Auglýsingablaðið

1121. TBL 15. desember 2021

Auglýsingablað 1121. tbl. 13. árg. 15. desember 2021.



Auglýsingablaðið

Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 á þriðjudögum á esveit@esveit.is.
Síðasta blað fyrir jól – dreift fimmtudaginn 23. des. á Þorláksmessu.
Síðasta blað ársins 2021 – dreift fimmtudaginn 30. des.
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar.



Jólaopnun í íþróttamiðstöðinni

Opnunartími íþróttamiðstöðvar um jól og áramót.
22.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
23.12. Kl. 06:30-14:00
24.12. Kl. 9:00-11:00
25.12. Lokað
26.12. Lokað
27.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
28.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
29.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
30.12. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00
31.12. Lokað
1.1. Lokað
2.1. Kl. 10:00-19:00
3.1. Kl. 6:30-8:00 og 14:00-22:00

Verið velkomin, starfsfólk íþróttamiðstöðvar



Bókasafn Eyjafjarðarsveitar
Síðasti opnunardagur fyrir jól er þriðjudagurinn 21. desember. Þá er opið frá kl. 14:00-17:00.
Opið verður þriðjudaginn 28. desember milli kl. 14:00 og 17:00.
Safnið opnar svo aftur eftir hátíðarnar þriðjudaginn 4. janúar og þá er opið milli kl. 14:00 og 17:00.
Venjulegir opnunartímar safnsins eru:
Þriðjudagar frá kl. 14:00-17:00.
Miðvikudagar frá kl. 14:00-17:00.
Fimmtudagar frá kl. 14:00-18:00.
Föstudagar frá kl. 14:00-16:00.
Á safninu er fjöldi bóka, tímarita og upplýsingaefnis, bæði til útláns, lestrar og skoðunar á staðnum. Komið við á bókasafninu og kynnið ykkur hvað þar er að finna. Bókasafnið er staðsett í kjallara íþróttahúss Hrafnagilsskóla og er gengið inn að austan. Ekið er niður með skólanum að norðan.

Sjáumst á safninu, jólakveðja, bókavörður.



Freyvangsleikhúsið – Kardemommubærinn

Frumsýnt í febrúar 2022.
Gjafabréf komin í sölu.
Freyvangsleikhúsið er á facebook.
freyvangur@gmail.com
Sími 857-5598


Skötuveisla á Þorláksmessu
Lionsklúbbarnir Vitaðsgjafi og Sif bjóða til skötuveislu í mötuneyti Hrafnagilsskóla og Félagsborg á Þorláksmessudag.
Saltfiskur verður til reiðu handa þeim sem ekki þora. Góð stemning.
Vegna samkomutakmarkana verður skötuveislunni skipt í tvo hópa á tveimur mismunandi tímum.
Hópur 1: frá 11:30 til 12:30
Hópur 2: frá 12:30 til 13:30
Bæði mötuneytið og Félagsborg verða nýtt til að uppfylla kröfur um sóttvarnir.
Verð er 3.500 kr.-. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála.
Komið, gleðjist og styrkið góð málefni.

Vinsamlegast látið vita, vegna fjöldatakmarkana, á hvorum tímanum þið kjósið að mæta: Sigurður s. 894-9330 og Bylgja s. 863-1315.



Jólatré og handverk
Helgi og Beate verða með Jólatrjáa- og handverksmarkaðinn sinn heima á hlaði í Kristnesi frá næsta laugardegi og fram á þorláksmessu frá kl. 13:00-18:00.
Beate verður í smiðju frá kl. 13:00-15:00 um helgina.
Úrval heimaræktaðra trjá og greina.
Fura, þinur, greni, stór og lítil, falleg og ljót, dýr og ódýr, kerti en ekki spil, og ég veit ekki hvað og hvað.
Svo er hægt að kíkja á kanínur í leiðinni.
Sjáumst.


SÓLARMUSTERIÐ - skóli friðar, Finnastöðum Eyjafjarðarsveit
Búðin er opin - Laugardaginn 18. des. milli klukkan 14:00 og 16:00. Er með leiðsagnaspil (engla-spil), kristalla, bækur, friðarblöndu, verndarhálsmen og fleira. Enginn posi en hægt að millifæra.
Alltaf hægt að hringja 863 6912 og kíkja í búðina.

KYRRÐARSTUND í Sólarmusterinu
Þú kemur og slakar á, hvílir þig frá amstri dagsins, spjall eða þögn, spil, tónlist og eingöngu að vera og slaka. Verð: frjálst framlag.
Laugardagur 18. desember - 16:00 - 19:00
Sunnudagur 19. desember - 16:00 - 19:00
Þriðjudagur 21. desember vetrarsólstöður 18:00 - 21:00
Miðvikudagur 22. desember 18:00 - 21:00
Fimmtudagur 23. desember. 13:00 - 17:00

Sigríður Ásný Sólarljós Ketilsdóttir.



Snyrtistofan Sveitasæla (Lamb Inn, Öngulsstöðum)
Gefðu þeim sem þér þykir vænt um gjafabréf í dekur á Snyrtistofunni Sveitasælu í jólapakkann. Til að kaupa þau eða panta tíma er best að hafa samband í síma 833-7888 eða senda skilaboð gegnum facebook síðu Snyrtistofunnar Sveitasælu https://www.facebook.com/snyrtistofansveitasaela. Nánari upplýsingar um þær meðferðir sem eru í boði og verð eru einnig inná síðunni undir liðnum ÞJÓNUSTUR. Er með hágæðavörur frá Comfort Zone og Skin Regimen í vinnuvöru og til sölu. Er með opið til kl. 18.00 á mánudögum og miðvikudögum fyrir þá sem komast ekki fyrr á daginn. Tímum fer fækkandi fyrir jólin.
Elín Halldórsdóttir snyrtifræðingur.



Kæru sveitungar
Við vonumst til að geta haldið jólaballið okkar í ár kl. 13:30 í Funaborg, fimmtudaginn 30. desember, en sóttvarnarreglur munu samt stjórna því.
Kvenfélagið Hjálpin.

Getum við bætt efni síðunnar?