Auglýsingablaðið

1138. TBL 12. apríl 2022

Auglýsingablað 1138. tbl. 14. árg. 12. apríl 2022.Auglýsingablaðið
Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 10:00 þriðjudaginn 19. apríl fyrir blaðið sem dreift verður föstudaginn 22.  Auglýsingar sendist á esveit@esveit.is, hámarksstærð auglýsinga er 100 orð. Sjá nánar á https://www.esveit.is/is/mannlif/menning-og-listir/auglysingabladidKjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022
Kjörskrá fyrir Eyjafjarðarsveit, vegna sveitarstjórnarkosninga 14. maí 2022, liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 til kjördags á venjulegum opnunartíma skrifstofunnar, sem er kl. 10:00-14:00 virka daga.
Einnig er bent á vefinn www.kosning.is en þar er á auðveldan hátt hægt að nálgast upplýsingar um hvort og hvar einstaklingar eru á kjörskrá.


Atvinna – 50% starf hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar

Auglýst er eftir aðila í 50% stöðu starfsmanns á skrifstofu embættisins. Meðal verkefna er móttaka erinda, skráning upplýsinga í Byggingargátt og skjalakerfi embættisins, innra eftirlit skv. gæðakerfi embættisins, skönnun teikninga og almenn skrifstofustörf. Hæfnis- og menntunarkröfur eru góð tölvukunnátta, reynsla af skrifstofustörfum, lipurð í samskiptum og þekking á tölvforritunum Outlook, Word og öðrum algengum hugbúnaði kostur.
Nánari upplýsingar á esveit.is.


Páskaopnun í Íþróttamiðstöðinni

14.4. Skírdagur kl. 10:00-19:00
15.4. Föstudagurinn langi kl. 10:00-19:00
16.4. Laugardagur kl. 10:00-19:00
17.4. Páskadagur kl. 10:00-19:00
18.4. Annar í páskum kl. 10:00-19:00

Verið velkomin.Páskaganga og vöfflukaffi

Föstudaginn langa, þann 15. apríl 2022 ætlar Hjálparsveitin Dalbjörg að bjóða gestum að koma í heimsókn. Eins og undanfarin ár efnum við til göngu frá húsi okkar Dalborg. Gengið verður eftir útivistastígnum fína. Ýmsar vegalengdir eru í boði, frá 2,5 km til 12 km., svo að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Að göngu lokinni bjóðum við uppá stórglæsilegt vöfflukaffi. Það verður opið hús, þar sem gestir geta skoðað og fræðst um starf sveitarinnar. Gangan hefst stundvíslega kl. 10:00. Þátttökugjald í gönguna eru 1.500 kr. fyrir 13 ára og eldri og 500 kr. fyrir 6-12 ára og innifalið í því er vöfflur og drykkir að lokinni göngu. Einnig er hægt að leggja frjáls framlög inn á reikning okkar, 0302-26-012482 og kt. 530585-0349.
Við hvetjum auðvitað sem flesta til að mæta, ganga, skokka eða hjóla og styðja við bakið á Dalbjargarfélögum.


Helgihald í Eyjafjarðarsveit um páskana:


Föstudagurinn langi 15. apríl kl. 20:00 - helgistund í Munkaþverárkirkju 
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir.

Páskadagur 17. apríl kl. 11:00 - hátíðarmessa í Grundarkirkju
 
Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir. Meðhjálpari Hjörtur Haraldsson.

Páskadagur 17. apríl kl. 13:30 - hátíðarmessa í Kaupangskirkju
 
Söngfélagar við Kaupangskirkju syngja undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista.
Prestur Jóhanna Gísladóttir. Meðhjálpari Hansína María Haraldsdóttir.

Verið velkomin í kirkjuna!Frá Félagi eldri borgara í Eyjafjarðarsveit

Sumarferð félagsins verður farin dagana 7.–10. júní nk. Gist verður í Gistiheimilinu Langaholti, Staðarsveit, Snæfellsnesi í þrjár nætur. Ferðast verður um Snæfellsnes og einnig farið út í Flatey. Við munum fá með okkur leiðsögumann frá Félagi eldri borgara í Snæfellsbæ. Áætlaður kostnaður er kr. 90.000 á mann. Tilkynning um þátttöku þarf að berast sem fyrst og í síðasta lagi fyrir 1. maí til Reynis, sími 862-2164, Jófríðar, sími 846-5128 eða Ólafs, sími 894-3230. Ferðanefndin.


Hælið setur um sögu berklanna
verður opið laugardaginn 16. apríl kl. 14-18, heitt á könnunni og aldrei að vita nema Páll Ingvarsson reki inn nefið og veiti sína eftirsóttu leiðsögn um sýninguna!
Velkomin - María Páls Hælisstýra.


