Auglýsingablaðið

1133. TBL 09. mars 2022

Auglýsingablað 1133. tbl. 14. árg. 9. mars 2022.


Sumarstörf hjá Eyjafjarðarsveit. Erum við að leita að þér?
Kíktu á störfin sem eru í boði á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar og vertu í sambandi ef þú sérð eitthvað spennandi. Umsóknarfrestur er til og með 9. mars.

Sumarstarf í sundlaug Eyjafjarðarsveitar – Karlmaður í 100% vaktavinnu
Sumarstarf á tjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar – Tvær 100% stöður í vaktavinnu
Sumarstarf í vinnuskóla Eyjafjarðarsveitar – Verkstjóra og flokkstjóra í 100% stöðurUmferðaröryggisáætlun – ábendingar varðandi heimreiðar
Kæru íbúar, skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar er nú á lokametrunum við gerð umferðaröryggisáætlunar í sveitarfélaginu. Kallað er eftir ábendingum frá íbúum og vegfarendum um hættulegar heimreiðar.

Við ábendingarnar skal taka mið af eftirfarandi forsendum:
1. Óskráð en þekkt slys eru á heimreiðinni
2. Aðkoma að þjóðvegi er brött
3. Stefna gatnamóta við þjóðveg er ekki í um það bil 90 gráðum
4. Heimreið frá þjóðvegi og niður að húsum er brött og í beinni stefnu að húsi
5. Heimreið er brött og með hættulegri beygju

Ábendingar sendist á finnur@esveit.is merkt Umferðaröryggisáætlun


Fjölskyldumessa í Grundarkirkju sunnudaginn 13. mars kl. 11:00
Verið hjartanlega velkomin í létta og skemmtilega samverustund í Grundarkirkju næstkomandi sunnudag þar sem fermingarbörnin ætla að láta ljós sitt skína. Skólakór Hrafnagilsskóla undir stjórn Silju Garðarsdóttir kemur í heimsókn og gleður okkur með fallegum söng.
Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson og prestur Jóhanna Gísladóttir. Meðhjálpari er Hjörtur Haraldsson. Eftir samveruna verður stuttur fundur fyrir foreldra og aðstandendur fermingarbarnanna.


Frá FEBE, Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit
Fimmtudaginn 17. mars kl. 14:00 er ráðgert að efna til ferðar á Minjasafnið á Akureyri til að sjá sýninguna ,,Hér stóð búð". Aðgangseyrir er 1.000 kr. Að sýningu lokinni er hugsanlegt að fara á kaffihús ef þannig liggur á mannskapnum.
Gott er að vita um fjölda og eins ef einhverja vantar akstur. Hægt er að hringja í Önnu s. 848-1888, Benjamín s. 899-3585, Leif s. 894-8677 eða Þuríði s. 867-4464 til að láta vita um þátttöku.


Aðalfundur Munkaþverársóknar
- í kvöld 9. mars kl. 20:30 á Rifkelsstöðum.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefndin.Aðalfundur hestamannafélgsins Funa

Aðalfundur hestamannafélagsins Funa verður haldinn í Funaborg
15. mars kl. 20:00. Dagskrá Fundarsins: Venjuleg aðalfundarstörf.
Nýir félagar velkomnir. Vonandi sjáum við sem flesta.
Léttar veitingar í boði.
Stjórn Funa.Aðalfundur Saurbæjarsóknar
Stjórnin auglýsir síðasta aðalfund sóknarinnar, haldinn í Öldu 23. mars kl. 13:30.


Aðalfundur kvenfélagsins Hjálparinnar
verður haldinn á
Smámunasafninu í Sólgarði 16. mars kl. 20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf, gott með kaffinu og skemmtilegt erindi.
Nýjar konur innilega velkomnar.
Stjórnin.Iðunnarkvöld 16. mars kl. 20:00
Kvenfélagið Iðunn verður með notalega kvöldstund við nostur á hugmyndum fjáröflunarnefndar í fundarherberginu í Laugarborg miðvikudaginn 16. mars kl. 20:00. Ræðum m.a. um smurbrauðstertunámskeið sem verður 20. mars, skráningu á það lýkur 16. mars. Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti.
Heitt á könnunni og nýjar konur velkomnar.Kvenfélögin Aldan, Hjálpin og Iðunn – skrá sig í síðasta lagi 16. mars
Minnum allar kvenfélagskonur í Eyjafjarðarsveit á sameiginlega viðburðinn laugardaginn 19. mars í Laugarborg kl. 11:00-14:00.
Jenný hjá Kvenfélagasambandi Íslands mun kynna fyrir okkur verkefnin Vitundarvakning um fatasóun og ræða líka um verkefnið matarsóun.
Gerum okkur glaðan dag í Pálínuboði og notalegum félagsskap.
Nýjar konur velkomnar.
Skráning æskileg til formanna eða á idunn@kvenfelag.is í síðasta lagi 16. mars.
Vonumst til að sjá sem flestar, nefndin.Húsnæði óskast
A four-membered family from the Czech Republic is looking for long-term rental house or appartment in Hrafnagilshverfi and the surrounding area, starting April or May 2022. We have 2 children (7 & 9 years old) who go to Hrafnagilsskóla. We would like to stay in the area for longer time. Vojtěch Zavadil & Kateřina Zavadilová, mob. 787-8372, vojtechzavadil@seznam.czKardemommubærinn í Freyvangi
Íbúar Kardemommubæjar eru í skýjunum með góðar móttökur og eru spenntir að fá fólk í heimsókn. Vinsamlegast athugið að Jesper er alfarið á móti því að gestir gefi ljóninu meira mjólkursúkkulaði, það verði svo latt að það nenni ekki að hræða neinn og það er alveg ómögulegt.
Miðasala á tix.is og í síma 857-5598 – sýnt laugardaga og sunnudaga kl. 13:00.
Hlökkum til að sjá þig.K-listinn auglýsir!
Ágætu sveitungar, nú er komið að því að K-listinn kalli eftir gömlum og nýjum félögum til liðs við sig í komandi kosningabaráttu. K-listinn var stofnaður fyrir fjórum árum og hefur átt þrjá fulltrúa í sveitarstjórn sl. kjörtímabil, þau Ástu á Hranastöðum, Sigurð Inga í Hjallatröðinni og Sigríði í Hólsgerði. Við hvetjum alla áhugasama til að taka virkan þátt með okkur og mæta til skrafs og ráðagerða fimmtudagskvöldið 10.3. kl. 20:00 í Félagsborg.
Kíktu í kaffi -hjá K listanum!


Lamb Inn
Við höldum áfram með þriðjudagshádegin okkar. Á þriðjudaginn 15. mars mætir Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir með erindið sem við þurftum á fresta á þriðjudaginn var. Hennar erindi heitir: Landbúnaður við heimskautsbaug – áskoranir og mikilvægi staðbundinnar þekkingar. Áhugavert efni fyrir landbúnað á tímamótum. Eins og áður staðgóð súpa, samloka, kaffi og kökur á 2.500. Matur kl. 12:00 og gott að láta vita í 463-1500 eða á lambinn@lambinn.is

Getum við bætt efni síðunnar?