Auglýsingablaðið

1144. TBL 25. maí 2022

Auglýsingablað 1144. tbl. 14. árg. 25. maí 2022.Járna- og timburgámar

Til að hvetja til góðrar umhirðu og umgengni um náttúru okkar hefur járna- og timburgámum verið komið fyrir hjá Vatnsenda og í Djúpadal við gatnamót Dalsvegar og Finnastaðavegar,.
Hvetjum við íbúa til að nýta sér þessa þjónustu og brýnum jafnframt fyrir notendum þeirra að flokka rétt í þá.

• Ef við flokkum rétt þá fara gámar á Akureyri þar sem efnið fer í rétt ferli og endurvinnslu eftir því sem við á.
• Ef við flokkum ekki rétt og mismunandi flokkar blandast í gámum þá eru gámarnir fluttir um þrjú hundruð kílómetra leið og efnið fer í urðun með tilheyrandi umhverfisspori og miklum kostnaði. Á þetta einnig við um þegar hent er í gámana á gámasvæðinu.

Gott er að hafa þetta í huga núna við endurnýjun girðinga en þar þarf að aðskilja timbur frá girðingu áður en efnið fer hvort í sinn gám.

Fegrum umhverfið og flokkum rétt.
Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.Kattahald

Nú er varptíminn í algleymingi og vert að minna á 9. og 15. gr. samþykktar um hunda og kattahald, en þar segir: „Eigendum og forráðamönnum katta ber að taka tillit til fuglalífs á varptíma, t.d. með því að takmarka útiveru þeirra og eftir atvikum hengja á þá bjöllu.”

Í samþykktinni kemur einnig m.a. fram að eigendur eða umráðamenn katta skulu gæta þess að dýrin valdi ekki hættu, óþægindum, óþrifnaði, óöryggi eða verði mönnum til óþæginda á annan hátt. Ef dýrin valda nágrönnum eða öðrum ónæði, óþrifum eða tjóni þá er eiganda eða umráðamanni skylt að leita leiða til að koma í veg fyrir slíkt.

Sé ónæði af völdum katta má hafa samband í vaktsíma 463-0615.
Sveitarstjóri.Bókasafn Eyjafjarðarsveitar

Sumarið er alveg á næsta leiti og því fylgir að bókasafnið fer í sumarfrí.
Síðasti útlánadagur safnsins verður þriðjudaginn 31. maí. Þá er opið
frá kl. 14.00-17.00.
Þangað til er opið eins og venjulega:
Þriðjudag kl. 14.00-17.00
Miðvikudag kl. 14.00-17.00.
Fimmtudag kl. 14.00-18.00.
Föstudag kl. 14.00-16.00.

Gleðilegt sumar.Aðalfundarboð

Aðalfundur Matarstígs Helga magra verður haldinn á Brúnum þriðjudaginn 31. maí klukkan 20:15.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn Matarstígs Helga magra.


Frá Félagi eldri borgara Eyjafjarðarsveitar

Þátttaka í sumarferðinni okkar 7.-10. júní nk. er góð.
Kostnaður á mann er kr. 90.000 og leggist inn á reikning 0302-26-001038, kt. 251041-4079 fyrir 1. júní.
Brottför frá Félagsborg verður samkvæmt venju kl. 9:00 og frá Skautahöllinni kl. 9:15.
Nánari upplýsingar hjá Reyni, sími 862-2164, Jófríði, sími 846-5128 eða Ólafi, sími 894-3230.
Ferðanefndin.Kæru söluaðilar matvöru og handverks í Eyjafjarðarsveit

Kvenfélagið Iðunn boðar áhugasama söluaðila í sveitinni til fundar vegna markaðar sem verður 16. og/eða 17. júlí í Hrafnagilshverfinu.
Fundurinn verður í Félagsborg fimmtudaginn 2. júní kl. 20:00.
Stjórn Iðunnar.Gönguferðir eldri borgara sumarið 2022

Nú fer vetrarstarfinu hjá okkur að ljúka, og taka göngutúrarnir við. Ætlum við að byrja þriðjudagskvöldið 31. maí, kl. 20:00. Þá göngum við Eyjaf.bakkana að venju.
7. júní Jólagarður-Kristnesafl.
14. --- Upp með Djúpadalsá að virkjun.
21. --- Kristnesskógur.
28. --- Melgerðismelar.
5. júlí Lystigarðurinn.
12. --- Að Hestabrúnni sunnan flugvallar.
19. --- Vatnsenda.
26. --- Grundarskógur.
2. ágúst Kjarnaskógur
9. --- Göngustígur frá Teigi ( í norður)
16. ---Rifkelsstaðir.
23. --- Naustaborgir.
30. --- Eyjaf.bakkar (í norður)
Birt með fyrirvara um breytingar. Verum dugleg að mæta, og höfum gaman saman.
Uppl. í síma 846-3222.
Sjáumst, göngunefndin.

Getum við bætt efni síðunnar?