Páskabingó
verður haldið laugardaginn 16. apríl í Funaborg á Melgerðis¬melum. Hefst kl. 13:00. Spjaldið kostar kr. 750.- og kr. 500.- eftir hlé. Seldar verða pylsur, gos, nammi og kaffi í sjoppunni. Hestamannafélagið Funi
Aðalfundur UMF Samherja
Aðalfundur UMF Samherja fyrir árið 2021, verður haldinn í matsal Hrafnagilsskóla, þriðjudaginn 19. apríl kl. 20:00.
Aðalfundarstörf skv. lögum félagsins sem finna má á vefsíðunni samherjar.is. Félagar eru hvattir til að mæta og taka þátt í þessu mikilvæga samfélagslega starfi sem ungmennafélagið stendur fyrir.
Félagið er fyrir okkur öll. - Stjórn UMF Samherja.


14.-18. apríl - páskaeggjaleit

Um páskana verður opið á Smámunasafni Sverris Hermannssonar, Sólgarði, Eyjafjarðasveit.
Opnunartími milli kl. 13:00 og 17:00 alla daga frá Skírdegi til annars í páskum.
Í boði er páskaeggjaleit og ratleikur fyrir börnin, leiðsögn um safnið og hægt verður að kaupa ljúffengar sveitavöfflur og kaffi á Kaffistofu safnsins.
Verið hjartanlega velkomin. Stúlkurnar á Smámunasafninu.


Sveitarstjórnarkosningar 2022 fara fram laugardaginn 14. maí nk. Frestur til að skila inn framboðslistum rann út föstudaginn 8. apríl sl. Í Eyjafjarðarsveit verða tveir listar í framboði; F-listinn og K-listinn. Skipan frambjóðenda á listunum má sjá hér að neðan.

F-listinn
1 Hermann Ingi Gunnarsson 060187-4369 Bóndi Klauf
2 Linda Margrét Sigurðardóttir 260183-3899 Sérfræðingur Kroppi
3 Kjartan Sigurðsson 140189-3329 Fyrirtækjaráðgjafi Syðra-Laugalandi efra
4 Berglind Kristinsdóttir 270685-2859 Bóndi Hrafnagili
5 Anna Guðmundsdóttir 110749-4229 Frv.aðst.skólastj./Býflugnabóndi Reykhúsum ytri
6 Hákon Bjarki Harðarson 211180-4639 Bóndi Svertingsstöðum 2
7 Hafdís Inga Haraldsdóttir 310873-5199 Framhaldskólakennari Hjallatröð 2
8 Reynir Sverrir Sverrisson 101294-2429 Bóndi Sámsstöðum 3
9 Rósa Margrét Húnadóttir 291082-4599 Þjóðfræðingur Brekkutröð 5
10 Gunnar Smári Ármannsson 300801-3740 Bóndi Skáldsstöðum 2
11 Susanne Lintermann 110884-4199 Landbúnaðarfræðingur Dvergsstöðum
12 Bjarki Ármann Oddsson 060186-3329 Forstöðumaður Ártröð 5
13 Jóhanna Elín Halldórsdóttir 230471-5339 Danskennari og snyrtifræðingur Borg
14 Jón Stefánsson 120260-2199 Byggingariðnfræðingur Berglandi

K-listinn
1 Ásta Arnbjörg Pétursdóttir 061074-5899 Fjölskyldufræðingur/Bóndi Hranastöðum
2 Sigurður I. Friðleifsson 171074-5099 Framkvæmdastjóri Hjallatröð 4
3 Sigríður Bjarnadóttir 171267-2939 Brautarstjóri/Framkvæmdastjóri Hólsgerði
4 Guðmundur S. Óskarsson 150672-5629 Bóndi/Vélfræðingur Hríshóli II
5 Sóley Kjerúlf Svansdóttir 120789-4229 Sérkennslustjóri Jódísarstöðum 3
6 Eiður Jónsson 300982-4339 Verkstæðisformaður Sunnutröð 2
7 Margrét Árnadóttir 170773-5869 Söngkennari Þórustöðum 6
8 Þórir Níelsson 090580-3539 Bóndi/Rennismiður Torfum
9 Elín M. Stefánsdóttir 080271-5579 Bóndi Fellshlíð
10 Jón Tómas Einarsson 311082-3379 Kvikmyndagerðarmaður Sunnutröð 8
11 Rósa S. Hreinsdóttir 190368-5649 Bóndi Halldórsstöðum 2
12 Benjamín Ö. Davíðsson 120279-3439 Skógræktarráðgjafi Víðigerði II
13 Jófríður Traustadóttir 301044-4029 Heldri borgari Tjarnalandi
14 Aðalsteinn Hallgrímsson 120455-2069 Bóndi Garði

Getum við bætt efni síðunnar?