Auglýsingablaðið

1125. TBL 12. janúar 2022

Auglýsingablað 1125. tbl. 14. árg. 12. janúar 2022.ÞORRABLÓT EYJAFJARÐARSVEITAR 2022

Ójá – við ætlum að halda þorrablót!!! Ekki hefðbundið blót í íþróttasalnum heldur RAFRÆNT þorrablót þann 29. janúar kl. 21:00. Svo ykkur er óhætt að fara að viðra sparifötin, móta þorrakúluna ykkar (stærð hennar fer eftir þeim samkomutakmörkunum sem verða ríkjandi þetta kvöld), undirbúa matarmálin (hægt verður að panta tilbúna þorrabakka) og bara almennt fara að hlakka til!!
Við verðum með tilbúna rafræna dagskrá handa ykkur svo það eina sem þið þurfið að gera er að opna skjáinn og eiga GEGGJAÐA kvöldstund fyrir framan hann. Skoðið facebook síðuna Þorrablót Eyjafjarðarsveitar, líkið við hana og finnið ennfremur „viðburðinn“ Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2022. Skráið endilega þátttöku ykkar (going) og þá eruð þið sjálfkrafa þátttakendur í frábæru happdrætti þar sem veglegir vinningar verða í boði. Allt þetta verður aðgengilegt og ókeypis fyrir alla þetta kvöld – líka þá sem eru í sóttkví, einangrun og óbólusettir.
Við hlökkum mikið til - Rafræna þorrablótsnefndin.Barnafatamarkaður í Holtsseli

Laugardaginn 15. janúar milli kl. 14:00 og 16:00 ætlum við í Holtseli að vera með barnafatamarkað í ísbúðinni hjá okkur.
Nóg verður til af ís og kjöti, nokkrar tegundir í skafborðinu og “loppumarkaður” með notuðum barnavörum. Þar verður helst í boði stelpuföt í stærðum frá nýfæddu og til ca. 3 ára, ásamt einhverju öðru í bland. Mjög lág verð.
Verið velkomin!Iðunnarkvöld 19. janúar fellur niður

Því miður fellur niður Iðunnarkvöldið sem átti að vera miðvikudaginn 19. janúar.
Við stefnum samt ótrauðar á að halda aðalfundinn okkar laugardaginn 5. febrúar kl. 11:00 í Laugarborg. Nánar auglýst síðar.
Kvenfélagið Iðunn.Lionsklúbburinn Sif

Í kvöld 12. janúar ætlum við að fá okkur göngutúr í Kjarnaskógi kl. 19:30. Við hittumst á planinu hjá þjónustuhúsinu og tökum léttan hring.
Nýjar konur velkomnar sem vilja taka þátt í skemmtilegu, gefandi og áhugaverðu starfi Lions hreyfingarinnar. Bendum á opna facebooksíðu; Lionsklúbburinn Sif og svo er um að gera að hafa samband fyrir nánari upplýsingar í síma 866-2796 (Hrönn, formaður) eða með tölvupósti á lions.hronn@gmail.com.
Sjáumst hressar.

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?