Auglýsingablaðið

1130. TBL 17. febrúar 2022

Auglýsingablað 1130. tbl. 14. árg. 17. febrúar 2022.


Sveitarstjórnarfundur

582. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar verður haldinn í fundarherbergi sveitarstjórnar, Skólatröð 9, fimmtudaginn 24. febrúar og hefst hann kl. 8:00. Dagskrá fundarins verður kynnt á upplýsingatöflu í anddyri skrifstofunnar og á heimasíðu sveitarfélagsins.

 


Hefur þú áhuga á sveitarstjórnarmálum?
F-listinn boðar til opins fundar um framboðs- og sveitarstjórnarmál fimmtudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:00 í Félagsborg.
Allt áhugafólk um velferð og stjórnun Eyjafjarðarsveitar er boðið velkomið.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
F-listinn.


HÆLIÐ
skríður úr vetrarhíðinu og opnar allar helgar kl. 14:00-18:00!
Velkomin að kíkja við í kaffi og köku nú eða skoða sýninguna ef þið eigið það eftir?
Kv. María, HÆLISstýra.

 


Fréttir úr Freyvangsleikhúsinu
Kardemommubærinn hefur aðsetur í Freyvangi á vormánuðum og munu bæjarbúar taka á móti gestum kl. 13:00 frá og með 4. mars.
Miðasala á tix.is og svo er svarað í eina símann í þorpinu, númerið er: 857-5598.
Vinsamlegast hafið ekki dýrgripi meðferðis, Bastían bæjarfótgeti getur ekki ábyrgst að ræningjarnir verði til friðs.

 


Guðsþjónusta í Hólakirkju 20. febrúar kl. 14:14
Lifandi orð-Biblíudagurinn – Athugið óvanlegan messutíma !
Á biblíudegi er minnt á starf Hin íslenska Biblíufélags, sem er elsta starfandi félag landsins. Sr. Guðmundur mun segja frá því.
Það verður gott að geta komið saman að nýju í kirkjunum í sveitinni að þessu sinni í Hólakirkju. Þorvaldur Örn Davíðsson organisti leiðir kórinn.
Allir hjartanlega velkomnir.



Lamb Inn á næstunni
Við höldum áfram með þriðjudagshádegin hjá okkur.
Þriðjudaginn 22. febrúar verður næsti hádegisverður með erindi. Gesturinn verður kynntur til sögunnar á síðunni Íbúar Eyjafjarðarsveitar á Facebook. Eins og áður er verðið 2.500 fyrir staðgóða súpu og samloku; kaffi og kökur.

Á laugardaginn kemur, 19. febrúar, verða kótiletturnar okkar í boði með búðingum og kaffi í eftirrétt kl. 19:00 á 5.500.

Þá viljum við biðja ykkur að fara að hugsa til sprengidagsins 1. mars. Þá flytjum við hádegisverðinn til kvöldsins og bjóðum til veglegrar sprengidagsveislu með húllumhæi sem verður kynnt þegar nær dregur.

Pantanir fyrir þriðjudagshádegið eða kótiletturnar í síma 463-1500 eða á lambinn@lambinn.is.

Getum við bætt efni síðunnar?