fer á svið í lok febrúar
Freyvangsleikhúsið verður með samlestur og áheyrnarprufur föst. 3. des.
kl. 18:00-22:00 í Freyvangi. Förum yfir með leikstjóranum Óla Jens.
Hittingur verður svo aftur lau. 4. des. og sun. 5. des. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessar frábæru sýningu eru hvattir til að mæta. Leikarar á öllum aldri sem og fólk til að aðstoða í kringum sýninguna. Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að senda tölvupóst á freyvangur@gmail.com, skilaboð á feisbúkksíðu freyvangsleikhússins eða í síma 867-3936 Jóhanna.


Leiðisgreinar til sölu
Lionsklúbburinn Sif ætlar fyrir jólin að bjóða til sölu fallegar jólaskreytingar á leiði og mun leiðisgreinin kosta 2.500 kr.
Við verðum með greinar til sýnis á markaði í Laugarborg þann 4. desember og verður þar hægt að panta sér grein/-ar, þar munum við einnig bjóða til sölu vöfflur og rjúkandi heitt súkkulaði.
Áhugasamir vinsamlega hafið samband fyrir 14. desember við undirritaðar sem taka niður pantanir og veita frekari upplýsingar. Greinarnar verða afhentar í Félagsborg mánudaginn 20. desember á milli klukkan 15:30 og 20:00.
Kristín Hermannsdóttir, sími: 846-2090, netfang: merkigil10@gmail.com
Elísabet Skarphéðinsdóttir, sími: 894-1303
Með kærri jólakveðju og þökk fyrir stuðninginn á árinu, Lionsklúbburinn Sif.


Jólafundur Kvenfélagsins Iðunnar verður miðvikudaginn 8. desember kl. 19:30 í Laugarborg. Mætum í jólaskapi og eigum notalega stund saman. Minnum á bögglaskiptin. Vinsamlega skráið ykkur í síðasta lagi 6. des. í síma 866- 2796 eða með
tölvupósti á idunnhab@gmail.com.
Nýjar félagskonur velkomnar.
Stjórnin.


Bókin mín ÓGN, ráðgátan um Dísar-Svan, er nú fáanleg í helstu verslunum.
Laugardaginn 4. desember verður opinn dagur í Eyjafjarðarsveit og þá verð ég á kaffihúsinu Brúnum Horse frá klukkan 13:00-17:00. Þar mun ég selja og árita bókina fyrir áhugasama.

Á heila tímanum þ.e. kl. 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00 mun ég kynna bókina og spila nokkur jólalög á harmonikku. Bókin er ætluð ungu fólki og öllum þeim sem hafa gaman af ævintýra- og spennusögum. Hún byggir á þjóðsögunum og fjallar um unglinga sem taka þátt í baráttu góðs og ills.

Ég hlakka til að hitta ykkur sem flest, Hrund Hlöðversdóttir.



Listaskálinn á Brúnum/Brunir horse – Opið hús 4. des.
Þann 4. des verðum við með opið hús frá kl. 13:00-17:00 í samvinnu við ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar og Matarstíg Helga Magra. Fyrir utan það að við erum að selja hangikjötið okkar, bæði reykt læri og rúllur þá verðum við með góða gesti: Á heila tímanum þ.e. kl. 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00 mun rithöfundurinn, Hrund Hlöðversdóttir, kynna fyrstu skáldsögu sína, ÓGN, ráðgátan um Dísar-Svan og spila nokkur jólalög á harmonikku.
Einnig verða hjá okkur Einar Guðmann og Gyða Henningsdóttir sem kynna og selja bækurnar sínar Grímsey: The Arctic Wildlife Wonder, Iceland: Wild at heart og Photographing Iceland - A photo guide to 100 locations ásamt því að sýna og selja úrval ljósmynda sem prentaðar eru í takmörkuðu upplagi.
Minnum á sóttvarnir, maska, handþvott og sprittun.



Volare – tilvalið í jólapakkann – sölubás verður í Laugarborg 4. des.

Fjölbreytt úrval af húð-, hár- og snyrtivörum.
Pantanir í síma 866-2796 eða á facebook; Hrönn Volare.

Getum við bætt efni síðunnar?